„Ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi“ Jón Már Ferro skrifar 9. júní 2023 18:46 Pep Guardiola fagnaði vel og innilega eftir að Manchester City tryggði sig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Spurning hvort hann fagni eftir sjálfan úrslitaleikinn á morgun. Vísir/Getty „Ég er svo þakklátur fyrir það sem leikmennirnir mínir hafa gert og eru að gera. En úrslitaleikir eru gjörólíkir öðrum leikjum,“ segir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu. Guardiola hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu. Fyrst árið 2009 og aftur tveimur árum síðar. Í bæði skiptin með Barcelona en hefur ekki komist nálægt því aftur nema einu sinni. Þegar City tapaði gegn Chelsea í úrslitaleiknum árið 2021. Þá var Guardiola sakaður um að ofhugsa taktíkina í aðdraganda leiksins. Hann ákvað að spila ekki með neinn varnarsinnaðan miðjumann og það kom heldur betur í bakið á honum. City getur fullkomnað þrennuna á morgun með sigri. Liðið vann enska bikarmeistaratitilinn síðastliðin laugardag með 2-1 sigri á Manchester United. Tveimur vikum áður varð City enskur meistari. Ekki auðvelt að sækja gegn varnarmúr Inter „Undanfarna daga hef ég reynt að skilja hvernig leik við þurfum að spila. Við þurfum að spila okkar leik en á sama tíma verður þetta leikur með mikið af hindrunum,“ segir Guardiola. "It's not easy to win the treble" Flashback to Pep Guardiola in 2014 pic.twitter.com/yhHrnUqkdC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2023 City er í svipaðri stöðu og fyrir úrslitaleikinn 2021. Þeir eru sigurstranglegri og spila á móti liði sem er tilbúið að leggjast með varnarlínuna neðarlega á völlinn. „Það er ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi. Við þurfum að spila hratt en á sama tíma vera þolinmóðir. Við erum ekki að fara komast í gegn á þremur sendingum. Við þurfum að spila á réttum hraða. Það er eitt af því mikilvægasta í svona leik,“ segir Guardiola. „Stjórna flestum leikjum á Ítalíu“ Búist er við því að City verði meira með boltann í leiknum á morgun líkt og í flestum leikjum. Guardiola segir að leikmenn sínir gætu orðið stressaðir ef hlutirnir muni ekki ganga upp sóknarlega. „Þeir eru vanir að stjórna flestum leikjum á Ítalíu. Þeir eru mjög góðir sóknarlega, svo við verðum að verjast mjög vel. Þetta er úrslitaleikur á móti frábæru liði,“ segir Guardiola. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn gerir hann sér grein fyrir gæðum Inter Milan. „Auðvitað erum við spenntir og ég er mjög bjartsýnn en á sama tíma get ég ekki neitað fyrir gæði andstæðingsins. Ég hef aldrei gert það og sérstaklega ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir Guardiola. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Guardiola hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu. Fyrst árið 2009 og aftur tveimur árum síðar. Í bæði skiptin með Barcelona en hefur ekki komist nálægt því aftur nema einu sinni. Þegar City tapaði gegn Chelsea í úrslitaleiknum árið 2021. Þá var Guardiola sakaður um að ofhugsa taktíkina í aðdraganda leiksins. Hann ákvað að spila ekki með neinn varnarsinnaðan miðjumann og það kom heldur betur í bakið á honum. City getur fullkomnað þrennuna á morgun með sigri. Liðið vann enska bikarmeistaratitilinn síðastliðin laugardag með 2-1 sigri á Manchester United. Tveimur vikum áður varð City enskur meistari. Ekki auðvelt að sækja gegn varnarmúr Inter „Undanfarna daga hef ég reynt að skilja hvernig leik við þurfum að spila. Við þurfum að spila okkar leik en á sama tíma verður þetta leikur með mikið af hindrunum,“ segir Guardiola. "It's not easy to win the treble" Flashback to Pep Guardiola in 2014 pic.twitter.com/yhHrnUqkdC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2023 City er í svipaðri stöðu og fyrir úrslitaleikinn 2021. Þeir eru sigurstranglegri og spila á móti liði sem er tilbúið að leggjast með varnarlínuna neðarlega á völlinn. „Það er ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi. Við þurfum að spila hratt en á sama tíma vera þolinmóðir. Við erum ekki að fara komast í gegn á þremur sendingum. Við þurfum að spila á réttum hraða. Það er eitt af því mikilvægasta í svona leik,“ segir Guardiola. „Stjórna flestum leikjum á Ítalíu“ Búist er við því að City verði meira með boltann í leiknum á morgun líkt og í flestum leikjum. Guardiola segir að leikmenn sínir gætu orðið stressaðir ef hlutirnir muni ekki ganga upp sóknarlega. „Þeir eru vanir að stjórna flestum leikjum á Ítalíu. Þeir eru mjög góðir sóknarlega, svo við verðum að verjast mjög vel. Þetta er úrslitaleikur á móti frábæru liði,“ segir Guardiola. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn gerir hann sér grein fyrir gæðum Inter Milan. „Auðvitað erum við spenntir og ég er mjög bjartsýnn en á sama tíma get ég ekki neitað fyrir gæði andstæðingsins. Ég hef aldrei gert það og sérstaklega ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir Guardiola. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02