Fótbolti

„Tyrkneski Messi“ genginn í raðir Real Madrid

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arda Güler er genginn í raðir Real Madrid.
Arda Güler er genginn í raðir Real Madrid. Oscar J. Barroso / AFP7 via Getty Images

Hinn 18 ára gamli Arda Güler, sem stundum hefur verið nefndur „tyrkneski Messi,“ er genginn í raðir spænska stórveldisins Real Madrid frá Fenerbache.

Güler skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid, en hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Fenerbache aðein 16 ára gamall og lagði upp mark í þeim leik.

Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur fjögur á síðasta tímabili í Tyrklandi og átti stóran þátt í bikarsigri Fenerbache. Þá varð hann yngsti markaskorari tyrkneska landsliðsins frá upphafi í síðasta mánuði.

Güler hefur lengi verið orðaður við mörg af stórliðum Evrópu á borð við Arsenal, Manchester United, Newcastle, Bayern München og Paris Saint-Germain. Nú er það þó orðið ljóst að hann mun leik með Real Madrid næstu árin.

Talið er að Madrídingar greiði um 20 milljónir evra fyrir leikmanninn, en það samsvarar tæplega sjö milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×