„Hann er bara helvíti sprækur,“ segir Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri Skagafjarðahafna, í samtali við Vísi. „Hann er bara að slaka á og njóta lífsins. Láta fólk fylgjast með sér. Ég held að hann sé með einhverja sýniþörf,“ segir Dagur Þór.
Rostungurinn kom fyrst í höfnina á föstudaginn en lét sig svo hverfa. Hann mætti svo aftur stuttlega á mánudaginn og svo í þriðja skipti í morgun.
Dagur segir að skemmtiferðaskip séu nú stödd í Skagafirðinum svo ferðamenn eiga tækifæri að sjá rostunginn. Þó sé búið að girða af bryggjuna til að koma í veg fyrir að fólk fari of nálægt rostungnum, enda varasöm dýr.
Viggó Jónsson og Gunnar Traustason náðu myndunum af rostungnum sem fylgja fréttinni.



