„Dagurinn sem ég geng í raðir besta knattspyrnufélags í sögu leiksins“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 12:31 Jude Bellingham var kynntur til leiks hjá Real Madrid í dag. Florencia Tan Jun/Getty Images Jude Bellingham var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður spænska stórveldisins Real Madrid. Eins og greint var frá hér á Vísi í gær staðfesti Real Madrid það sem lengi hafði legið í loftinu. Englendingurinn Jude Bellingham, einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims, er genginn í raðir félagsins frá Borussia Dortmund. Eins og venjan er hjá Real Madrid var Bellingham formlega kynntur til leiks á Santiago Bernabéu, heimavelli Madrídinga, í dag. „Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem eru mættir og öllum þeim sem fylgjast með á netinu fyrir að fylgja mér í gegnum stoltasta dag lífs míns. Daginn sem ég geng í raðir besta knattspyrnufélags í sögu leiksins,“ sagði Bellingham á blaðamannafundi eftir kynninguna. „Það eru ekki margir leikmenn sem fá tækifæri til að spila með jafn mögnuðu félagi, jafn sögufrægu félagi, þannig að ég er virkilega þakklátur,“ bætti Bellingham við. Peningar ekki ástæðan og fær fimmuna hans Zidane Englendingurinn segir einnig að það hafi ekki verið peningar sem lokkuðu hann til Real Madrid. „Peningar eru ekki það sem heillar mig. Ég hugsa nákvæmlega ekkert um peninga þegar ég tek þessar ákvarðanir. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ég spila leikinn einfaldlega af því ég elska það.“ Þá mun Bellingham klæðast tryju númer fimm hjá Real Madrid og segir hann að það sé gert af virðingu við fyrrverandi leikmann og þjálfara liðsins, Zinedine Zidane. „Ég geri það af virðingu við leikmann sem ég horfði upp til þegar ég var að alast upp. Hann var magnaður leikmaður, sá besti, en ég er að reyna að feta mína eigin leið og framlengja arfleifð tölunnar frekar en að reyna að fylgja honum.“ 🗣️ "I'm not trying to be the same as [Zidane], I'm just trying to be Jude."Jude Bellingham says it's an honour to wear the number 5 shirt at Real Madrid 🙌5️⃣ pic.twitter.com/a28QIv4G6f— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 15, 2023 Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Eins og greint var frá hér á Vísi í gær staðfesti Real Madrid það sem lengi hafði legið í loftinu. Englendingurinn Jude Bellingham, einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims, er genginn í raðir félagsins frá Borussia Dortmund. Eins og venjan er hjá Real Madrid var Bellingham formlega kynntur til leiks á Santiago Bernabéu, heimavelli Madrídinga, í dag. „Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem eru mættir og öllum þeim sem fylgjast með á netinu fyrir að fylgja mér í gegnum stoltasta dag lífs míns. Daginn sem ég geng í raðir besta knattspyrnufélags í sögu leiksins,“ sagði Bellingham á blaðamannafundi eftir kynninguna. „Það eru ekki margir leikmenn sem fá tækifæri til að spila með jafn mögnuðu félagi, jafn sögufrægu félagi, þannig að ég er virkilega þakklátur,“ bætti Bellingham við. Peningar ekki ástæðan og fær fimmuna hans Zidane Englendingurinn segir einnig að það hafi ekki verið peningar sem lokkuðu hann til Real Madrid. „Peningar eru ekki það sem heillar mig. Ég hugsa nákvæmlega ekkert um peninga þegar ég tek þessar ákvarðanir. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ég spila leikinn einfaldlega af því ég elska það.“ Þá mun Bellingham klæðast tryju númer fimm hjá Real Madrid og segir hann að það sé gert af virðingu við fyrrverandi leikmann og þjálfara liðsins, Zinedine Zidane. „Ég geri það af virðingu við leikmann sem ég horfði upp til þegar ég var að alast upp. Hann var magnaður leikmaður, sá besti, en ég er að reyna að feta mína eigin leið og framlengja arfleifð tölunnar frekar en að reyna að fylgja honum.“ 🗣️ "I'm not trying to be the same as [Zidane], I'm just trying to be Jude."Jude Bellingham says it's an honour to wear the number 5 shirt at Real Madrid 🙌5️⃣ pic.twitter.com/a28QIv4G6f— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 15, 2023
Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira