„Þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2023 12:00 Siggi stormur segir Þjóðhátíðargesti ekki þurfa að kippa sér upp við smá úrkomu. Sólin kíki líka til Eyja. Vísir/Elísabet Hanna Það skiptast á skin og skúrir um verslunarmannahelgina ef spár ganga eftir. Veðurfræðingur segir að besta veðrið verði líklegast á austanverðu landinu í byrjun helgar en á sunnudeginum verði prýðis veður um land allt. „Það verða bæði skin og skúrir, það er óhætt að segja það. Þetta kemur þannig út að á föstudag fer úrkoma heldur vaxandi í formi skúra sem geta fallið einkum vestan til á landinu en þó gæti það teygt sig hér og þar um landið, þó síst fyrir austan,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur. Mun betra veður á sunnudeginum Hann segir að úrkoman fari vaxandi og verði í meginatriðum á laugardeginum þegar horfur séu á rigningu með köflum, um sunnan- og vestanvert landið, ef ekki víðar. Siggi stormur fer yfir verslunarmannahelgarveðrið.Vísir/Vilhelm „Það góða sem gerist í þessu er að á sunnudeginum styttir upp og við tekur mun betra veður. Sólin sýnir sig hér og hvar um landið, þannig fólk á þjóðhátíð ætti ekki að kvíða því þó það blotni aðeins í þessu á laugardeginum því á sunnudeginum verður orðið mun betra veður.“ Hjónabönd hafi orðið til undir regnhlífinni Hann ítrekar að rigningunni fylgi enginn hvellur. „Þetta er regnhlífaveður, það er alveg hægt að vera með regnhlíf og menn mega ekki gleyma því að það hafa orðið til pör og jafnvel hjónabönd úr því að vera saman undir regnhlífinni þannig það gæti verið sjarmerandi líka.“ Sigurður segir að besta veðrið verði á austanverðu landinu í byrjun helgar. „Síðan strax á sunnudeginum þá verður komið prýðisveður um allt land þannig ég held að af því að það er hægur vindur í þessu og hitinn um átta til sextán stig og hlýjast væntanlega sunnan heiða, að þá held ég að við þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins.“ Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Það verða bæði skin og skúrir, það er óhætt að segja það. Þetta kemur þannig út að á föstudag fer úrkoma heldur vaxandi í formi skúra sem geta fallið einkum vestan til á landinu en þó gæti það teygt sig hér og þar um landið, þó síst fyrir austan,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur. Mun betra veður á sunnudeginum Hann segir að úrkoman fari vaxandi og verði í meginatriðum á laugardeginum þegar horfur séu á rigningu með köflum, um sunnan- og vestanvert landið, ef ekki víðar. Siggi stormur fer yfir verslunarmannahelgarveðrið.Vísir/Vilhelm „Það góða sem gerist í þessu er að á sunnudeginum styttir upp og við tekur mun betra veður. Sólin sýnir sig hér og hvar um landið, þannig fólk á þjóðhátíð ætti ekki að kvíða því þó það blotni aðeins í þessu á laugardeginum því á sunnudeginum verður orðið mun betra veður.“ Hjónabönd hafi orðið til undir regnhlífinni Hann ítrekar að rigningunni fylgi enginn hvellur. „Þetta er regnhlífaveður, það er alveg hægt að vera með regnhlíf og menn mega ekki gleyma því að það hafa orðið til pör og jafnvel hjónabönd úr því að vera saman undir regnhlífinni þannig það gæti verið sjarmerandi líka.“ Sigurður segir að besta veðrið verði á austanverðu landinu í byrjun helgar. „Síðan strax á sunnudeginum þá verður komið prýðisveður um allt land þannig ég held að af því að það er hægur vindur í þessu og hitinn um átta til sextán stig og hlýjast væntanlega sunnan heiða, að þá held ég að við þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins.“
Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira