Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2023 14:02 Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag og freistar þess nú að klára þrennuna gegn Inter í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun. James Williamson - AMA/Getty Images Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag með 2-1 sigri gegn Manchester United á Wembley, aðeins tveimur vikum eftir að Englandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að fullkomna stóru þrennuna, að vinna Englandsmeistaratitilinn, enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Aðeins einu liði í sögunni hefur tekist það, en það voru einmitt nágrannar þeirra í Manchester United sem gerðu það tímabilið 1998-99. Pressan er því mikil á bláa Manchester-liðinu á morgun þegar liðið mætir Inter í Istanbul. Pressan muni hafa mikið að segja Eins og áður segir hefur Paul Merson, sparkspekingur hjá Sky Sports, trú á því að Inter verði mun erfiðari andstæðingur fyrir City en Manchester United var. Hann segir að pressan spili þar stórt hlutverk. „Leikmenn City munu finna fyrir pressunni í úrslitaleiknum. Þeir mættu Chelsea í úrslitum fyrir tveimur árum og fólk bjóst við því að þeir myndu vinna það. Við getum líka skoðað undanúrslitaleiki þar sem fólk bjóst við því að þeir myndu vinna, en gerðu það ekki. Þetta er stór leikur og auðvitað verða þeir stressaðir,“ segir Merson í pistli á Sky Sports. „Þeir munu ekki oft komast í þessa stöðu aftur, sama hversu góðir þeir eru. Deildin sér um sína þar sem eru 38 leikir og þú færð smá slaka, en það þarf ekki nema eitt víti eins og þeir fengu á sig í leiknum á móti United og þá er þetta allt í einu orðinn leikur.“ Inter hafi framherjana sem United skorti Þá segir Merson að stór ástæða þess að leikurinn gegn Inter verði erfiðari en gegn United sé sú að ítalska liðið hafi framherjana sem United vanti. „Ég hef alltaf talið að þetta verði erfiðari leikur en gegn United. Inter er með alvöru framherja sem geta skaðað þig í Lautaro Martinez og Romelu Lukaku. Ég sé það ekki í þessum fremstu þrem hjá United, nema í Marcus Rashford. Það er þeirra vandamál. Þetta verður erfiður leikur og þeir verða stressaðir.“ „Ef bæði lið spila eins vel og þau geta þá vinnur Manchester City. En þeir eru mennskir og við höfum séð leiki þar sem þeir eru ekki á deginum sínum. Ekki oft, en það hefur komið fyrir,“ sagði Merson. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag með 2-1 sigri gegn Manchester United á Wembley, aðeins tveimur vikum eftir að Englandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að fullkomna stóru þrennuna, að vinna Englandsmeistaratitilinn, enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Aðeins einu liði í sögunni hefur tekist það, en það voru einmitt nágrannar þeirra í Manchester United sem gerðu það tímabilið 1998-99. Pressan er því mikil á bláa Manchester-liðinu á morgun þegar liðið mætir Inter í Istanbul. Pressan muni hafa mikið að segja Eins og áður segir hefur Paul Merson, sparkspekingur hjá Sky Sports, trú á því að Inter verði mun erfiðari andstæðingur fyrir City en Manchester United var. Hann segir að pressan spili þar stórt hlutverk. „Leikmenn City munu finna fyrir pressunni í úrslitaleiknum. Þeir mættu Chelsea í úrslitum fyrir tveimur árum og fólk bjóst við því að þeir myndu vinna það. Við getum líka skoðað undanúrslitaleiki þar sem fólk bjóst við því að þeir myndu vinna, en gerðu það ekki. Þetta er stór leikur og auðvitað verða þeir stressaðir,“ segir Merson í pistli á Sky Sports. „Þeir munu ekki oft komast í þessa stöðu aftur, sama hversu góðir þeir eru. Deildin sér um sína þar sem eru 38 leikir og þú færð smá slaka, en það þarf ekki nema eitt víti eins og þeir fengu á sig í leiknum á móti United og þá er þetta allt í einu orðinn leikur.“ Inter hafi framherjana sem United skorti Þá segir Merson að stór ástæða þess að leikurinn gegn Inter verði erfiðari en gegn United sé sú að ítalska liðið hafi framherjana sem United vanti. „Ég hef alltaf talið að þetta verði erfiðari leikur en gegn United. Inter er með alvöru framherja sem geta skaðað þig í Lautaro Martinez og Romelu Lukaku. Ég sé það ekki í þessum fremstu þrem hjá United, nema í Marcus Rashford. Það er þeirra vandamál. Þetta verður erfiður leikur og þeir verða stressaðir.“ „Ef bæði lið spila eins vel og þau geta þá vinnur Manchester City. En þeir eru mennskir og við höfum séð leiki þar sem þeir eru ekki á deginum sínum. Ekki oft, en það hefur komið fyrir,“ sagði Merson. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira