Sjáðu mörkin: Dýrðleg Birta, Fanndís skoraði eftir brjóstagjöf og sautján ára nýliði stakk Sif af Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2023 11:01 Keflvíkingar fagna mark í góðum sigri sínum gegn Þrótti í Laugardalnum í gær. vísir/Anton FH blandaði sér í baráttuna í efsta hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta í gær með frábærum sigri á Stjörnunni, og Keflavík vann óvæntan sigur í Laugardal þar sem rauða spjaldið fór á loft. Öll mörkin úr áttundu umferð má nú sjá á Vísi. Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með afar öruggum 5-0 sigri á Tindastóli, þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þrennu og Fanndís Friðriksdóttir skoraði þremur mánuðum eftir að hafa fætt barn, eftir að hafa gefið barninu brjóst í hálfleik. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði annað mark Vals í leiknum. Klippa: Mörk Vals gegn Tindastóli Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fagnaði með afar hófstilltum hætti þegar hún skoraði fyrir FH gegn sínu gamla félagi Stjörnunni, í 2-0 sigri nýliðanna sem halda áfram að koma á óvart. Esther Rós Arnarsdóttir skoraði seinna markið strax á 12. mínútu og er FH nú fyrir ofan Stjörnuna, í 4. sæti með 13 stig, sex stigum frá toppnum. Klippa: Mörk FH gegn Stjörnunni Birta Georgsdóttir fékk sæti í byrjunarliði Breiðabliks og þakkaði fyrir sig með tveimur laglegum mörkum sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði svo þriðja markið, í 3-0 sigri Blika sem eru þremur stigum frá toppnum. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍBV Keflavík vann 2-1 gegn Þrótti í Laugardal þar sem vendipunkturinn varð snemma í seinni hálfleik þegar fyrirliði Þróttar, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, renndi sér á eftir Linli Tu og fékk rautt spjald. Tu skoraði svo beint úr aukaspyrnunni og Sandra Voitane bætti við öðru marki á 76. mínútu, áður en Ísabella Anna Húbertsdóttir náði að minnka muninn fyrir Þróttara með sinu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið í leik Þróttar og Keflavíkur Hin 17 ára gamla Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og kom Þór/KA yfir, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild, eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við fyrrverandi landsliðskonuna Sif Atladóttur. Sandra María Jessen bætti við marki á 14. mínútu og Tahnai Annis skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Þórs/KA gegn Selfossi Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með afar öruggum 5-0 sigri á Tindastóli, þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þrennu og Fanndís Friðriksdóttir skoraði þremur mánuðum eftir að hafa fætt barn, eftir að hafa gefið barninu brjóst í hálfleik. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði annað mark Vals í leiknum. Klippa: Mörk Vals gegn Tindastóli Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fagnaði með afar hófstilltum hætti þegar hún skoraði fyrir FH gegn sínu gamla félagi Stjörnunni, í 2-0 sigri nýliðanna sem halda áfram að koma á óvart. Esther Rós Arnarsdóttir skoraði seinna markið strax á 12. mínútu og er FH nú fyrir ofan Stjörnuna, í 4. sæti með 13 stig, sex stigum frá toppnum. Klippa: Mörk FH gegn Stjörnunni Birta Georgsdóttir fékk sæti í byrjunarliði Breiðabliks og þakkaði fyrir sig með tveimur laglegum mörkum sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði svo þriðja markið, í 3-0 sigri Blika sem eru þremur stigum frá toppnum. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍBV Keflavík vann 2-1 gegn Þrótti í Laugardal þar sem vendipunkturinn varð snemma í seinni hálfleik þegar fyrirliði Þróttar, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, renndi sér á eftir Linli Tu og fékk rautt spjald. Tu skoraði svo beint úr aukaspyrnunni og Sandra Voitane bætti við öðru marki á 76. mínútu, áður en Ísabella Anna Húbertsdóttir náði að minnka muninn fyrir Þróttara með sinu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið í leik Þróttar og Keflavíkur Hin 17 ára gamla Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og kom Þór/KA yfir, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild, eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við fyrrverandi landsliðskonuna Sif Atladóttur. Sandra María Jessen bætti við marki á 14. mínútu og Tahnai Annis skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Þórs/KA gegn Selfossi Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira