Dóttirin vill senda Eto’o í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 09:31 Samuel Eto’o hefur unnið að samfélagsmálum fyrir FIFA Foundation í heimalandi sínu Kamerún. Vandamál hans í dag eru hins vegar á Spáni. Getty/Maja Hitij Samuel Eto'o virðist hreinlega elta uppi vandræðin eða kannski elta vandræðin hann. Nú er hann kominn aftur í fréttirnar og að þessu sinni fyrir að koma illa fram við dóttur sína. Dóttir Eto'o vill senda Eto’o í fangelsi fyrir að standa ekki við skuldbindingar sína varðandi meðlagsgreiðslur. „Hann heldur áfram að brjóta lögin,“ sagði dóttirin sem heitir Erika Do Rosario Nieves og er nú 22 ára gömul. Erika kom í heiminn eftir að Eto'o var í sambandi við móður hennar þegar hann var hjá Real Madrid frá 1997 til 2000. Instagram/Sportbladet Hann afneitaði henni strax og það þurfti faðernismál fyrir dómstólum til að sanna það að hann væri í raun faðir hennar. Dómstóllinn ákvað að Eto'o þyrfti að greiða meðlag upp á 1400 evrur á mánuði fyrir síðustu fimm ár. Hann hefur ekki gert það en þetta eru um 209 þúsund krónur á mánuði. „Hann skuldar samtals níutíu þúsund evrur og heldur áfram að brjóta lögin. Erika á erfitt með að ná endum saman á meðan Eto'o lifir lúxuslífi,“ Fernando Osuna, lögfræðingur hennar. Skuldin nemur nú 13,4 milljónum íslenskra króna. Samuel Eto'o fue condenado a 22 meses de prisión por fraude fiscal. Tiene avión privado y todo tipo de coches de lujo. Ha sido condenado a reconocer a su hija Erika. Se niega a pagarle la pensión de alimentos. Esta es la realidad detrás de los endiosados futbolistas millonarios. pic.twitter.com/HJjxms8YKt— Fonsi Loaiza (@FonsiLoaiza) July 2, 2023 Eto'o hefur lýst því yfir að hann vilji ekkert með þær mæðgur gera, hvorki móðurina Adileusa eða barnið sitt. „Mér gæti ekki verið meira sama um þær. Mér er skítsama þótt að þær deyi báðar. Látið mig bara í friði,“ sagði Eto'o í viðtali við blaðamann spænska stórblaðsins Marca. Samuel Eto'o var einn besti framherji heims þegar hann var upp á sitt besta og vann marga titla á sínum ferli. Hann skilaði mestu sem framherji Barcelona þar sem hann skoraði 108 mörk í 144 leikjum en hápunkturinn eru eflaust tvö samliggjandi tímabil. Eto'o vann nefnilega þrennuna með spænska félaginu Barcelona 2008-90 og endurtók síðan leikinn með ítalska félaginu Internazionale Milan tímabilið á eftir. Eto'o starfar nú sem stjórnarformaður Knattspyrnusambands Kamerún en á sínum tíma skoraði hann 56 mörk í 118 landsleikjum fyrir Kamerún. Barcelona legend Samuel Eto'o could be facing prison time.He has refused to pay his daughter, Erika de Rosario, a monthly allowance for five years.Last year, a court in Madrid officially recognized Eto'o as the biological father of Erika.https://t.co/o7aGahuDpH— Sports Brief (@sportsbriefcom) July 4, 2023 Kamerún Fótbolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Nú er hann kominn aftur í fréttirnar og að þessu sinni fyrir að koma illa fram við dóttur sína. Dóttir Eto'o vill senda Eto’o í fangelsi fyrir að standa ekki við skuldbindingar sína varðandi meðlagsgreiðslur. „Hann heldur áfram að brjóta lögin,“ sagði dóttirin sem heitir Erika Do Rosario Nieves og er nú 22 ára gömul. Erika kom í heiminn eftir að Eto'o var í sambandi við móður hennar þegar hann var hjá Real Madrid frá 1997 til 2000. Instagram/Sportbladet Hann afneitaði henni strax og það þurfti faðernismál fyrir dómstólum til að sanna það að hann væri í raun faðir hennar. Dómstóllinn ákvað að Eto'o þyrfti að greiða meðlag upp á 1400 evrur á mánuði fyrir síðustu fimm ár. Hann hefur ekki gert það en þetta eru um 209 þúsund krónur á mánuði. „Hann skuldar samtals níutíu þúsund evrur og heldur áfram að brjóta lögin. Erika á erfitt með að ná endum saman á meðan Eto'o lifir lúxuslífi,“ Fernando Osuna, lögfræðingur hennar. Skuldin nemur nú 13,4 milljónum íslenskra króna. Samuel Eto'o fue condenado a 22 meses de prisión por fraude fiscal. Tiene avión privado y todo tipo de coches de lujo. Ha sido condenado a reconocer a su hija Erika. Se niega a pagarle la pensión de alimentos. Esta es la realidad detrás de los endiosados futbolistas millonarios. pic.twitter.com/HJjxms8YKt— Fonsi Loaiza (@FonsiLoaiza) July 2, 2023 Eto'o hefur lýst því yfir að hann vilji ekkert með þær mæðgur gera, hvorki móðurina Adileusa eða barnið sitt. „Mér gæti ekki verið meira sama um þær. Mér er skítsama þótt að þær deyi báðar. Látið mig bara í friði,“ sagði Eto'o í viðtali við blaðamann spænska stórblaðsins Marca. Samuel Eto'o var einn besti framherji heims þegar hann var upp á sitt besta og vann marga titla á sínum ferli. Hann skilaði mestu sem framherji Barcelona þar sem hann skoraði 108 mörk í 144 leikjum en hápunkturinn eru eflaust tvö samliggjandi tímabil. Eto'o vann nefnilega þrennuna með spænska félaginu Barcelona 2008-90 og endurtók síðan leikinn með ítalska félaginu Internazionale Milan tímabilið á eftir. Eto'o starfar nú sem stjórnarformaður Knattspyrnusambands Kamerún en á sínum tíma skoraði hann 56 mörk í 118 landsleikjum fyrir Kamerún. Barcelona legend Samuel Eto'o could be facing prison time.He has refused to pay his daughter, Erika de Rosario, a monthly allowance for five years.Last year, a court in Madrid officially recognized Eto'o as the biological father of Erika.https://t.co/o7aGahuDpH— Sports Brief (@sportsbriefcom) July 4, 2023
Kamerún Fótbolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira