Þjálfari Sirius notaði áhugaverða aðferð til að koma skilaboðum til Óla Vals Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júlí 2023 10:30 Óli Valur gekk til liðs við Sirius í fyrra og skrifaði undir samning til ársins 2027. Twittersíða IK Sirius Óli Valur Ómarsson leikur með Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þjálfari liðsins nýtti sér nokkuð frumlega aðferð til að koma skilaboðum inn á völlinn til Óla Vals í síðasta leik. Óli Valur gekk til liðs við Sirius frá Stjörnunni í júlí í fyrra. Hann er aðeins tvítugur að aldri og heillaði með frammistöðu sinni í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Óli Valur hefur verið frá vegna meiðsla á tímabilinu til þessa og lék sinn fyrsta leik fyrir Sirius á sunnudag þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi gegn Hammarby. Hann kom af bekknum á 70. mínútu og skömmu síðar þurftu þjálfarar Sirius að koma skilaboðum áleiðis til Óla Vals þegar Hammarby fékk hornspyrnu. Á myndbandi sem deilt var af Discovery+ á Twitter sjást þjálfarar Sirius ræða saman og mundar annar þeirra skilti sem notað er til að sýna númer leikmanna þegar gerðar eru skiptingar. Annar þjálfarinn breytir síðan númerinu á skiltinu og byrjar að kalla inn á völlinn til Óla Vals. Siriusbänken jobbar markeringstavla vid defensiva fasta situationer pic.twitter.com/BUf6URnDdF— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 9, 2023 Á skiltinu voru númerin 12, sem Óli Valur er með á bakinu, og svo númerið 33 sem var númerið á þeim leikmanni sem þjálfararnir vildu að Óli Valur myndi dekka í horninu Ansi frumleg aðferð til að koma skilaboðum áleiðis en þjálfararnir höfðu tekið eftir að misskilningur varð í dekkingu varnarmanna Sirius. Sirius situr í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar deildin er tæplega hálfnuð. Aron Bjarnason hefur leikið með liðinu síðan árið 2021. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Óli Valur gekk til liðs við Sirius frá Stjörnunni í júlí í fyrra. Hann er aðeins tvítugur að aldri og heillaði með frammistöðu sinni í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Óli Valur hefur verið frá vegna meiðsla á tímabilinu til þessa og lék sinn fyrsta leik fyrir Sirius á sunnudag þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi gegn Hammarby. Hann kom af bekknum á 70. mínútu og skömmu síðar þurftu þjálfarar Sirius að koma skilaboðum áleiðis til Óla Vals þegar Hammarby fékk hornspyrnu. Á myndbandi sem deilt var af Discovery+ á Twitter sjást þjálfarar Sirius ræða saman og mundar annar þeirra skilti sem notað er til að sýna númer leikmanna þegar gerðar eru skiptingar. Annar þjálfarinn breytir síðan númerinu á skiltinu og byrjar að kalla inn á völlinn til Óla Vals. Siriusbänken jobbar markeringstavla vid defensiva fasta situationer pic.twitter.com/BUf6URnDdF— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 9, 2023 Á skiltinu voru númerin 12, sem Óli Valur er með á bakinu, og svo númerið 33 sem var númerið á þeim leikmanni sem þjálfararnir vildu að Óli Valur myndi dekka í horninu Ansi frumleg aðferð til að koma skilaboðum áleiðis en þjálfararnir höfðu tekið eftir að misskilningur varð í dekkingu varnarmanna Sirius. Sirius situr í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar deildin er tæplega hálfnuð. Aron Bjarnason hefur leikið með liðinu síðan árið 2021.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira