Shearer býðst til að keyra Kane sjálfur til München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 10:00 Alan Shearer hefur starfað mikið í sjónvarpi sem knattspyrnusérfræðingur eftir að skórnir fóru upp á hillu. Getty/Catherine Ivill Alan Shearer hefur skorað mest allra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og hefur átt það met í nokkra áratugi. Nú nálgast hins vegar einn maður metið. Harry Kane er kominn með 213 mörk og er nú 47 mörkum frá metinu sem er 260 mörk. Kane skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð og gæti náð metinu á næstu tveimur tímabilum. Það hefur aftur á móti verið mikið skrifað og skrafað í sumar um að Kane sé á förum frá Tottenham þótt að félagið sjálft komi aftur og aftur fram og segi að hann sé ekki til sölu. Nú síðast var Kane orðaður við þýsku meistarana í Bayern München og sumar fréttir gengu svo langt að enski landsliðsfyrirliðinn væri búinn að semja um kaup eða kjör. Tottenham á að hafa hafnað einu tilboð en Bæjarar ætla ekki að gefast upp. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fari Kane til Bayern þá er ljóst að metið hans Shearer muni lifa eitthvað lengur og jafnvel um ókomna tíð. Shearer grínaðist um það sjálfur að hann vilji endilega horfa á eftir Kane í þýsku deildina og bauðst meira að segja til að keyra hann frá London til München. „Ef Harry Kane vill ganga til liðs við Bayern þá skal ég keyra andskotans bílinn þangað sjálfur. Ég geri allt til þess að verja metið mitt,“ sagði Alan Shearer við The Athletic. Shearer skoraði mörkin sín í 441 leik en Kane hefur spilað 320 leiki. Kane er því með 0,66 mörk í leik á móti 0,59 hjá Shearer. Kane hefur einmitt skorað 47 mörk á síðustu tveimur tímabilum en það er einmitt sá markafjöldi sem honum vantar til að jafna metið. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Harry Kane er kominn með 213 mörk og er nú 47 mörkum frá metinu sem er 260 mörk. Kane skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð og gæti náð metinu á næstu tveimur tímabilum. Það hefur aftur á móti verið mikið skrifað og skrafað í sumar um að Kane sé á förum frá Tottenham þótt að félagið sjálft komi aftur og aftur fram og segi að hann sé ekki til sölu. Nú síðast var Kane orðaður við þýsku meistarana í Bayern München og sumar fréttir gengu svo langt að enski landsliðsfyrirliðinn væri búinn að semja um kaup eða kjör. Tottenham á að hafa hafnað einu tilboð en Bæjarar ætla ekki að gefast upp. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fari Kane til Bayern þá er ljóst að metið hans Shearer muni lifa eitthvað lengur og jafnvel um ókomna tíð. Shearer grínaðist um það sjálfur að hann vilji endilega horfa á eftir Kane í þýsku deildina og bauðst meira að segja til að keyra hann frá London til München. „Ef Harry Kane vill ganga til liðs við Bayern þá skal ég keyra andskotans bílinn þangað sjálfur. Ég geri allt til þess að verja metið mitt,“ sagði Alan Shearer við The Athletic. Shearer skoraði mörkin sín í 441 leik en Kane hefur spilað 320 leiki. Kane er því með 0,66 mörk í leik á móti 0,59 hjá Shearer. Kane hefur einmitt skorað 47 mörk á síðustu tveimur tímabilum en það er einmitt sá markafjöldi sem honum vantar til að jafna metið.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira