128 ára met slegið tvisvar með 22 mínútna millibili á US Open Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 23:01 Rickie Fowler hélt metinu í 22 mínútu Getty Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler átti sannkallaðan draumahring á US Open í kvöld þegar hann fór völlinn á 62 höggum. Var þetta í fyrsta sinn í 128 ára sögu mótsins sem kylfingi tekst að klára völlinn á færri en 63 höggum. Fowler var þó ekki lengi í paradís því aðeins 22 mínútum seinni kláraði landi hans Xander Schauffele völlinn á nákvæmlega sama skori. Þetta er aðeins í þriðja skipti í sögunni sem kylfingur klárar völlinn á 62 höggum í stórmóti. Það gerðist í fyrsta sinn árið 2017 þegar Brendan Grace frá S-Afríku náði sama árangri á Opna meistaramótinu á Royal Birkdale. Að slíkt hið sama gerist tvisvar á sama mótinu með 22 mínútna millibili verður að teljast ansi magnað. Rickie setti í leiðinni annað US Open met, sem hann á einn og óstuddur, en hann náði tíu fuglum þegar hann kláraði þennan draumahring. Áður höfðu fjórir kylfingar mest náð níu á einum og sama hringnum. Það voru ekki bara met sem glöddu augu áhorfenda á mótinu í dag. Hinn franski Matthieu Pavon gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. braut, sem er par þrjú hola. ACE ALERT @MatthieuPavon cards a 1 on No. 15 @USOpenGolf! pic.twitter.com/rBQnqynVC1— PGA TOUR (@PGATOUR) June 15, 2023 Opna bandaríska Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fowler var þó ekki lengi í paradís því aðeins 22 mínútum seinni kláraði landi hans Xander Schauffele völlinn á nákvæmlega sama skori. Þetta er aðeins í þriðja skipti í sögunni sem kylfingur klárar völlinn á 62 höggum í stórmóti. Það gerðist í fyrsta sinn árið 2017 þegar Brendan Grace frá S-Afríku náði sama árangri á Opna meistaramótinu á Royal Birkdale. Að slíkt hið sama gerist tvisvar á sama mótinu með 22 mínútna millibili verður að teljast ansi magnað. Rickie setti í leiðinni annað US Open met, sem hann á einn og óstuddur, en hann náði tíu fuglum þegar hann kláraði þennan draumahring. Áður höfðu fjórir kylfingar mest náð níu á einum og sama hringnum. Það voru ekki bara met sem glöddu augu áhorfenda á mótinu í dag. Hinn franski Matthieu Pavon gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. braut, sem er par þrjú hola. ACE ALERT @MatthieuPavon cards a 1 on No. 15 @USOpenGolf! pic.twitter.com/rBQnqynVC1— PGA TOUR (@PGATOUR) June 15, 2023
Opna bandaríska Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira