Oliver: Væri ekkert eðlilega gaman að heyra Parken þagna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 14:16 Oliver Sigurjónsson fer framhjá Ísaki Bergmann Jóhannessyni í fyrri leiknum. Vísir/Hulda Margrét Oliver Sigurjónsson og félagar í Breiðabliki vita að þeir þurfa algjöran stórleik til að slá út FC Kaupmannahöfn út úr Meistaradeildinni í kvöld. FCK vann fyrri leikinn með tveimur mörkum í Kópavogi og eru því í góðum málum en Blikarnir ætla að stríða þeim í kvöld og fyrsta markið í leiknum gæti breytt miklu. Oliver fór yfir leikinn og væntanlegt kvöld á Parken í viðtali á Instagram síðu Breiðabliks. Rosaleg mannvirki „Það er frábær tilfinning að vera kominn hingað á Parken. Þetta er rosalegt mannvirki og vonandi verða bara margir áhorfendur og að þetta verði skemmtileg upplifun fyrir alla Blika. Þá sem eru inn á vellinum og líka þá upp í stúku,“ sagði Oliver Sigurjónsson. Það eru á milli þrjú til fjögur hundruð Blikar væntanlegir á leikinn í kvöld. „Þeir segja að þetta verði á bilinu tuttugu til þrjátíu þúsund manns sem mæti á leikinn í heildina og ég veit ekki betur en þetta sé einn fjölmennastir leikur sem Blikastuðningsmenn í útlöndum hafa mætt á,“ sagði Oliver. Byrja á því að skora fyrsta markið „Ég vona að við getum öll upplifað þetta, inn á vellinum og upp í stúku. Þessi gífurlegu læti sem er búist við. Svo vonandi getum við byrjað á því að skora fyrsta markið,“ sagði Oliver. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Það væri ekkert eðlilega gaman að heyra völlinn þagna og heyra svo nokkra stráka fagna á vellinum ásamt þrjú til fjögur hundruð stuðningsmönnum fagnandi í stúkunni,“ sagði Oliver en hversu skemmtilegt er þetta Evrópuævintýri? „Þetta er eitthvað sem maður vill gera og eitthvað sem maður er að æfa sig fyrir. Maður hefur lagt upp með það frá því að maður var lítill að geta upplifað eitthvað svona. Það gerir mann stoltan og glaðan að geta gert það með Breiðabliki, sínum klúbbi,“ sagði Oliver. „Maður getur augljóslega séð hvað það eru margir uppaldir í liðinu á því hvað hjartað er á réttum stað. Menn eru ekki bara að hugsa um sjálfan sig heldur eitthvað mun stærra. Það gerir tilganginn svo ótrúlega skemmtilegan og áhugaverðan að vera kominn svona langt í Evrópu. Það er eitthvað sem við viljum upplifað aftur og aftur og fara sem lengst,“ sagði Oliver en hversu mikla möguleika eiga Blikar í kvöld? Gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum „Við skulum byrja á því að skora eitt mark og svo ætlum við að skora annað. Svo ætlum við að reyna að vinna þessa gæja. Það verður ótrúlegt erfitt og þetta verður þungt,“ sagði Oliver. „Þeir eru ótrúlega góðir en við sem Íslendingar höfum aldrei gefist upp og ég held að það sé kosturinn okkar að við erum stundum ekki nógu gáfuð til að vita hversu erfið verkefnin eru. Það er gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum. Við sjáum ekki hindranir fyrir framan okkur og það er það sem þessi hópur er með í dag. Við ætlum gera okkar allra besta til að vinna leikinn,“ sagði Oliver. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir ofan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
FCK vann fyrri leikinn með tveimur mörkum í Kópavogi og eru því í góðum málum en Blikarnir ætla að stríða þeim í kvöld og fyrsta markið í leiknum gæti breytt miklu. Oliver fór yfir leikinn og væntanlegt kvöld á Parken í viðtali á Instagram síðu Breiðabliks. Rosaleg mannvirki „Það er frábær tilfinning að vera kominn hingað á Parken. Þetta er rosalegt mannvirki og vonandi verða bara margir áhorfendur og að þetta verði skemmtileg upplifun fyrir alla Blika. Þá sem eru inn á vellinum og líka þá upp í stúku,“ sagði Oliver Sigurjónsson. Það eru á milli þrjú til fjögur hundruð Blikar væntanlegir á leikinn í kvöld. „Þeir segja að þetta verði á bilinu tuttugu til þrjátíu þúsund manns sem mæti á leikinn í heildina og ég veit ekki betur en þetta sé einn fjölmennastir leikur sem Blikastuðningsmenn í útlöndum hafa mætt á,“ sagði Oliver. Byrja á því að skora fyrsta markið „Ég vona að við getum öll upplifað þetta, inn á vellinum og upp í stúku. Þessi gífurlegu læti sem er búist við. Svo vonandi getum við byrjað á því að skora fyrsta markið,“ sagði Oliver. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Það væri ekkert eðlilega gaman að heyra völlinn þagna og heyra svo nokkra stráka fagna á vellinum ásamt þrjú til fjögur hundruð stuðningsmönnum fagnandi í stúkunni,“ sagði Oliver en hversu skemmtilegt er þetta Evrópuævintýri? „Þetta er eitthvað sem maður vill gera og eitthvað sem maður er að æfa sig fyrir. Maður hefur lagt upp með það frá því að maður var lítill að geta upplifað eitthvað svona. Það gerir mann stoltan og glaðan að geta gert það með Breiðabliki, sínum klúbbi,“ sagði Oliver. „Maður getur augljóslega séð hvað það eru margir uppaldir í liðinu á því hvað hjartað er á réttum stað. Menn eru ekki bara að hugsa um sjálfan sig heldur eitthvað mun stærra. Það gerir tilganginn svo ótrúlega skemmtilegan og áhugaverðan að vera kominn svona langt í Evrópu. Það er eitthvað sem við viljum upplifað aftur og aftur og fara sem lengst,“ sagði Oliver en hversu mikla möguleika eiga Blikar í kvöld? Gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum „Við skulum byrja á því að skora eitt mark og svo ætlum við að skora annað. Svo ætlum við að reyna að vinna þessa gæja. Það verður ótrúlegt erfitt og þetta verður þungt,“ sagði Oliver. „Þeir eru ótrúlega góðir en við sem Íslendingar höfum aldrei gefist upp og ég held að það sé kosturinn okkar að við erum stundum ekki nógu gáfuð til að vita hversu erfið verkefnin eru. Það er gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum. Við sjáum ekki hindranir fyrir framan okkur og það er það sem þessi hópur er með í dag. Við ætlum gera okkar allra besta til að vinna leikinn,“ sagði Oliver. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir ofan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn