Risastórir gulir Crocs skór Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2023 14:44 Crocs-skórnir frá MSCHF eru gulir og risastórir. MSCHF Listahópurinn MSCHF hefur vakið töluverða athygli á síðustu árum fyrir óvenjulegar vörur sínar sem eru oftar en ekki ádeila á tísku og fleira. Nýjasta varan frá hópnum er gerð í samstarfi við skóframleiðandann Crocs en um er að ræða risastóra gula Crocs skó. Gabriel Whaley er forstjóri MSCHF en hann stofnaði hópinn árið 2016. Tveimur árum síðar kom fyrsta verk hópsins út undir nafninu The Persistence of Chaos en um var að ræða tíu ára gamla fartölvu með sex mismunandi vírusum. Verkið var selt á rúmlega 1,34 milljónir dollara í maí árið 2019. Það samsvarar rúmlega tvö hundruð milljónum í íslenskum krónum á verðlagi dagsins í dag. Guo O Dong, listamaðurinn sem var í forsvari fyrir verkið furðaði sig á því hversu mikið það kostaði. Hann sagðist annað hvort ætla að brenna peninginn eða nota hann í annað listaverk. Tölvan sem um ræðir.MSCHF Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. MSCHF vekur reglulega athygli fyrir vörur á borð við óskýran skúlptúr af peningastafla, WD-40 ilmvatn og ýmsa skó. Hópurinn hefur fengið á sig kærur frá skóframleiðendum á borð við Nike og Vans fyrir að herma eftir hönnunum þeirra. Þessir skór minna óneitanlega á klassísku Vans skóna. MSCHF varaði fólk við að klæðast skónum og sagðist ekki taka ábyrgð á meiðslum, andláti eða skemmdum sem gætu fylgt því að klæðast þeim.MSCHF Nú virðist þó vera sem hópurinn sé búinn að læra af því að herma bara eftir öðrum vörum án samþykkis því hann hefur hafið samstarf við skófyrirtækið Crocs. Um er að ræða nýja útgáfu af öðrum skóm sem MSCHF gaf út í fyrra. Risastóru rauðu skórnir voru áberandi þegar þeir komu út.MSCHF Þá var um að ræða risastóra rauða skó eins og þá sem sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Í þetta skipti eru skórnir gulir og með holum og öðrum kennimerkjum Crocs skóna. Þau sem eru áhugasöm um að nálgast eintak af skónum geta skráð sig á biðlista á vefsíðu MSCHF. Paris Hilton er í aðalhlutverki í markaðsefni fyrir skóna.MSCHF Victoria Beckham, fatahönnuður og fyrrverandi kryddpía, virðist vera hrifin af skónum en hún birti mynd af sér í þeim í hringrás (e. story) á samfélagsmiðlinum Instagram í gær. Eflaust má búast við því að fleira frægt fólk birti mynd af sér í skónum en stjörnur á borð við Lil Wayne, Diplo, Janelle Monáe og fleiri klæddust rauðu gerðinni á sínum tíma. Victoria Beckham klæddis risastóru Crocs-skónum.Instagram Tíska og hönnun Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Gabriel Whaley er forstjóri MSCHF en hann stofnaði hópinn árið 2016. Tveimur árum síðar kom fyrsta verk hópsins út undir nafninu The Persistence of Chaos en um var að ræða tíu ára gamla fartölvu með sex mismunandi vírusum. Verkið var selt á rúmlega 1,34 milljónir dollara í maí árið 2019. Það samsvarar rúmlega tvö hundruð milljónum í íslenskum krónum á verðlagi dagsins í dag. Guo O Dong, listamaðurinn sem var í forsvari fyrir verkið furðaði sig á því hversu mikið það kostaði. Hann sagðist annað hvort ætla að brenna peninginn eða nota hann í annað listaverk. Tölvan sem um ræðir.MSCHF Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. MSCHF vekur reglulega athygli fyrir vörur á borð við óskýran skúlptúr af peningastafla, WD-40 ilmvatn og ýmsa skó. Hópurinn hefur fengið á sig kærur frá skóframleiðendum á borð við Nike og Vans fyrir að herma eftir hönnunum þeirra. Þessir skór minna óneitanlega á klassísku Vans skóna. MSCHF varaði fólk við að klæðast skónum og sagðist ekki taka ábyrgð á meiðslum, andláti eða skemmdum sem gætu fylgt því að klæðast þeim.MSCHF Nú virðist þó vera sem hópurinn sé búinn að læra af því að herma bara eftir öðrum vörum án samþykkis því hann hefur hafið samstarf við skófyrirtækið Crocs. Um er að ræða nýja útgáfu af öðrum skóm sem MSCHF gaf út í fyrra. Risastóru rauðu skórnir voru áberandi þegar þeir komu út.MSCHF Þá var um að ræða risastóra rauða skó eins og þá sem sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Í þetta skipti eru skórnir gulir og með holum og öðrum kennimerkjum Crocs skóna. Þau sem eru áhugasöm um að nálgast eintak af skónum geta skráð sig á biðlista á vefsíðu MSCHF. Paris Hilton er í aðalhlutverki í markaðsefni fyrir skóna.MSCHF Victoria Beckham, fatahönnuður og fyrrverandi kryddpía, virðist vera hrifin af skónum en hún birti mynd af sér í þeim í hringrás (e. story) á samfélagsmiðlinum Instagram í gær. Eflaust má búast við því að fleira frægt fólk birti mynd af sér í skónum en stjörnur á borð við Lil Wayne, Diplo, Janelle Monáe og fleiri klæddust rauðu gerðinni á sínum tíma. Victoria Beckham klæddis risastóru Crocs-skónum.Instagram
Tíska og hönnun Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira