Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2023 14:02 Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag og freistar þess nú að klára þrennuna gegn Inter í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun. James Williamson - AMA/Getty Images Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag með 2-1 sigri gegn Manchester United á Wembley, aðeins tveimur vikum eftir að Englandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að fullkomna stóru þrennuna, að vinna Englandsmeistaratitilinn, enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Aðeins einu liði í sögunni hefur tekist það, en það voru einmitt nágrannar þeirra í Manchester United sem gerðu það tímabilið 1998-99. Pressan er því mikil á bláa Manchester-liðinu á morgun þegar liðið mætir Inter í Istanbul. Pressan muni hafa mikið að segja Eins og áður segir hefur Paul Merson, sparkspekingur hjá Sky Sports, trú á því að Inter verði mun erfiðari andstæðingur fyrir City en Manchester United var. Hann segir að pressan spili þar stórt hlutverk. „Leikmenn City munu finna fyrir pressunni í úrslitaleiknum. Þeir mættu Chelsea í úrslitum fyrir tveimur árum og fólk bjóst við því að þeir myndu vinna það. Við getum líka skoðað undanúrslitaleiki þar sem fólk bjóst við því að þeir myndu vinna, en gerðu það ekki. Þetta er stór leikur og auðvitað verða þeir stressaðir,“ segir Merson í pistli á Sky Sports. „Þeir munu ekki oft komast í þessa stöðu aftur, sama hversu góðir þeir eru. Deildin sér um sína þar sem eru 38 leikir og þú færð smá slaka, en það þarf ekki nema eitt víti eins og þeir fengu á sig í leiknum á móti United og þá er þetta allt í einu orðinn leikur.“ Inter hafi framherjana sem United skorti Þá segir Merson að stór ástæða þess að leikurinn gegn Inter verði erfiðari en gegn United sé sú að ítalska liðið hafi framherjana sem United vanti. „Ég hef alltaf talið að þetta verði erfiðari leikur en gegn United. Inter er með alvöru framherja sem geta skaðað þig í Lautaro Martinez og Romelu Lukaku. Ég sé það ekki í þessum fremstu þrem hjá United, nema í Marcus Rashford. Það er þeirra vandamál. Þetta verður erfiður leikur og þeir verða stressaðir.“ „Ef bæði lið spila eins vel og þau geta þá vinnur Manchester City. En þeir eru mennskir og við höfum séð leiki þar sem þeir eru ekki á deginum sínum. Ekki oft, en það hefur komið fyrir,“ sagði Merson. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag með 2-1 sigri gegn Manchester United á Wembley, aðeins tveimur vikum eftir að Englandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að fullkomna stóru þrennuna, að vinna Englandsmeistaratitilinn, enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Aðeins einu liði í sögunni hefur tekist það, en það voru einmitt nágrannar þeirra í Manchester United sem gerðu það tímabilið 1998-99. Pressan er því mikil á bláa Manchester-liðinu á morgun þegar liðið mætir Inter í Istanbul. Pressan muni hafa mikið að segja Eins og áður segir hefur Paul Merson, sparkspekingur hjá Sky Sports, trú á því að Inter verði mun erfiðari andstæðingur fyrir City en Manchester United var. Hann segir að pressan spili þar stórt hlutverk. „Leikmenn City munu finna fyrir pressunni í úrslitaleiknum. Þeir mættu Chelsea í úrslitum fyrir tveimur árum og fólk bjóst við því að þeir myndu vinna það. Við getum líka skoðað undanúrslitaleiki þar sem fólk bjóst við því að þeir myndu vinna, en gerðu það ekki. Þetta er stór leikur og auðvitað verða þeir stressaðir,“ segir Merson í pistli á Sky Sports. „Þeir munu ekki oft komast í þessa stöðu aftur, sama hversu góðir þeir eru. Deildin sér um sína þar sem eru 38 leikir og þú færð smá slaka, en það þarf ekki nema eitt víti eins og þeir fengu á sig í leiknum á móti United og þá er þetta allt í einu orðinn leikur.“ Inter hafi framherjana sem United skorti Þá segir Merson að stór ástæða þess að leikurinn gegn Inter verði erfiðari en gegn United sé sú að ítalska liðið hafi framherjana sem United vanti. „Ég hef alltaf talið að þetta verði erfiðari leikur en gegn United. Inter er með alvöru framherja sem geta skaðað þig í Lautaro Martinez og Romelu Lukaku. Ég sé það ekki í þessum fremstu þrem hjá United, nema í Marcus Rashford. Það er þeirra vandamál. Þetta verður erfiður leikur og þeir verða stressaðir.“ „Ef bæði lið spila eins vel og þau geta þá vinnur Manchester City. En þeir eru mennskir og við höfum séð leiki þar sem þeir eru ekki á deginum sínum. Ekki oft, en það hefur komið fyrir,“ sagði Merson. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira