Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir ákæru á hendur honum ráðabrugg sem muni misheppnast. Samúel Karl Ólason, einn helsti séfræðingur fréttastofunnar í erlendum málum kemur í myndver og rýnir í stöðuna.
Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en við sáum fyrir sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann.
Þá fjöllum við um óþol Íslendinga fyrir ensku á skiltum og í auglýsingum, verðum í beinni útsendingu frá útgáfuhófi tímarits Hinsegin daga og komumst að því hvers vegna karlmaður þurfti að verja tíu klukkutímum í sundi í dag.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.