Með veika móður og einhverfa dóttur en fær ekki hæli Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2023 09:00 Mariangel Garcia hefur dvalið á Íslandi í átta mánuði. Vísir/Dúi Umsókn venesúelskrar konu og einhverfrar dóttur hennar um hæli hér á landi var nýlega hafnað. Hún segir ástandið í heimalandinu mun verra en fólk hér á landi átti sig á. Lágmarksmánaðarlaun þar samsvara fjórum íslenskum krónum í tímakaup. Mariangel kemur frá Venesúela en hún flúði til Íslands fyrir átta mánuðum síðan vegna ástandsins þar í landi. Hún kom hingað með dóttur sinni sem er einhverf og móður sinni sem þjáist að lungnasjúkdómi. Umsókn hennar um hæli hefur þó verið hafnað og verður henni því að öllum líkindum vísað úr landi á næstunni. Hún segir ástandið í Venesúela vera mun verra en fólk geri sér grein fyrir. Hún til að mynda átti þar lítið fyrirtæki en þurfti að loka því eftir að henni fóru að berast líflátshótanir. „Ég átti verslun, litla verslun sem seldi helstu nauðsynjar. Þeir fjárkúguðu mig og ég gat ekki tilkynnt það til lögreglunnar af því þessir sömu lögregluþjónar eru þeir sem hvetja til fjárkúgunarinnar,“ segir Mariangel. Mariangel starfar sem sjálfboðaliði í Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en er menntuð sem hjúkrunarfræðingur. Hún segir að það yrði erfitt fyrir hana að sjá um móður sína yrðu þær sendar aftur til Venesúela en lágmarkslaun þar á mánuði samsvara um sex hundruð og fimmtíu íslenskum krónum. Vinni maður þar í fjörutíu tíma á viku yrði tímakaupið um fjórar krónur. Mariangel hefur eignast marga vini hér á landi. Vísir/Dúi „Launin í Venesúela eru mjög lág, lífsskilyrðin í Venesúela eru mjög slæm,“ segir Mariangel. Hún biðlar til stjórnvalda um að samþykkja umsókn hennar en hún hefur þegar áfrýjað höfnuninni. „Ég, líkt og margir aðrir Venesúelamenn, er búin að vera meira en átta mánuði hér á landi og við höfum reynt að aðlagast. Ég vil ekki vera byrði fyrir þetta land. Ég bið bara um tækifæri til að gefa móður minni og dóttur gott líf,“ segir Mariangel. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Venesúela Reykjanesbær Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Mariangel kemur frá Venesúela en hún flúði til Íslands fyrir átta mánuðum síðan vegna ástandsins þar í landi. Hún kom hingað með dóttur sinni sem er einhverf og móður sinni sem þjáist að lungnasjúkdómi. Umsókn hennar um hæli hefur þó verið hafnað og verður henni því að öllum líkindum vísað úr landi á næstunni. Hún segir ástandið í Venesúela vera mun verra en fólk geri sér grein fyrir. Hún til að mynda átti þar lítið fyrirtæki en þurfti að loka því eftir að henni fóru að berast líflátshótanir. „Ég átti verslun, litla verslun sem seldi helstu nauðsynjar. Þeir fjárkúguðu mig og ég gat ekki tilkynnt það til lögreglunnar af því þessir sömu lögregluþjónar eru þeir sem hvetja til fjárkúgunarinnar,“ segir Mariangel. Mariangel starfar sem sjálfboðaliði í Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en er menntuð sem hjúkrunarfræðingur. Hún segir að það yrði erfitt fyrir hana að sjá um móður sína yrðu þær sendar aftur til Venesúela en lágmarkslaun þar á mánuði samsvara um sex hundruð og fimmtíu íslenskum krónum. Vinni maður þar í fjörutíu tíma á viku yrði tímakaupið um fjórar krónur. Mariangel hefur eignast marga vini hér á landi. Vísir/Dúi „Launin í Venesúela eru mjög lág, lífsskilyrðin í Venesúela eru mjög slæm,“ segir Mariangel. Hún biðlar til stjórnvalda um að samþykkja umsókn hennar en hún hefur þegar áfrýjað höfnuninni. „Ég, líkt og margir aðrir Venesúelamenn, er búin að vera meira en átta mánuði hér á landi og við höfum reynt að aðlagast. Ég vil ekki vera byrði fyrir þetta land. Ég bið bara um tækifæri til að gefa móður minni og dóttur gott líf,“ segir Mariangel.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Venesúela Reykjanesbær Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira