„Jón Gunnarsson er karl og ég er kona“ Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júní 2023 00:06 Guðrún Hafsteinsdóttir hefur tekið við embætti dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir hefur tekið við embætti dómsmálaráðherra. Að hennar mati þarf að bregðast við auknu streymi fólks hingað til lands með einhverjum hætti. Hún segir þó að það sé munur á sér og forvera sínum. „Hann er augljós, Jón Gunnarsson er karl og ég er kona,“ segir nýr dómsmálaráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Guðrún segist vera mjög stolt af því að setjast í stól dómsmálaráðherra í dag, á kvenréttindadeginum en 108 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. „Það er í fyrsta sinn í sögu Sjálfstæðisflokksins sem meirihluti ráðherra flokksins eru konur.“ Hún hrósar Bjarna Ben fyrir að hafa „kjark og þor til þess að tefla fram konum í sitt ráðherralið.“ Að hennar mati mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar, hvort sem það sé í atvinnulífinu eða annars staðar. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð var greint frá því að Guðrún myndi taka við embætti dómsmálaráðherra að átján mánuðum liðnum. „Átján mánuðir geta verið mjög lengi að líða þannig þetta var löng bið myndi ég segja,“ segir Guðrún. Þessir átján mánuðir reyndust þó vera aðeins lengri en átján mánuðir. Guðrún segir það þó ekki breyta miklu fyrir sig. „Þegar þú ert búin að bíða í átján mánuðir þá skipta kannski tíu, tólf eða fjórtán dagar ekki öllu máli.“ Bregðast þurfi við með einhverjum hætti Rætt var við Guðrúnu um útlendingamálin en að hennar mati þarf að grípa til aðgerða í þeim. „Við finnum það öll, allir Íslendingar, að það stefnir í kannski ákveðið óefni,“ segir hún. „Þetta verður sá málaflokkur sem verður mjög áberandi í allri umræðu næstu árin að ég tel. Það er að koma hingað til lands gríðarlegur fjöldi fólks. Hér er til dæmis húsnæðisekla í landinu, þannig að það er erfitt orðið að finna húsnæði fyrir fólk. Auk þess er þetta líklega að slá á annan tug milljarða, kostnaðurinn, og ég hef sömuleiðis áhyggjur af því. Þannig það þarf að bregðast við með einhverjum hætti, það er alveg ljóst.“ Aðspurð um það hvort það þurfi að herða reglurnar segir Guðrún að það þurfi að skoða það. „Við getum ekki tekið á móti svona miklum fjölda virðist vera eins og er að koma núna. Við verðum að bregðast við því með einhverjum hætti. Fólk verður að eiga hér húsaskjól og það þarf líka að bjóða fólki mannsæmandi kjör. Þannig ég mun skoða þetta núna í heild sinni. Við þurfum að vita það náttúrulega hver eru þolmörk okkar sem þjóðar. Við erum smáríki og við erum ekki mörg sem hér búum og hingað eru að koma núna, stefnir í á þessu ári að jafnvel yfir sex þúsund manns muni koma hingað til lands og sækja hér um vernd.“ Ekki sé hægt að láta fólk bíða í langan tíma Guðrún segir gríðarlega spennu og mikla þenslu vera í hagkerfinu í dag. Sem betur fer sé ferðaþjónustan að ná vopnum sínum eftir heimsfaraldurinn. „Hingað hafa komið þúsundir til þess að starfa og hjálpa okkur, til þess að koma þeirri atvinnugrein aftur í fulla starfsemi og við erum þakklát fyrir það. En það fólk kemur hingað á eigin vegum og er ekki að koma hér inn í velferðarkerfin okkar, heldur kemur hingað til að vinna.“ Þörf sé á fólki sem kemur hingað til að sækja vinnu. Munur sé á því fólki og þeim sem koma hingað í leit að alþjóðlegri vernd. „Við þurfum á því fólki að halda, svo sannarlega, og það er munur á því hvort þú komir hingað til að sækja vinnu og sjá fyrir þér með öllum hætti eða að fólk sé að koma hér og er hér á framfæri ríkisins í kannski mjög langan tíma vegna þess að líka málsmeðferðartími okkar er langur.“ Hún segir að ekki sé hægt að fólk bíði hér í langan tíma eftir niðurstöðu um hvort það fái að dvelja hér á landi eða ekki. Vill skerpa línuna Guðrún segir það vera áhyggjuefni að það hafi ekki náðst sátt á Alþingi um málaflokkinn. Nefnir hún sem dæmi að það hafi þurfti fimm tilraunir til að koma útlendingafrumvarpi forvera hennar í gegnum þingið. „Það er vitaskuld líka áhyggjuefni að við skulum ekki einhvern veginn geta sammælst um það hvernig við ætlum að haga þessum hlutum þannig sómi sé af.“ Guðrún segir að það eigi að taka vel á móti fólki sem er að flýja hættu í sínu heimalandi. „Það erum við að gera afskaplega vel. Hér eru núna nokkur þúsund manns frá Úkraínu, við höfum verið að taka vel á móti því fólki. Síðan er aftur á móti kannski ákveðinn hópur sem hingað hefur verið að koma í mjög miklum mæli sem er fólk sem er að koma frá Venesúela. Það fólk er kannski frekar efnahagslegir flóttamenn. Þannig ég vil kannski skerpa aðeins línuna á því af hvaða ástæðum fólk er að koma til landsins.