Dæmi um að fólk leiti sér matar í ruslatunnum í Reykjanesbæ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júní 2023 19:35 Anna Valdís Jónsdóttir er varaformaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir/Dúi Allt að fimm hundruð manns mæta í hverri viku til að fá matargjöf hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en stór hluti þeirra eru hælisleitendur. Verkefnastjóri hjálparsamtakanna segir stjórnvöld verða að aðstoða fólk betur fyrst því er boðið að koma hingað til lands. Fjölskylduhjálp Íslands er með matarúthlutanir bæði í Reykjavík og í Keflavík. Í Keflavík er starfsemin algjörlega sprungin að sögn Önnu Valdísar Jónsdóttur, varaformanns og verkefnastjóra félagsins. Í síðustu viku komu til að mynda fimm hundruð manns en einungis var til matur fyrir fjögur hundruð manns. Því voru um hundrað manns sem þurftu að fara heim án matar. Í dag var aftur úthlutun og mættu þá 350 manns og biðu úti í rokinu eftir því að fá mat. Anna segir fjölgun fólks sem þarf á aðstoð Fjölskylduhjálpar að halda vera gífurlega og vill að stjórnvöld byrji að standa í lappirnar. Til að mynda hafi hún heyrt dæmi um fólk sem mætti til landsins í leit að skjóli en þurfti að leita í ruslatunnum eftir mat. „Ég frétti af kunningjafólki mínu um daginn að það var hópur fólks sem kom, að ég held, frá Venesúela. Því var keyrt á hótel hér í bænum og þetta fólk vaknaði um nóttina og fólkið var að gramsa í ruslatunnunum eftir mat. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Anna. Ekki er mikið pláss á bak við hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ fyrir matinn sem er gefinn.Vísir/Dúi Hún vill meina að Íslendingar kunni ekki að búa í fjölmenningarsamfélögum. „Við Íslendingar kunnum ekki á þetta, við kunnum ekki að lifa með þessu. Ég veit að fólk setur mikið út á það en þetta er bara fólk. Það má aldrei gleyma því. Það vill girða hér um fjölskylduhjálpina, það vill enginn sjá þetta. En þetta er ekki svona. Ef við þyrftum að flýja okkar land, værum við ekki ánægð ef okkur yrði tekið með opnum örmum og okkur hjálpað,“ segir Anna. Þá þurfi Reykjanesbær að styðja við starfsemina. „Reykjanesbær á að bera smá ábyrgð með okkur. Við höfum gert eins vel og við getum og þau eiga að gera það líka. Þeir sköffuðu okkur húsnæði í Covid og þar var gott að vinna, fólk gat staðið inni. Núna er það hræðilegt að bjóða fólki upp á þessu,“ segir Anna að lokum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Hjálparstarf Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands er með matarúthlutanir bæði í Reykjavík og í Keflavík. Í Keflavík er starfsemin algjörlega sprungin að sögn Önnu Valdísar Jónsdóttur, varaformanns og verkefnastjóra félagsins. Í síðustu viku komu til að mynda fimm hundruð manns en einungis var til matur fyrir fjögur hundruð manns. Því voru um hundrað manns sem þurftu að fara heim án matar. Í dag var aftur úthlutun og mættu þá 350 manns og biðu úti í rokinu eftir því að fá mat. Anna segir fjölgun fólks sem þarf á aðstoð Fjölskylduhjálpar að halda vera gífurlega og vill að stjórnvöld byrji að standa í lappirnar. Til að mynda hafi hún heyrt dæmi um fólk sem mætti til landsins í leit að skjóli en þurfti að leita í ruslatunnum eftir mat. „Ég frétti af kunningjafólki mínu um daginn að það var hópur fólks sem kom, að ég held, frá Venesúela. Því var keyrt á hótel hér í bænum og þetta fólk vaknaði um nóttina og fólkið var að gramsa í ruslatunnunum eftir mat. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Anna. Ekki er mikið pláss á bak við hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ fyrir matinn sem er gefinn.Vísir/Dúi Hún vill meina að Íslendingar kunni ekki að búa í fjölmenningarsamfélögum. „Við Íslendingar kunnum ekki á þetta, við kunnum ekki að lifa með þessu. Ég veit að fólk setur mikið út á það en þetta er bara fólk. Það má aldrei gleyma því. Það vill girða hér um fjölskylduhjálpina, það vill enginn sjá þetta. En þetta er ekki svona. Ef við þyrftum að flýja okkar land, værum við ekki ánægð ef okkur yrði tekið með opnum örmum og okkur hjálpað,“ segir Anna. Þá þurfi Reykjanesbær að styðja við starfsemina. „Reykjanesbær á að bera smá ábyrgð með okkur. Við höfum gert eins vel og við getum og þau eiga að gera það líka. Þeir sköffuðu okkur húsnæði í Covid og þar var gott að vinna, fólk gat staðið inni. Núna er það hræðilegt að bjóða fólki upp á þessu,“ segir Anna að lokum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Hjálparstarf Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira