„Kjánalegt“ ef evrópska liðið hunsar kylfinga sem völdu LIV-mótaröðina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júlí 2023 22:31 Graeme McDowell vonast til að sjá LIV-kylfinga í evrópska liðinu í Ryder-bikarnum. Octavio Passos/Getty Images Graeme McDowell, fyrrverandi varafyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum, segir að Evrópumótaröðin, DP World Tour, muni líta kjánalega út ef þeir kylfingar sem skiptu yfir á sádiarabísku LIV-mótaröðina komi ekki til greina í liðið fyrir Ryder-bikarinn í september. Ryder-bikarinn, sem haldinn er annað hvert ár, er líklega vinsælasta golfmót í heimi þar sem bestu kylfingar Evrópu berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna. Spánverjinn Sergio Garcia og Englendingarnir Lee Westwood og Ian Poulter, þrír af betri kylfingum Evrópu, mega þó ekki taka þátt á mótinu eftir að hafa sagt sig frá Evrópumótaröðinni í maí í kjölfar þess að hafa verið sektaðir og settir í bann fyrir að hafa skipt yfir á LIV-mótaröðina. McDowell segir þó að það væri furðuleg ákvörðun að leyfa þeim ekki að taka þátt, sérstaklega í ljósi þess að bandarískir LIV-kylfingar verða mættir til leiks. „Það að hunsa LIV-kylfinga út frá pólitík þegar Bandaríkin verða með sína LIV-kyflinga meikar ekki sens,“ sagði McDowell. „Það lætur Evrópumótaröðina líta kjánalega út.“ Graeme McDowell urges DP World Tour to grant European LIV golfers access to the Ryder Cup 😒https://t.co/K2q3AGbUXF pic.twitter.com/uxG5HS74fZ— Mirror Sport (@MirrorSport) July 5, 2023 Ryder-bikarinn verður haldinn í 44. skipti á Marco Simone vellinum í nágrenni við Róm um mánaðarmótin september-október. McDowell tók sjálfur þátt í mótinu fjórum sinnum með evrópska liðinu þar sem hann og félagar hans fögnuðu sigri í þrígang. Þá var hann varafyrirliði evrópska liðsins í tvígang. „Ég vona að ef einhver af þeim Evrópumönnum sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina sína þannig frammistöðu í sumar að hann eigi skilið sæti í liðinu þá muni landslagið breytast og þeir fái að vera með.“ „Ég held að Sergio Garcia sé núna sá sem er næst því og ég held að evrópska liðið sé betra með hann í liðinu.“ „Maður les um að hann og Rory McIlroy séu búnir að grafa stríðsöxina og ég er ótrúlega glaður að sjá að þeir séu komnir yfir eitthvað sem á ekki að hafa komið upp á milli þeirra.“ Golf Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ryder-bikarinn, sem haldinn er annað hvert ár, er líklega vinsælasta golfmót í heimi þar sem bestu kylfingar Evrópu berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna. Spánverjinn Sergio Garcia og Englendingarnir Lee Westwood og Ian Poulter, þrír af betri kylfingum Evrópu, mega þó ekki taka þátt á mótinu eftir að hafa sagt sig frá Evrópumótaröðinni í maí í kjölfar þess að hafa verið sektaðir og settir í bann fyrir að hafa skipt yfir á LIV-mótaröðina. McDowell segir þó að það væri furðuleg ákvörðun að leyfa þeim ekki að taka þátt, sérstaklega í ljósi þess að bandarískir LIV-kylfingar verða mættir til leiks. „Það að hunsa LIV-kylfinga út frá pólitík þegar Bandaríkin verða með sína LIV-kyflinga meikar ekki sens,“ sagði McDowell. „Það lætur Evrópumótaröðina líta kjánalega út.“ Graeme McDowell urges DP World Tour to grant European LIV golfers access to the Ryder Cup 😒https://t.co/K2q3AGbUXF pic.twitter.com/uxG5HS74fZ— Mirror Sport (@MirrorSport) July 5, 2023 Ryder-bikarinn verður haldinn í 44. skipti á Marco Simone vellinum í nágrenni við Róm um mánaðarmótin september-október. McDowell tók sjálfur þátt í mótinu fjórum sinnum með evrópska liðinu þar sem hann og félagar hans fögnuðu sigri í þrígang. Þá var hann varafyrirliði evrópska liðsins í tvígang. „Ég vona að ef einhver af þeim Evrópumönnum sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina sína þannig frammistöðu í sumar að hann eigi skilið sæti í liðinu þá muni landslagið breytast og þeir fái að vera með.“ „Ég held að Sergio Garcia sé núna sá sem er næst því og ég held að evrópska liðið sé betra með hann í liðinu.“ „Maður les um að hann og Rory McIlroy séu búnir að grafa stríðsöxina og ég er ótrúlega glaður að sjá að þeir séu komnir yfir eitthvað sem á ekki að hafa komið upp á milli þeirra.“
Golf Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira