Óskar Hrafn: Evrópuleikir eru þess eðlis að þú verður að bera virðingu fyrir þeim Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 21:31 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson var vitaskuld ánægður með 7-1 sigur Breiðabliks gegn Tre Penne í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann býst við erfiðari leik á föstudag gegn Budućnost Podgorica. Breiðablik vann í kvöld öruggan 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var ánægður með leik síns liðs í kvöld. „Ég er sáttur. Þetta var fagmannleg frammistaða og við getum ekkert kvartað, sjö mörk og mjög góður seinni hálfleikur,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport strax eftir leik í kvöld. „Fyrri hálfleikur, þá hefðum við getað spilað aðeins hraðar og aðeins meira fram á við. Ég ætla ekki að kvarta, þetta var leikur þar sem við höfðum öllu að tapa og þannig lagað ekkert að vinna. Það var þannig fyrir leik að það var langt síðan þeir unnu Evrópuleik þannig að mér fannst menn bera virðingu fyrir verkefninu og ég er ánægður með það.“ Oliver Stefánsson fékk tækifæri í byrjunarliði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn notaði hópinn vel í leiknum í dag en hann gerði töluvert margar breytingar á liðinu síðan í síðasta leik í Bestu deildinni. „Sjö góð mörk og margt jákvætt. Menn sem hafa kannski verið að spila minna fengu dýrmætar mínútur í skrokkinn. Þetta er mjög gott og það er gott að vera kominn í úrslitaleikinn.“ Óskar segist erfitt að fara fram á fleiri mörk en liðið skoraði í kvöld en yfirburðir Blika voru miklir í leiknum. „Nei nei, ég ætla ekkert að fara fram á það. Mér fannst boltinn fljóta vel og í seinni hálfleik þá fórum við fram á við og skrefin hjá þeim þyngdust. Seinni hálfleikur var mjög flottur og við hefðum alveg getað farið betur með færin sem við fengum. Evrópuleikir eru þess eðlis að þú verður að bera virðingu fyrir þeim og þessi sigur er góður og öflugur.“ Á von á jöfnum leik á föstudag Breiðablik mætir eins og áður segir liði Budućnost Podgorica í úrslitaleik um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á föstudag. Óskar Hrafn býst við jöfnum leik en liðin mættust í Evrópukeppninni í fyrra þar sem hart var barist. „Ég sé bara leik sem er 50/50 og ég held þetta verði mjög jafn leikur. Budućnost er með gott lið, þeir eru líkamlega sterkir og kröftugir. Við þurfum að eiga toppleik og það má ekkert út af bregða. Við þurfum að halda einbeitingu í níutíu mínútur og vera orkumiklir.“ Óskar Hrafn bendir þó á þann kost fyrir Blika að lið Podgorica er að mæta aftur til leiks eftir sumarfrí í Svartfjallalandi. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þeir eru að koma eftir sumarfrí þannig að við eigum að vera í betra formi og betra leikformi en þeir. Við þurfum að sjá til þess að það skíni í gegn og eina leiðin til að gera það er að mæta af krafti með fyrsta skrefið öflugt og keyra yfir þá.“ Eftir mikla yfirburði í upphafi leiks í kvöld tókst liði Tre Penne að minnka muninn í 2-1 í fyrri hálfleiknum. Óskar Hrafn sagði óþarfi að einblína á nánast það eina sem fór úrskeiðis í leiknum. „Já, auðvitað er þetta hluti af því sem við töluðum um fyrir leikinn að vera betri í því að dekka inn í teig og koma í veg fyrir fyrirgjafir þannig að það var ekki gott. En það er alls ekki eitthvað sem við ætlum að einblína á og það hefur aldrei verið okkur til hagsbóta að einblína á eina hlutinn sem fór úrskeiðis þannig lagað.“ „Við skorum sjö mörk og fáum á okkur eitt. Við þurfum að vinna í þessu og verða betri og eigum að vera betri í að verjast fyrirgjöfum. Það er bara verkefni sem er endalaust vinna.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld öruggan 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var ánægður með leik síns liðs í kvöld. „Ég er sáttur. Þetta var fagmannleg frammistaða og við getum ekkert kvartað, sjö mörk og mjög góður seinni hálfleikur,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport strax eftir leik í kvöld. „Fyrri hálfleikur, þá hefðum við getað spilað aðeins hraðar og aðeins meira fram á við. Ég ætla ekki að kvarta, þetta var leikur þar sem við höfðum öllu að tapa og þannig lagað ekkert að vinna. Það var þannig fyrir leik að það var langt síðan þeir unnu Evrópuleik þannig að mér fannst menn bera virðingu fyrir verkefninu og ég er ánægður með það.“ Oliver Stefánsson fékk tækifæri í byrjunarliði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn notaði hópinn vel í leiknum í dag en hann gerði töluvert margar breytingar á liðinu síðan í síðasta leik í Bestu deildinni. „Sjö góð mörk og margt jákvætt. Menn sem hafa kannski verið að spila minna fengu dýrmætar mínútur í skrokkinn. Þetta er mjög gott og það er gott að vera kominn í úrslitaleikinn.“ Óskar segist erfitt að fara fram á fleiri mörk en liðið skoraði í kvöld en yfirburðir Blika voru miklir í leiknum. „Nei nei, ég ætla ekkert að fara fram á það. Mér fannst boltinn fljóta vel og í seinni hálfleik þá fórum við fram á við og skrefin hjá þeim þyngdust. Seinni hálfleikur var mjög flottur og við hefðum alveg getað farið betur með færin sem við fengum. Evrópuleikir eru þess eðlis að þú verður að bera virðingu fyrir þeim og þessi sigur er góður og öflugur.“ Á von á jöfnum leik á föstudag Breiðablik mætir eins og áður segir liði Budućnost Podgorica í úrslitaleik um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á föstudag. Óskar Hrafn býst við jöfnum leik en liðin mættust í Evrópukeppninni í fyrra þar sem hart var barist. „Ég sé bara leik sem er 50/50 og ég held þetta verði mjög jafn leikur. Budućnost er með gott lið, þeir eru líkamlega sterkir og kröftugir. Við þurfum að eiga toppleik og það má ekkert út af bregða. Við þurfum að halda einbeitingu í níutíu mínútur og vera orkumiklir.“ Óskar Hrafn bendir þó á þann kost fyrir Blika að lið Podgorica er að mæta aftur til leiks eftir sumarfrí í Svartfjallalandi. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þeir eru að koma eftir sumarfrí þannig að við eigum að vera í betra formi og betra leikformi en þeir. Við þurfum að sjá til þess að það skíni í gegn og eina leiðin til að gera það er að mæta af krafti með fyrsta skrefið öflugt og keyra yfir þá.“ Eftir mikla yfirburði í upphafi leiks í kvöld tókst liði Tre Penne að minnka muninn í 2-1 í fyrri hálfleiknum. Óskar Hrafn sagði óþarfi að einblína á nánast það eina sem fór úrskeiðis í leiknum. „Já, auðvitað er þetta hluti af því sem við töluðum um fyrir leikinn að vera betri í því að dekka inn í teig og koma í veg fyrir fyrirgjafir þannig að það var ekki gott. En það er alls ekki eitthvað sem við ætlum að einblína á og það hefur aldrei verið okkur til hagsbóta að einblína á eina hlutinn sem fór úrskeiðis þannig lagað.“ „Við skorum sjö mörk og fáum á okkur eitt. Við þurfum að vinna í þessu og verða betri og eigum að vera betri í að verjast fyrirgjöfum. Það er bara verkefni sem er endalaust vinna.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira