Kjarabót fyrir öryrkja muni ekki setja þjóðarbúið á hliðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2023 12:41 Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður ÖBÍ. Vísir/Vilhelm Formaður ÖBÍ segir pólitískan vilja það eina sem þurfi til að kaupmáttur þeirra sem höllustum fæti standa verði varinn. Aðgerir ríkisstjórnarinnar dugi ekki til. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem fyrirhuguð tveggja komma fimm prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga, sem er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við verðbólgu, er ekki ekki sögð duga til að verja kaupmátt öryrkja og fatlaðra. Formaður ÖBÍ segir kröfu bandalagsins um fjögurra komma tveggja prósenta hækkun miða að því að raunverulega verja kaupmáttinn. Í fjárlögum sé gert ráð fyrir núll komma fimm prósenta kaupmáttaraukningu hjá fötluðu fólki. „En til þess að þessi kaupmáttur aukist og staðið verði við það, þá þarf lífeyrir að hækka meira en verðlag. Það er ekki að gerast með 2,5 prósenta hækkun sem nú er boðuð. Við settumst niður og skoðuðum þetta og förum fram með mjög hóflegar kröfur þegar við förum fram á 4,2 prósenta hækkun,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. 2,5 prósent ekki það sama og 2,5 prósent Í aðgerðum ríkisstjórnarinnar felst einnig að dregið verður úr fyrirhugaðri launahækkun æðstu ráðamanna næstu mánaðamót. Launin hækka um tvö komma fimm prósent í stað sex prósenta. Þannig á að hækka lífeyrinn um sama hlutfall og laun ráðamanna. Þuríður bendir á að þarna sé mikill munur á. ÖBÍ bendir á að krónutölumunurinn á 2,5 prósenta hækkun lífeyris annars vegar og launa þingmanna og annarra ráðamanna hins vegar sé mikill.ÖBÍ „Það er bara gríðarlega mikilvægt að fátækasta fólkið í þessu samfélagi, því sé lyft meira. Það ger gríðarlegur munur á því hvort þú ert að fá 7.000 krónur á mánuði eða 33.000 krónur á mánuði, eða meira.“ „Ef það er raunverulegur pólitískur vilji fyrir því að bæta stöðu þess hóps sem verst stendur í samfélaginu, þá er það vel mögulegt og það er ekki eitthvað sem mun setja samfélagið eða þjóðarbúið á annan endann.“ Félagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segja 2,5 prósent ekki duga til og krefjast hækkunar upp á 4,2 prósent Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,2 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þau 2,5 prósent sem ríkisstjórnin leggur til í aðgerðapakka sínum dugi ekki til að vega upp á móti þrálátri verðbólgu og verja kaupmátt. 9. júní 2023 08:32 Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. 6. júní 2023 13:01 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem fyrirhuguð tveggja komma fimm prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga, sem er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við verðbólgu, er ekki ekki sögð duga til að verja kaupmátt öryrkja og fatlaðra. Formaður ÖBÍ segir kröfu bandalagsins um fjögurra komma tveggja prósenta hækkun miða að því að raunverulega verja kaupmáttinn. Í fjárlögum sé gert ráð fyrir núll komma fimm prósenta kaupmáttaraukningu hjá fötluðu fólki. „En til þess að þessi kaupmáttur aukist og staðið verði við það, þá þarf lífeyrir að hækka meira en verðlag. Það er ekki að gerast með 2,5 prósenta hækkun sem nú er boðuð. Við settumst niður og skoðuðum þetta og förum fram með mjög hóflegar kröfur þegar við förum fram á 4,2 prósenta hækkun,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. 2,5 prósent ekki það sama og 2,5 prósent Í aðgerðum ríkisstjórnarinnar felst einnig að dregið verður úr fyrirhugaðri launahækkun æðstu ráðamanna næstu mánaðamót. Launin hækka um tvö komma fimm prósent í stað sex prósenta. Þannig á að hækka lífeyrinn um sama hlutfall og laun ráðamanna. Þuríður bendir á að þarna sé mikill munur á. ÖBÍ bendir á að krónutölumunurinn á 2,5 prósenta hækkun lífeyris annars vegar og launa þingmanna og annarra ráðamanna hins vegar sé mikill.ÖBÍ „Það er bara gríðarlega mikilvægt að fátækasta fólkið í þessu samfélagi, því sé lyft meira. Það ger gríðarlegur munur á því hvort þú ert að fá 7.000 krónur á mánuði eða 33.000 krónur á mánuði, eða meira.“ „Ef það er raunverulegur pólitískur vilji fyrir því að bæta stöðu þess hóps sem verst stendur í samfélaginu, þá er það vel mögulegt og það er ekki eitthvað sem mun setja samfélagið eða þjóðarbúið á annan endann.“
Félagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segja 2,5 prósent ekki duga til og krefjast hækkunar upp á 4,2 prósent Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,2 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þau 2,5 prósent sem ríkisstjórnin leggur til í aðgerðapakka sínum dugi ekki til að vega upp á móti þrálátri verðbólgu og verja kaupmátt. 9. júní 2023 08:32 Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. 6. júní 2023 13:01 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Segja 2,5 prósent ekki duga til og krefjast hækkunar upp á 4,2 prósent Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,2 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þau 2,5 prósent sem ríkisstjórnin leggur til í aðgerðapakka sínum dugi ekki til að vega upp á móti þrálátri verðbólgu og verja kaupmátt. 9. júní 2023 08:32
Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. 6. júní 2023 13:01