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Hann er augljós, Jón Gunnarsson er karl og ég er kona,“ segir nýr dómsmálaráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Guðrún segist vera mjög stolt af því að setjast í stól dómsmálaráðherra í dag, á kvenréttindadeginum en 108 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. „Það er í fyrsta sinn í sögu Sjálfstæðisflokksins sem meirihluti ráðherra flokksins eru konur.“ Hún hrósar Bjarna Ben fyrir að hafa „kjark og þor til þess að tefla fram konum í sitt ráðherralið.“ Að hennar mati mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar, hvort sem það sé í atvinnulífinu eða annars staðar. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð var greint frá því að Guðrún myndi taka við embætti dómsmálaráðherra að átján mánuðum liðnum. „Átján mánuðir geta verið mjög lengi að líða þannig þetta var löng bið myndi ég segja,“ segir Guðrún. Þessir átján mánuðir reyndust þó vera aðeins lengri en átján mánuðir. Guðrún segir það þó ekki breyta miklu fyrir sig. „Þegar þú ert búin að bíða í átján mánuðir þá skipta kannski tíu, tólf eða fjórtán dagar ekki öllu máli.“ Bregðast þurfi við með einhverjum hætti Rætt var við Guðrúnu um útlendingamálin en að hennar mati þarf að grípa til aðgerða í þeim. „Við finnum það öll, allir Íslendingar, að það stefnir í kannski ákveðið óefni,“ segir hún. „Þetta verður sá málaflokkur sem verður mjög áberandi í allri umræðu næstu árin að ég tel. Það er að koma hingað til lands gríðarlegur fjöldi fólks. Hér er til dæmis húsnæðisekla í landinu, þannig að það er erfitt orðið að finna húsnæði fyrir fólk. Auk þess er þetta líklega að slá á annan tug milljarða, kostnaðurinn, og ég hef sömuleiðis áhyggjur af því. Þannig það þarf að bregðast við með einhverjum hætti, það er alveg ljóst.“ Aðspurð um það hvort það þurfi að herða reglurnar segir Guðrún að það þurfi að skoða það. „Við getum ekki tekið á móti svona miklum fjölda virðist vera eins og er að koma núna. Við verðum að bregðast við því með einhverjum hætti. Fólk verður að eiga hér húsaskjól og það þarf líka að bjóða fólki mannsæmandi kjör. Þannig ég mun skoða þetta núna í heild sinni. Við þurfum að vita það náttúrulega hver eru þolmörk okkar sem þjóðar. Við erum smáríki og við erum ekki mörg sem hér búum og hingað eru að koma núna, stefnir í á þessu ári að jafnvel yfir sex þúsund manns muni koma hingað til lands og sækja hér um vernd.“ Ekki sé hægt að láta fólk bíða í langan tíma Guðrún segir gríðarlega spennu og mikla þenslu vera í hagkerfinu í dag. Sem betur fer sé ferðaþjónustan að ná vopnum sínum eftir heimsfaraldurinn. „Hingað hafa komið þúsundir til þess að starfa og hjálpa okkur, til þess að koma þeirri atvinnugrein aftur í fulla starfsemi og við erum þakklát fyrir það. En það fólk kemur hingað á eigin vegum og er ekki að koma hér inn í velferðarkerfin okkar, heldur kemur hingað til að vinna.“ Þörf sé á fólki sem kemur hingað til að sækja vinnu. Munur sé á því fólki og þeim sem koma hingað í leit að alþjóðlegri vernd. „Við þurfum á því fólki að halda, svo sannarlega, og það er munur á því hvort þú komir hingað til að sækja vinnu og sjá fyrir þér með öllum hætti eða að fólk sé að koma hér og er hér á framfæri ríkisins í kannski mjög langan tíma vegna þess að líka málsmeðferðartími okkar er langur.“ Hún segir að ekki sé hægt að fólk bíði hér í langan tíma eftir niðurstöðu um hvort það fái að dvelja hér á landi eða ekki. Vill skerpa línuna Guðrún segir það vera áhyggjuefni að það hafi ekki náðst sátt á Alþingi um málaflokkinn. Nefnir hún sem dæmi að það hafi þurfti fimm tilraunir til að koma útlendingafrumvarpi forvera hennar í gegnum þingið. „Það er vitaskuld líka áhyggjuefni að við skulum ekki einhvern veginn geta sammælst um það hvernig við ætlum að haga þessum hlutum þannig sómi sé af.“ Guðrún segir að það eigi að taka vel á móti fólki sem er að flýja hættu í sínu heimalandi. „Það erum við að gera afskaplega vel. Hér eru núna nokkur þúsund manns frá Úkraínu, við höfum verið að taka vel á móti því fólki. Síðan er aftur á móti kannski ákveðinn hópur sem hingað hefur verið að koma í mjög miklum mæli sem er fólk sem er að koma frá Venesúela. Það fólk er kannski frekar efnahagslegir flóttamenn. Þannig ég vil kannski skerpa aðeins línuna á því af hvaða ástæðum fólk er að koma til landsins.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira