„Ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi“ Jón Már Ferro skrifar 9. júní 2023 18:46 Pep Guardiola fagnaði vel og innilega eftir að Manchester City tryggði sig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Spurning hvort hann fagni eftir sjálfan úrslitaleikinn á morgun. Vísir/Getty „Ég er svo þakklátur fyrir það sem leikmennirnir mínir hafa gert og eru að gera. En úrslitaleikir eru gjörólíkir öðrum leikjum,“ segir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu. Guardiola hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu. Fyrst árið 2009 og aftur tveimur árum síðar. Í bæði skiptin með Barcelona en hefur ekki komist nálægt því aftur nema einu sinni. Þegar City tapaði gegn Chelsea í úrslitaleiknum árið 2021. Þá var Guardiola sakaður um að ofhugsa taktíkina í aðdraganda leiksins. Hann ákvað að spila ekki með neinn varnarsinnaðan miðjumann og það kom heldur betur í bakið á honum. City getur fullkomnað þrennuna á morgun með sigri. Liðið vann enska bikarmeistaratitilinn síðastliðin laugardag með 2-1 sigri á Manchester United. Tveimur vikum áður varð City enskur meistari. Ekki auðvelt að sækja gegn varnarmúr Inter „Undanfarna daga hef ég reynt að skilja hvernig leik við þurfum að spila. Við þurfum að spila okkar leik en á sama tíma verður þetta leikur með mikið af hindrunum,“ segir Guardiola. "It's not easy to win the treble" Flashback to Pep Guardiola in 2014 pic.twitter.com/yhHrnUqkdC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2023 City er í svipaðri stöðu og fyrir úrslitaleikinn 2021. Þeir eru sigurstranglegri og spila á móti liði sem er tilbúið að leggjast með varnarlínuna neðarlega á völlinn. „Það er ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi. Við þurfum að spila hratt en á sama tíma vera þolinmóðir. Við erum ekki að fara komast í gegn á þremur sendingum. Við þurfum að spila á réttum hraða. Það er eitt af því mikilvægasta í svona leik,“ segir Guardiola. „Stjórna flestum leikjum á Ítalíu“ Búist er við því að City verði meira með boltann í leiknum á morgun líkt og í flestum leikjum. Guardiola segir að leikmenn sínir gætu orðið stressaðir ef hlutirnir muni ekki ganga upp sóknarlega. „Þeir eru vanir að stjórna flestum leikjum á Ítalíu. Þeir eru mjög góðir sóknarlega, svo við verðum að verjast mjög vel. Þetta er úrslitaleikur á móti frábæru liði,“ segir Guardiola. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn gerir hann sér grein fyrir gæðum Inter Milan. „Auðvitað erum við spenntir og ég er mjög bjartsýnn en á sama tíma get ég ekki neitað fyrir gæði andstæðingsins. Ég hef aldrei gert það og sérstaklega ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir Guardiola. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Guardiola hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu. Fyrst árið 2009 og aftur tveimur árum síðar. Í bæði skiptin með Barcelona en hefur ekki komist nálægt því aftur nema einu sinni. Þegar City tapaði gegn Chelsea í úrslitaleiknum árið 2021. Þá var Guardiola sakaður um að ofhugsa taktíkina í aðdraganda leiksins. Hann ákvað að spila ekki með neinn varnarsinnaðan miðjumann og það kom heldur betur í bakið á honum. City getur fullkomnað þrennuna á morgun með sigri. Liðið vann enska bikarmeistaratitilinn síðastliðin laugardag með 2-1 sigri á Manchester United. Tveimur vikum áður varð City enskur meistari. Ekki auðvelt að sækja gegn varnarmúr Inter „Undanfarna daga hef ég reynt að skilja hvernig leik við þurfum að spila. Við þurfum að spila okkar leik en á sama tíma verður þetta leikur með mikið af hindrunum,“ segir Guardiola. "It's not easy to win the treble" Flashback to Pep Guardiola in 2014 pic.twitter.com/yhHrnUqkdC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2023 City er í svipaðri stöðu og fyrir úrslitaleikinn 2021. Þeir eru sigurstranglegri og spila á móti liði sem er tilbúið að leggjast með varnarlínuna neðarlega á völlinn. „Það er ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi. Við þurfum að spila hratt en á sama tíma vera þolinmóðir. Við erum ekki að fara komast í gegn á þremur sendingum. Við þurfum að spila á réttum hraða. Það er eitt af því mikilvægasta í svona leik,“ segir Guardiola. „Stjórna flestum leikjum á Ítalíu“ Búist er við því að City verði meira með boltann í leiknum á morgun líkt og í flestum leikjum. Guardiola segir að leikmenn sínir gætu orðið stressaðir ef hlutirnir muni ekki ganga upp sóknarlega. „Þeir eru vanir að stjórna flestum leikjum á Ítalíu. Þeir eru mjög góðir sóknarlega, svo við verðum að verjast mjög vel. Þetta er úrslitaleikur á móti frábæru liði,“ segir Guardiola. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn gerir hann sér grein fyrir gæðum Inter Milan. „Auðvitað erum við spenntir og ég er mjög bjartsýnn en á sama tíma get ég ekki neitað fyrir gæði andstæðingsins. Ég hef aldrei gert það og sérstaklega ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir Guardiola. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02