„Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2023 23:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik sigraði Shamrock Rovers með einu marki gegn engu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og halda heim á Kópavogsvöll með forystuna fyrir seinni leikinn í einvíginu. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með þennan sterka útisigur. Hann segir góða byrjun á leiknum hafa lagt grunninn að sigrinum í kvöld. „Ég er bara mjög sáttur með úrslitin, sáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik, hún var frábær og lagði grunninn að sigrinum. Svo þurftum við aðeins að þjást og verjast í seinni hálfleik, sem var viðbúið á móti jafn öflugu liði og vel spilandi eins og Shamrock er,“ segir Óskar. Shamrock er sigursælasta lið Írlands og komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið spilaði sjö heimaleiki í Evrópukeppnum á síðasta tímabili og tapaði aðeins einum. „Við höfum oft spilað vel í Evrópuleikjum á móti sterkum liðum en úrslitin hafa ekki alltaf fylgt frammistöðunni, í dag gerðist það og það er auðvitað bara gleðilegt. Þetta er erfiður útivöllur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað í Evrópuleikjum og sækja sigur,“ segir Óskar. Liðið spilar ólíkan fótbolta frá því sem þekkist af Írlandi, beita mikilli hápressu, með fimm manna varnarlínu og reyna oftar en ekki að spila sig út frá aftasta manni. Óskar segir mikilvægt að vera sjálfum sér trúr, sama hver andstæðingurinn er. „Við reyndum bara að vera trúir því sem við erum, halda í okkar sjálfsmynd sem fótboltalið. Það er að pressa þegar við erum ekki með boltann og halda honum þegar við erum með hann, vera rólegir og reyna að hafa stjórn á leiknum. Mér fannst það ganga vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik lentum við í smá eltingaleik og menn voru orðnir þreyttir í endann. Auðvitað bara gleðilegt og sennilega þroskamerki á liðinu að við lendum aðeins undir í seinni hálfleik en náum samt einhvern veginn að klára leikinn,“ segir Óskar. Blikarnir byrjuðu leikinn einmitt af gríðarlegum krafti og komst yfir í fyrri hálfleik eftir mörg hættuleg færi. Getur verið að það hafi komið Shamrock mönnum á óvart hversu vel spilandi Breiðabliks liðið er? „Ég efast um það, þeir eru búnir að sjá fullt af leikjum og undirbúa sig vel. Þeir taka áhættu á að spila einum sínum besta manni sem er búinn að vera meiddur, Jack Byrne, þeir hvíla engann og fara í þennan leik vitandi það að við erum ágætis lið. Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur en kannski bjuggust þeir ekki við okkur svona aggressívum,“ segir Óskar. Seinni leikur viðureignarinnar fer fram eftir slétta viku. Sigurvegari þessa einvígis mætir svo FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. „Við áttum okkur á því að við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur, þetta er bara fyrri hálfleikur og við eigum seinni leikinn eftir. Þó hann sé á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel þá þurfum við að eiga enn betri leik þar til að fara áfram,“ segir Óskar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
„Ég er bara mjög sáttur með úrslitin, sáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik, hún var frábær og lagði grunninn að sigrinum. Svo þurftum við aðeins að þjást og verjast í seinni hálfleik, sem var viðbúið á móti jafn öflugu liði og vel spilandi eins og Shamrock er,“ segir Óskar. Shamrock er sigursælasta lið Írlands og komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið spilaði sjö heimaleiki í Evrópukeppnum á síðasta tímabili og tapaði aðeins einum. „Við höfum oft spilað vel í Evrópuleikjum á móti sterkum liðum en úrslitin hafa ekki alltaf fylgt frammistöðunni, í dag gerðist það og það er auðvitað bara gleðilegt. Þetta er erfiður útivöllur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað í Evrópuleikjum og sækja sigur,“ segir Óskar. Liðið spilar ólíkan fótbolta frá því sem þekkist af Írlandi, beita mikilli hápressu, með fimm manna varnarlínu og reyna oftar en ekki að spila sig út frá aftasta manni. Óskar segir mikilvægt að vera sjálfum sér trúr, sama hver andstæðingurinn er. „Við reyndum bara að vera trúir því sem við erum, halda í okkar sjálfsmynd sem fótboltalið. Það er að pressa þegar við erum ekki með boltann og halda honum þegar við erum með hann, vera rólegir og reyna að hafa stjórn á leiknum. Mér fannst það ganga vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik lentum við í smá eltingaleik og menn voru orðnir þreyttir í endann. Auðvitað bara gleðilegt og sennilega þroskamerki á liðinu að við lendum aðeins undir í seinni hálfleik en náum samt einhvern veginn að klára leikinn,“ segir Óskar. Blikarnir byrjuðu leikinn einmitt af gríðarlegum krafti og komst yfir í fyrri hálfleik eftir mörg hættuleg færi. Getur verið að það hafi komið Shamrock mönnum á óvart hversu vel spilandi Breiðabliks liðið er? „Ég efast um það, þeir eru búnir að sjá fullt af leikjum og undirbúa sig vel. Þeir taka áhættu á að spila einum sínum besta manni sem er búinn að vera meiddur, Jack Byrne, þeir hvíla engann og fara í þennan leik vitandi það að við erum ágætis lið. Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur en kannski bjuggust þeir ekki við okkur svona aggressívum,“ segir Óskar. Seinni leikur viðureignarinnar fer fram eftir slétta viku. Sigurvegari þessa einvígis mætir svo FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. „Við áttum okkur á því að við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur, þetta er bara fyrri hálfleikur og við eigum seinni leikinn eftir. Þó hann sé á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel þá þurfum við að eiga enn betri leik þar til að fara áfram,“ segir Óskar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira