Negla Damirs kom Gísla ekki á óvart: Hef séð þetta nokkrum sinnum áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 10:31 Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson í viðtali eftir sigurinn á Shamrock Rovers í gær. breidablik_fotbolti Kristinn Steindórsson og Gísla Eyjólfsson mættu í viðtal eftir 1-0 sigur Breiðabliks á írska félaginu Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Blikarnir eru í mjög góðum málum eftir þessa flottu frammistöðu og skrefi nær því að fá að mæta FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Breiðablik setti viðtal við þá Kristinn og Gísla inn á samfélagsmiðla en það var tekið á vellinum rétt eftir leik. Finna kraft í Evrópuleikjum „Okkur leið bara vel eins og okkur líður yfirleitt þegar við spilum Evrópuleiki. Við finnum einhvern kraft og einhvern rytma. Við getum leitað í einhvers konar reynslu núna sem hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Kristinn Steindórsson sem hrósaði líka stuðningsfólki Blika í stúkunni sem var duglegt að hvetja strákana áfram. „Mér leið bara eins og ég væri á heimavelli,“ sagði Kristinn. Var þetta erfiðara en þeir héldu eða eins og þeir bjuggust við? Voru yfir á öllum vígstöðvum fyrsta hálftímann „Mér fannst þeir halda boltanum virkilega vel og við vorum ekki ná að klukkan þá nógu mikið eins og við vildum gera í síðari hálfleik. Við byrjuðum vel og fyrsta hálftímann fannst mér við vera yfir á öllum vígstöðvum,“ sagði Gísla Eyjólfsson. Klippa: Geggjað mark hjá Damir á móti Shamrock Rovers Blikar náðu að halda út eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum og það var gríðarlega mikilvægt að halda markinu hreinu sem þýddi að markið hans Damirs nægði til sigurs. Hvað var planið ef að þeir lentu í meiri vandræðum? „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við föllum aðeins til baka en höldum áfram að gera svipaða hluti, kannski bara aðeins neðar á vellinum. Bara þrauka,“ sagði Kristinn. Blikar hefðu vilja skorað fleiri mörk og koma sér í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn. Áttu Blikar að skora fleiri mörk? Pínu ragir „Mér fannst við vera pínu ragir á síðasta þriðjungnum því við fengum klárlega tækifæri til að koma okkur í aðeins betri færi. Það hefði verið gott að fá fleiri mörk inn í þetta,“ sagði Gísli. Hvernig var að sjá skotið hans Damirs syngja í netinu? „Maður hefur séð þetta nokkrum sinnum áður og þannig að þetta kom manni ekki allt of mikið á óvart,“ sagði Gísli brosandi. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku. Hvað gera Blikarnir þá? „Meira af því sama nema að við erum á heimavelli og gerum það þá betur,“ sagði Kristinn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Blikarnir eru í mjög góðum málum eftir þessa flottu frammistöðu og skrefi nær því að fá að mæta FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. Breiðablik setti viðtal við þá Kristinn og Gísla inn á samfélagsmiðla en það var tekið á vellinum rétt eftir leik. Finna kraft í Evrópuleikjum „Okkur leið bara vel eins og okkur líður yfirleitt þegar við spilum Evrópuleiki. Við finnum einhvern kraft og einhvern rytma. Við getum leitað í einhvers konar reynslu núna sem hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Kristinn Steindórsson sem hrósaði líka stuðningsfólki Blika í stúkunni sem var duglegt að hvetja strákana áfram. „Mér leið bara eins og ég væri á heimavelli,“ sagði Kristinn. Var þetta erfiðara en þeir héldu eða eins og þeir bjuggust við? Voru yfir á öllum vígstöðvum fyrsta hálftímann „Mér fannst þeir halda boltanum virkilega vel og við vorum ekki ná að klukkan þá nógu mikið eins og við vildum gera í síðari hálfleik. Við byrjuðum vel og fyrsta hálftímann fannst mér við vera yfir á öllum vígstöðvum,“ sagði Gísla Eyjólfsson. Klippa: Geggjað mark hjá Damir á móti Shamrock Rovers Blikar náðu að halda út eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum og það var gríðarlega mikilvægt að halda markinu hreinu sem þýddi að markið hans Damirs nægði til sigurs. Hvað var planið ef að þeir lentu í meiri vandræðum? „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við föllum aðeins til baka en höldum áfram að gera svipaða hluti, kannski bara aðeins neðar á vellinum. Bara þrauka,“ sagði Kristinn. Blikar hefðu vilja skorað fleiri mörk og koma sér í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn. Áttu Blikar að skora fleiri mörk? Pínu ragir „Mér fannst við vera pínu ragir á síðasta þriðjungnum því við fengum klárlega tækifæri til að koma okkur í aðeins betri færi. Það hefði verið gott að fá fleiri mörk inn í þetta,“ sagði Gísli. Hvernig var að sjá skotið hans Damirs syngja í netinu? „Maður hefur séð þetta nokkrum sinnum áður og þannig að þetta kom manni ekki allt of mikið á óvart,“ sagði Gísli brosandi. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku. Hvað gera Blikarnir þá? „Meira af því sama nema að við erum á heimavelli og gerum það þá betur,“ sagði Kristinn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira