Breiðablik og Ísland í aðalhlutverki í stórri grein á ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 08:02 Hér má sjá fyrirsögnina og aðalmyndina á fréttinni á ESPN vefnum. Skjámynd/ESPN ESPN gefur lesendum sínum sína upplifun af Meistaradeildarleikjunum sem fóru fram í Kópavogi á dögunum. Ræddu meðal annars við einn svekktan leikmann sem fékk ekki að heyra Meistaradeildarlagið fyrir rassskellinn á móti Blikum. Meistaradeildin í fótbolta 2023-24 er farin af stað en hún hófst í ár með for-forkeppni á Kópavogsvellinum í síðustu viku. Blikar tryggði sér sæti í forkeppninni með sannfærandi hætti, fyrst sögulega stórum 7-1 sigri á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitunum og svo 5-0 sigri á Buducnost frá Svartfjallalandi í úrslitaleiknum. ESPN mætti til Íslands og í Kópavoginn og fjallaði um fyrstu leiki keppninnar í ár. Blaðamaðurinn Mark Ogden hefur nú skilað inn athyglisverði grein um leikina og heimsókn sína til Íslands. Greinin hófst á stuttu viðtali við Antonio Barretta hjá Tre Penne sem var að upplifa æskudrauminn sinn að skora í Meistaradeildinni en hann skoraði mark liðsins í 7-1 tapinu á móti Blikum. „Það olli smá vonbrigðum að fá ekki að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leikinn. Ég held að UEFA ætti að laga það fyrir okkur en engu að síður var það mjög góð tilfinning að skora í Meistaradeildinni,“ sagði Antonio Barretta. Ogden ræðir við leikmenn úr liðunum og fer yfir aðstæður bæði á Kópavogsvelli og á hinu dýra Íslandi. Það er farið yfir hvað það kostaði liðin að koma og gista á Íslandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, talaði um þá ótrúlegu reynslu að fá að taka þátt í Evrópukeppni og um muninn á liðunum frá litlu þjóðunum og þeim stærri og sterkari. Ogden ræðir einnig við Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sem fór á kostum í þessum tveimur leikjum. Höskuldur segir þar að fótboltinn sé hans aðalstarf en að hann sinni einnig bakarastörfum í kringum hátíðirnar. Það má sjá lesa þessi viðtöl sem og lýsingu á heimsókninni til Íslands með því að smella hér. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Meistaradeildin í fótbolta 2023-24 er farin af stað en hún hófst í ár með for-forkeppni á Kópavogsvellinum í síðustu viku. Blikar tryggði sér sæti í forkeppninni með sannfærandi hætti, fyrst sögulega stórum 7-1 sigri á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitunum og svo 5-0 sigri á Buducnost frá Svartfjallalandi í úrslitaleiknum. ESPN mætti til Íslands og í Kópavoginn og fjallaði um fyrstu leiki keppninnar í ár. Blaðamaðurinn Mark Ogden hefur nú skilað inn athyglisverði grein um leikina og heimsókn sína til Íslands. Greinin hófst á stuttu viðtali við Antonio Barretta hjá Tre Penne sem var að upplifa æskudrauminn sinn að skora í Meistaradeildinni en hann skoraði mark liðsins í 7-1 tapinu á móti Blikum. „Það olli smá vonbrigðum að fá ekki að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leikinn. Ég held að UEFA ætti að laga það fyrir okkur en engu að síður var það mjög góð tilfinning að skora í Meistaradeildinni,“ sagði Antonio Barretta. Ogden ræðir við leikmenn úr liðunum og fer yfir aðstæður bæði á Kópavogsvelli og á hinu dýra Íslandi. Það er farið yfir hvað það kostaði liðin að koma og gista á Íslandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, talaði um þá ótrúlegu reynslu að fá að taka þátt í Evrópukeppni og um muninn á liðunum frá litlu þjóðunum og þeim stærri og sterkari. Ogden ræðir einnig við Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sem fór á kostum í þessum tveimur leikjum. Höskuldur segir þar að fótboltinn sé hans aðalstarf en að hann sinni einnig bakarastörfum í kringum hátíðirnar. Það má sjá lesa þessi viðtöl sem og lýsingu á heimsókninni til Íslands með því að smella hér.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira