„Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður“ Jón Már Ferro skrifar 10. júní 2023 11:59 Það var mikið um dýrðir í aðdraganda úrslitaleiks Meistarardeildar Evrópu eins og alltaf. vísir/getty „Stemningin verður frábær á vellinum og hún hefur verið frábær hér í borginni síðasta sólahringinn,“ segir Guðmundur Benediktsson. Hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá Ólympíuvellinum í Ataturk. „Í gær virtust allir stuðningsmenn vera komnir. Stuðningsmenn Manchester City virðast yfirgnæfa borgina hér. Stuðningsmenn Inter líta út fyrir að vera færri. Það lítur allt út fyrir að það verði mikið fjör á Ataturk vellinum í kvöld,“ segir Guðmundur. Manchester City er líklegri aðilinn fyrir leikinn en það getur allt gerst í kvöld. „Allir nokkuð heilbrigðir knattspyrnu áhugamenn hafa trú á að Manchester City muni vinna þennan leik. Þeir eru með betra fótboltalið heldur en Inter. En það skemmtilega við þessa íþrótt að það er ómögulegt að segja til um hvað gerist í einum leik. Ég tala nú ekki um á hlutlausum velli. Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður. Maður heyrir það mjög á ítölum að þeir séu að gæla við að það verði annað kraftaverk hér átján árum eftir að Liverpool snéri við töpuðum leik gegn AC Milan,“ segir Guðmundur. Hann verður á vellinum og fær stemninguna beint í æð. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guðmundur lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá leikvanginum sjálfum. Það gerði hann fyrst fyrir tíu árum þegar þýska stórveldið vann 2-1 sigur á erkiféndum sínum í Dortmund. „Ég get allavega sagt þér það að það er himin og haf á milli. Að sjálfsögðu forréttindi að fá að vera viðstaddur. Þetta er þriðji úrslitaleikurinn sem ég fer og lýsi. Ég var á Wembley þegar Bayern Munich vann Dortmund. Svo í Madríd þegar Liverpool vann Tottenham. Við erum í fjölmennustu borg Evrópu og það snýst allt um fótbolta hér. Þau eru óteljandi liðin í borginni hér. Maður smitast við þetta. Undirbúningurinn í dag er lokaundirbúningur því. Maður er búinn að undirbúa allt með liðin og leikmenn áður en maður kom út,“ segir Guðmundur. „Núna er maður að sjúga í sig loftið. Svo verður maður kominn á völlinn fjórum tímum áður en að leikur hefst. Leikurinn hefst seint á tyrkneskum tíma,“ segir Guðmundur að lokum. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35 De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05 Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
„Í gær virtust allir stuðningsmenn vera komnir. Stuðningsmenn Manchester City virðast yfirgnæfa borgina hér. Stuðningsmenn Inter líta út fyrir að vera færri. Það lítur allt út fyrir að það verði mikið fjör á Ataturk vellinum í kvöld,“ segir Guðmundur. Manchester City er líklegri aðilinn fyrir leikinn en það getur allt gerst í kvöld. „Allir nokkuð heilbrigðir knattspyrnu áhugamenn hafa trú á að Manchester City muni vinna þennan leik. Þeir eru með betra fótboltalið heldur en Inter. En það skemmtilega við þessa íþrótt að það er ómögulegt að segja til um hvað gerist í einum leik. Ég tala nú ekki um á hlutlausum velli. Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður. Maður heyrir það mjög á ítölum að þeir séu að gæla við að það verði annað kraftaverk hér átján árum eftir að Liverpool snéri við töpuðum leik gegn AC Milan,“ segir Guðmundur. Hann verður á vellinum og fær stemninguna beint í æð. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guðmundur lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá leikvanginum sjálfum. Það gerði hann fyrst fyrir tíu árum þegar þýska stórveldið vann 2-1 sigur á erkiféndum sínum í Dortmund. „Ég get allavega sagt þér það að það er himin og haf á milli. Að sjálfsögðu forréttindi að fá að vera viðstaddur. Þetta er þriðji úrslitaleikurinn sem ég fer og lýsi. Ég var á Wembley þegar Bayern Munich vann Dortmund. Svo í Madríd þegar Liverpool vann Tottenham. Við erum í fjölmennustu borg Evrópu og það snýst allt um fótbolta hér. Þau eru óteljandi liðin í borginni hér. Maður smitast við þetta. Undirbúningurinn í dag er lokaundirbúningur því. Maður er búinn að undirbúa allt með liðin og leikmenn áður en maður kom út,“ segir Guðmundur. „Núna er maður að sjúga í sig loftið. Svo verður maður kominn á völlinn fjórum tímum áður en að leikur hefst. Leikurinn hefst seint á tyrkneskum tíma,“ segir Guðmundur að lokum. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35 De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05 Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
„Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35
De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05
Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56