Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júní 2023 16:43 Gísli Matthías ásamt forsætisráðherrunum um helgina. Facebook Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum. Forsætisráðherrar allra Norðurlandanna auk Kanada mættu til Vestmannaeyja um helgina. Árlegur sumarfundur norrænu forsætisráðherranna fór þar fram en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var sérstakur gestur fundarins að þessu sinni. Gísli tók á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra á veitingastöðunum Slippnum og Næs í Eyjum. Í samtali við fréttastofu segir Gísli að hann sé þakklátur fyrir að þau hafi ákveðið að koma til Vestmannaeyja „Það er ótrúlega gaman að fá svona þjóðarleiðtoga til okkar,“ segir hann. Bráðnaði þegar Trudeau bað um mynd Gísli segir að á svona stundum sé ekki hægt að gera annað en að vera þakklátur fyrir allt. Í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni segir hann hvern og einn starfsmann hafa staðið sig eins og hetju. „Hreinlega allt gekk upp eins og við höfðum ætlað okkur. Það var rosaleg ánægja meðal gesta og líflegar samræður við þjóðarleiðtoganna voru mjög upplyftandi. Þau spurðu og spurðu með mikilli einlægni og voru spennt yfir öllu því sem við höfðum gert og undirbúið fyrir þau.“ Þá segist hann hafa bráðnað þegar Trudeau bað um myndina: “Í enda máltíðarinnar spurði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem ég hef fylgst með lengi og verið mikill aðdáandi að hvort þau mættu ekki fá mynd af sér með mér þá verð ég að viðurkenna að ég bráðnaði smá og sagði; allt í lagi, bara fyrir ykkur!“ Lúxus í nærumhverfinu Leiðtogarnir og fylgdarlið þeirra var boðið upp á sex rétta seðil sem innihélt mikið af hráefnum úr nærumhverfinu. Má þar nefna ostrulauf sem týnd voru í útjaðri eldgossvæisins, þorskroð, gel úr villtri hvönn, svartfuglsegg og rjóma sem sýrður var með nýtíndum grenitoppum. „Ég hef haldið því fram lengi og trúi því heitt og innilega að alvöru lúxus snýst um að tengja fólk við nærumhverfið, sýna væntumþykju við hráefni sem er annaðhvort gleymt eða hefur alltaf verið litið framhjá. Það sem er uppá sitt besta akkúrat þegar það er borið framm og ekki er hægt að fá alltaf.“ Sex rétta seðillinn sem Gísli bauð leiðtogunum og fylgarliði þeirra upp á: Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís „Alvöru lúxus er ekki dýrt kampavín, innfluttur kavíar, andalifur nema þú sért á því svæði á þeim tíma sem það er best. Mér finnst samhengi skipta svo miklu máli.“ Vestmannaeyjar Matur Kanada Íslandsvinir Tengdar fréttir Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira
Forsætisráðherrar allra Norðurlandanna auk Kanada mættu til Vestmannaeyja um helgina. Árlegur sumarfundur norrænu forsætisráðherranna fór þar fram en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var sérstakur gestur fundarins að þessu sinni. Gísli tók á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra á veitingastöðunum Slippnum og Næs í Eyjum. Í samtali við fréttastofu segir Gísli að hann sé þakklátur fyrir að þau hafi ákveðið að koma til Vestmannaeyja „Það er ótrúlega gaman að fá svona þjóðarleiðtoga til okkar,“ segir hann. Bráðnaði þegar Trudeau bað um mynd Gísli segir að á svona stundum sé ekki hægt að gera annað en að vera þakklátur fyrir allt. Í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni segir hann hvern og einn starfsmann hafa staðið sig eins og hetju. „Hreinlega allt gekk upp eins og við höfðum ætlað okkur. Það var rosaleg ánægja meðal gesta og líflegar samræður við þjóðarleiðtoganna voru mjög upplyftandi. Þau spurðu og spurðu með mikilli einlægni og voru spennt yfir öllu því sem við höfðum gert og undirbúið fyrir þau.“ Þá segist hann hafa bráðnað þegar Trudeau bað um myndina: “Í enda máltíðarinnar spurði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem ég hef fylgst með lengi og verið mikill aðdáandi að hvort þau mættu ekki fá mynd af sér með mér þá verð ég að viðurkenna að ég bráðnaði smá og sagði; allt í lagi, bara fyrir ykkur!“ Lúxus í nærumhverfinu Leiðtogarnir og fylgdarlið þeirra var boðið upp á sex rétta seðil sem innihélt mikið af hráefnum úr nærumhverfinu. Má þar nefna ostrulauf sem týnd voru í útjaðri eldgossvæisins, þorskroð, gel úr villtri hvönn, svartfuglsegg og rjóma sem sýrður var með nýtíndum grenitoppum. „Ég hef haldið því fram lengi og trúi því heitt og innilega að alvöru lúxus snýst um að tengja fólk við nærumhverfið, sýna væntumþykju við hráefni sem er annaðhvort gleymt eða hefur alltaf verið litið framhjá. Það sem er uppá sitt besta akkúrat þegar það er borið framm og ekki er hægt að fá alltaf.“ Sex rétta seðillinn sem Gísli bauð leiðtogunum og fylgarliði þeirra upp á: Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís „Alvöru lúxus er ekki dýrt kampavín, innfluttur kavíar, andalifur nema þú sért á því svæði á þeim tíma sem það er best. Mér finnst samhengi skipta svo miklu máli.“
Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís
Vestmannaeyjar Matur Kanada Íslandsvinir Tengdar fréttir Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira
Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45