Clark og McIlroy hafa báðir lokið leik í dag og fóru hringinn báðir á 67 höggum. Clark er í öðru sæti, níu höggum undir pari og McIlroy kemur í humátt á eftir, 8 höggum undir pari.
Það er nóg eftir af mótinu og staðan á toppnum gæti því breyst töluvert, en Rickie Fowler hefur farið virkilega vel af stað og er þessa stundina þremur undir pari, og búinn að fara fimm holur af átta á „birdie“. Ef hann heldur áfram á sömu braut mun hann leiða áfram í lok dags.
Pure stroke from @RickieFowler at No. 8.
— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2023
His lead is two. #USOpen pic.twitter.com/xnaRDzbyWE
Í gær fór Matthieu Pavon holu í höggi og Matt Fitzpatrick lét ekki sitt eftir liggja og fór holu í höggi á 15. braut.
THE CHAMP IS HERE
— FanDuel (@FanDuel) June 16, 2023
Defending champion Matt Fitzpatrick with the ace at the US Open
(via @usopengolf) pic.twitter.com/INjldtFuxj
Stöðuna eins og hún er núna má sjá hér að neðan. Hún mun væntanlega taka einhverjum breytingum í nótt þegar kylfingarnir klára sína hringa hver á fætur öðrum.
The #USOpen cut line is top 60 players and ties and is currently projected at +2.
— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2023
Here's where things stand with the afternoon wave underway