Fyrstir undir 18 ára aldri til að kjósa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júní 2023 16:02 Þeir Ingólfur Vigfússon og Maríus Máni Jónsson, 17 ára og búsettir í Hornafirði, eru fyrstu kjósendur yngri en 18 ára í almennum kosningum. hornafjörður Tímamót urðu í lýðræðissögu landsins í dag á Höfn í Hornafirði þegar fyrstu kjósendurnir undir átján ára aldri tóku þátt í almennum kosningum. Það voru þeir Ingólfur Vigfússon og Maríus Máni Jónsson, sem eru báðir 17 ára og kusu um hvort aðal- og deiliskipulag, um þéttingu byggðar Innbæ á Höfn, skuli halda gildi sínu. Við breytingu á sveitarstjórnarlögum frá 2022 tók gildi ákvæði um að sveitarstjórn sé heimilt að samþykkja að 16 ára og eldri mega kjósa í íbúakosningum. Í tilkynningu sveitarfélagsins segir að ungmennaráð Hornafjarðar hafi haldið skuggakosningar frá árinu 2016 og því séu ungir kjósendur öllu vanir. „Við mættum og ætluðum að skila seðli inn á bæjarskrifstofu. Við vorum ekki búnir undir þetta en vorum spurðir hvort við ætluðum að nýta kosningaréttinn og vissum ekki mikið. Þarna kynntum við okkur einhverja pappíra og kusum um hvort það eigi byggja eða ekki. Þetta var svolítið skrýtið,“ segir Ingólfur Vigfússon, annar ungu kjósendanna í samtali við fréttastofu. Hann, ásamt Maríusi Mána, vinnur í málningarþjónustu á Vík í sumar. „Mér finnst þetta alveg skynsamlegt. Til dæmis með mig, sem mun búa hérna í framtíðinni, mig langar kannski ekkert að láta byggja þarna.“ Treystirðu jafnöldrum þínum til að kjósa og taka upplýsta ákvörðun? „Já ég myndi alveg treysta þeim, svona flestum.“ Ingólfur segist líka vel að búa á Höfn í Hornafirði og nýtur friðsældarinnar í náttúrunni. Hann stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafellssýslu og stefnir á iðnnám í höfuðborginni að námi loknu. Sveitarfélagið Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Við breytingu á sveitarstjórnarlögum frá 2022 tók gildi ákvæði um að sveitarstjórn sé heimilt að samþykkja að 16 ára og eldri mega kjósa í íbúakosningum. Í tilkynningu sveitarfélagsins segir að ungmennaráð Hornafjarðar hafi haldið skuggakosningar frá árinu 2016 og því séu ungir kjósendur öllu vanir. „Við mættum og ætluðum að skila seðli inn á bæjarskrifstofu. Við vorum ekki búnir undir þetta en vorum spurðir hvort við ætluðum að nýta kosningaréttinn og vissum ekki mikið. Þarna kynntum við okkur einhverja pappíra og kusum um hvort það eigi byggja eða ekki. Þetta var svolítið skrýtið,“ segir Ingólfur Vigfússon, annar ungu kjósendanna í samtali við fréttastofu. Hann, ásamt Maríusi Mána, vinnur í málningarþjónustu á Vík í sumar. „Mér finnst þetta alveg skynsamlegt. Til dæmis með mig, sem mun búa hérna í framtíðinni, mig langar kannski ekkert að láta byggja þarna.“ Treystirðu jafnöldrum þínum til að kjósa og taka upplýsta ákvörðun? „Já ég myndi alveg treysta þeim, svona flestum.“ Ingólfur segist líka vel að búa á Höfn í Hornafirði og nýtur friðsældarinnar í náttúrunni. Hann stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafellssýslu og stefnir á iðnnám í höfuðborginni að námi loknu.
Sveitarfélagið Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira