Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 18. júní 2023 12:49 Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra eftir ríkisráðsfund á morgun. Vísir/Sigurjón Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. Bjarni sagði Jón hafa staðið sig afburðavel sem ráðherra þegar hann greindi frá ákvörðun þingflokksins nú fyrir stundu. Jón njóti stuðnings sjálfstæðismanna um allt land en hann hefði trú á að Guðrún gæti komið og fylgt því vel eftir. Ákvörðunin hafi verið erfið að því leyti að ráðherraefnin í flokknum væru fleiri en stólarnir í boði. Minntist Bjarni sérstaklega á að þetta væri í fyrsta skipti sem konur væri í meirihluta í ráðherraliði flokksins. Guðrún, sem er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður Suðurkjördæmis, tekur við embætti að loknum ríkisráðsfundi á morgun. Hún sagðist spennt fyrir verkefninu. Spurð að því hvort að vænta mætti stefnubreytingar sagði hún að Jón hefði unnið eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins og landsfundar hans. „Ég mun að sjálfsögðu gera það líka.“ Einhverjar breytingar verði gerðar en fyrst ætli hún að fara í ráðuneytið og kynna sér hvaða mál séu mest aðkallandi. „Svo munum við sjá til hvernig mál þróast,“ sagði hún. Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, á leið úr Valhöll eftir fundinn í dag.Vísir/Sigurjón „Svona er bara pólitíkin“ Jón sagði ákvörðunina í samræmi við það sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins en neitaði því ekki að hann hefði viljað sitja áfram sem ráðherra. „Svona er nú bara pólitíkin,“ sagði hann að fundi loknum. Bjarni sagðist meðvitaður um að Jón hefði metnað til þess að sitja áfram og fundið fyrir ákalli um að kraftar hans fengju áfram að njóta sín. Hann hafi sagt honum að hann mætti vera gríðarlega stoltur af þeim verkum sem hann hefði skilað sem ráðherra. „Ég óttast það ekki,“ sagði Bjarni spurður að því hvort að skiptin gætu valdið sundrung innan flokksins. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, sagði einhug í þingflokknum um ráðherraskiptin. Jóns yrði sárt saknað sem ráðherra en hann væri sjálfur ánægður með að þingmaður úr kjördæmi hans fengi ráðherraembætti. Erfiður tími fyrir þá sem eru ósammála Sjálfstæðisflokknum Jón þakkaði fyrir sig í Facebook-færslu sem hann birti skömmu eftir að þingflokksfundinum lauk. Margir málaflokkar dómsmálaráðuneytisins hafi staðið á tímamótum, sérstaklega útlendingamál og löggæsla. „Við höfum orðið varir við að þetta hefur verið erfiður tími fyrir þá sem eru ekki fylgjandi Sjálfstæðisflokknum í skoðunum,“ skrifaði Jón með mynd af þeim Brynjari Níelssyni og Ingvari Smára Birgissyni, aðstoðarmönnum hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Sjá meira
Bjarni sagði Jón hafa staðið sig afburðavel sem ráðherra þegar hann greindi frá ákvörðun þingflokksins nú fyrir stundu. Jón njóti stuðnings sjálfstæðismanna um allt land en hann hefði trú á að Guðrún gæti komið og fylgt því vel eftir. Ákvörðunin hafi verið erfið að því leyti að ráðherraefnin í flokknum væru fleiri en stólarnir í boði. Minntist Bjarni sérstaklega á að þetta væri í fyrsta skipti sem konur væri í meirihluta í ráðherraliði flokksins. Guðrún, sem er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður Suðurkjördæmis, tekur við embætti að loknum ríkisráðsfundi á morgun. Hún sagðist spennt fyrir verkefninu. Spurð að því hvort að vænta mætti stefnubreytingar sagði hún að Jón hefði unnið eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins og landsfundar hans. „Ég mun að sjálfsögðu gera það líka.“ Einhverjar breytingar verði gerðar en fyrst ætli hún að fara í ráðuneytið og kynna sér hvaða mál séu mest aðkallandi. „Svo munum við sjá til hvernig mál þróast,“ sagði hún. Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, á leið úr Valhöll eftir fundinn í dag.Vísir/Sigurjón „Svona er bara pólitíkin“ Jón sagði ákvörðunina í samræmi við það sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins en neitaði því ekki að hann hefði viljað sitja áfram sem ráðherra. „Svona er nú bara pólitíkin,“ sagði hann að fundi loknum. Bjarni sagðist meðvitaður um að Jón hefði metnað til þess að sitja áfram og fundið fyrir ákalli um að kraftar hans fengju áfram að njóta sín. Hann hafi sagt honum að hann mætti vera gríðarlega stoltur af þeim verkum sem hann hefði skilað sem ráðherra. „Ég óttast það ekki,“ sagði Bjarni spurður að því hvort að skiptin gætu valdið sundrung innan flokksins. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, sagði einhug í þingflokknum um ráðherraskiptin. Jóns yrði sárt saknað sem ráðherra en hann væri sjálfur ánægður með að þingmaður úr kjördæmi hans fengi ráðherraembætti. Erfiður tími fyrir þá sem eru ósammála Sjálfstæðisflokknum Jón þakkaði fyrir sig í Facebook-færslu sem hann birti skömmu eftir að þingflokksfundinum lauk. Margir málaflokkar dómsmálaráðuneytisins hafi staðið á tímamótum, sérstaklega útlendingamál og löggæsla. „Við höfum orðið varir við að þetta hefur verið erfiður tími fyrir þá sem eru ekki fylgjandi Sjálfstæðisflokknum í skoðunum,“ skrifaði Jón með mynd af þeim Brynjari Níelssyni og Ingvari Smára Birgissyni, aðstoðarmönnum hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Sjá meira