Reykjanesbær látinn sitja einn í súpunni Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júní 2023 11:40 Friðjón Einarsson er formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ og oddviti Samfylkingarinnar í sveitarfélaginu. Vísir/Sigurjón Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. Mikið hefur verið rætt um fjölgun flóttamanna og hælisleitenda í Reykjanesbæ síðustu mánuði. Hefur bæjarfulltrúi Umbótar meðal annars sagt töluverðan óróa vera í bænum vegna ástandsins sem hefur myndast og hefur hún miklar áhyggjur af þróuninni. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, segir það vera rétt að innviðir séu komnir að þolmörkum. Staðan hafi verið þannig í marga mánuði og lítið gerst hjá stjórnvöldum til að bregðast við vandanum. „Því miður hefur ekki náðst samstaða meðal sveitarfélaga á Íslandi að taka þátt í þessu verkefni. Við skiljum það svo sem alveg, þetta er mikill átroðningur á sveitarfélögin, en að skilja okkur eftir svona ein er mjög illa séð af okkur,“ segir Friðjón. Hann segir að í kjölfar lagabreytingar árið 2016 sem gerði Venesúelamönnum kleift að koma til Íslands hafi ríkið fengið í fangið fjölda fólks sem eftir átti að gera ráðstafanir fyrir. Þá hafi verið laust húsnæði á Ásbrú sem ríkið tók á leigu. „Mikið af þessu var gert án samráðs við okkur. Þannig að þetta var bara svona, hvað á ég að segja, óheppni að húsnæði var hérna og við erum auðvitað í nánd við flugvöllinn. Það er ekki síður þessi seinagangur í afgreiðslu á umsóknum sem gerir það að fólk þarf að vera hérna í langan tíma sem er ómannúðlegt,“ segir Friðjón. Hann segir gögnin sýna að með fjölgun hælisleitenda hafi glæpir ekki aukist líkt og bæjarbúar hafa óttast. Þeir séu þó afar sýnilegir innan bæjarfélagsins. „Þetta fólk getur ekki verið bara inni á herbergi allan sólarhringinn, það þarf að geta farið út og reynt að njóta sín aðeins, að vera til. Þá er þetta mjög sýnilegt hjá okkur og það er það sem íbúarnir eru mest að kvarta yfir. Að þessir hópar eru mjög sýnilegir í matvöruverslunum og gangandi um bæinn. Þó þau séu ekki að gera eitt né neitt af sér þá er þetta mjög sýnilegt,“ segir Friðjón. Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um fjölgun flóttamanna og hælisleitenda í Reykjanesbæ síðustu mánuði. Hefur bæjarfulltrúi Umbótar meðal annars sagt töluverðan óróa vera í bænum vegna ástandsins sem hefur myndast og hefur hún miklar áhyggjur af þróuninni. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, segir það vera rétt að innviðir séu komnir að þolmörkum. Staðan hafi verið þannig í marga mánuði og lítið gerst hjá stjórnvöldum til að bregðast við vandanum. „Því miður hefur ekki náðst samstaða meðal sveitarfélaga á Íslandi að taka þátt í þessu verkefni. Við skiljum það svo sem alveg, þetta er mikill átroðningur á sveitarfélögin, en að skilja okkur eftir svona ein er mjög illa séð af okkur,“ segir Friðjón. Hann segir að í kjölfar lagabreytingar árið 2016 sem gerði Venesúelamönnum kleift að koma til Íslands hafi ríkið fengið í fangið fjölda fólks sem eftir átti að gera ráðstafanir fyrir. Þá hafi verið laust húsnæði á Ásbrú sem ríkið tók á leigu. „Mikið af þessu var gert án samráðs við okkur. Þannig að þetta var bara svona, hvað á ég að segja, óheppni að húsnæði var hérna og við erum auðvitað í nánd við flugvöllinn. Það er ekki síður þessi seinagangur í afgreiðslu á umsóknum sem gerir það að fólk þarf að vera hérna í langan tíma sem er ómannúðlegt,“ segir Friðjón. Hann segir gögnin sýna að með fjölgun hælisleitenda hafi glæpir ekki aukist líkt og bæjarbúar hafa óttast. Þeir séu þó afar sýnilegir innan bæjarfélagsins. „Þetta fólk getur ekki verið bara inni á herbergi allan sólarhringinn, það þarf að geta farið út og reynt að njóta sín aðeins, að vera til. Þá er þetta mjög sýnilegt hjá okkur og það er það sem íbúarnir eru mest að kvarta yfir. Að þessir hópar eru mjög sýnilegir í matvöruverslunum og gangandi um bæinn. Þó þau séu ekki að gera eitt né neitt af sér þá er þetta mjög sýnilegt,“ segir Friðjón.
Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19