„Þurfum greinilega að gera betur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2023 20:48 Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um óánægju áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins vera mætt aftur, það er félagið sem kvartar og kvartar en geri aldrei neitt. Bryndís Haraldsdóttir ræddi ólgu innan flokks síns í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru áhrifamenn innan flokksins sem hafa stigið fram og viljað sjá okkur gera betur og ég bara tek það til mín sem þingmaður flokksins. Við þurfum greinilega að gera betur,“ segir Bryndís. „Því er ekki að leyna að við erum í sérstöku stjórnarsamstarfi þar sem við fáum ekki öll okkar mál í gegn. Við verðum samt að mun að ná mikilvægum málum í gegn, bara á síðustu árum. Meðal annars útlendingamálið margumrædda sem fór of seint í gegn. Við eigum eftir að sjá áhrif þess koma fram í stjórnkerfinu.“ Hún nefnir einnig rammaáætlun sem hafi verið samþykkt. Hún segir vit í stjórnarsamstarfinu en vill að flokkurinn standi sig betur til að tryggja „sjálfstæðisstefnuna“. Hvernig er hægt að lægja öldurnar? „Ég veit ekki hvort við þurfum að nota orðin „lægja öldurnar“. Við þurfum að tala saman og tala skýrt. Gera samstarfsflokkum okkar það ljóst að það eru nokkur mál sem við verðum að ná í gegn og verðum að sameinast um. Talandi um fýlupúkafélag þá er ég nú meira í bjartsýnisfélaginu og ég hef bara fulla trú á því að við í meirihlutanum getum náð utan um þessi verkefni,“ segir Bryndís að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um óánægju áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins vera mætt aftur, það er félagið sem kvartar og kvartar en geri aldrei neitt. Bryndís Haraldsdóttir ræddi ólgu innan flokks síns í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru áhrifamenn innan flokksins sem hafa stigið fram og viljað sjá okkur gera betur og ég bara tek það til mín sem þingmaður flokksins. Við þurfum greinilega að gera betur,“ segir Bryndís. „Því er ekki að leyna að við erum í sérstöku stjórnarsamstarfi þar sem við fáum ekki öll okkar mál í gegn. Við verðum samt að mun að ná mikilvægum málum í gegn, bara á síðustu árum. Meðal annars útlendingamálið margumrædda sem fór of seint í gegn. Við eigum eftir að sjá áhrif þess koma fram í stjórnkerfinu.“ Hún nefnir einnig rammaáætlun sem hafi verið samþykkt. Hún segir vit í stjórnarsamstarfinu en vill að flokkurinn standi sig betur til að tryggja „sjálfstæðisstefnuna“. Hvernig er hægt að lægja öldurnar? „Ég veit ekki hvort við þurfum að nota orðin „lægja öldurnar“. Við þurfum að tala saman og tala skýrt. Gera samstarfsflokkum okkar það ljóst að það eru nokkur mál sem við verðum að ná í gegn og verðum að sameinast um. Talandi um fýlupúkafélag þá er ég nú meira í bjartsýnisfélaginu og ég hef bara fulla trú á því að við í meirihlutanum getum náð utan um þessi verkefni,“ segir Bryndís að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent