Noel Gallagher ætlar að koma (næstum) nakinn fram ef City verða Evrópumeistarar Siggeir Ævarsson skrifar 8. júní 2023 23:31 Noel Gallagher, oft þekktur sem rólegri Gallagher-bróðirinn. Noel Gallagher ætlar að koma fram á tónleikum á nærbuxunum einum fata ef Manchester City fer með sigur af hólmi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter þann 10. júní. Noel, sem var annar af forsprökkum hinnar bresku rokksveitar Oasis og núverandi frontmaður sveitarinnar Noel Gallagher's High Flying Birds, er einn af hörðustu stuðningsmönnum Manchester City. Noel er einnig mikill aðdáandi Erling Håland en þessi mynd var tekinn af þeim félögum um daginn eftir 4-1 sigur City á Arsenal, og nú hefur Noel lofað að endurskapa myndina á tónleikum, sjálfur í hlutverki Håland. Noel Gallagher and Erling Haaland at the Etihad last night pic.twitter.com/sdwGsPRiFE— Oasis Mania (@OasisMania) April 27, 2023 Alla jafna missir Noel aldrei af úrslitaleik Meistaradeildarinnar og passar vel upp á að vera ekki bókaður í lok maí, en í ár gleymdi hann að gera ráð fyrir að dagsetningin færðist til vegna HM. „Ég er samningsbundinn um að spila á þessum tónleikum og það er í góðu lagi. Ég horfi á leikinn á bar í San Diego. Ef City vinnur og Håland skorar þrennu þá fer ég á svið á brókinni.“ - sagði Noel í samtali við vefsíðu Manchester City. Noel hefur gengið í gegnum súrt og sætt sem aðdáandi City til margra ára, en hann segir að tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar 2021 sé sennilega það sárasta sem hann hefur upplifað sem aðdáandi liðsins. „Það lá eitthvað í loftinu þennan dag. Þegar ég vaknaði um morguninn hugsaði ég hvað ég þoli ekki þegar ensk lið mætast í úrslitunum, því það er alltaf glatað að horfa á þá leiki.“ Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu á milli Manchester City og Inter, laugardaginn 10. júní, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn kl. 18:15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Noel, sem var annar af forsprökkum hinnar bresku rokksveitar Oasis og núverandi frontmaður sveitarinnar Noel Gallagher's High Flying Birds, er einn af hörðustu stuðningsmönnum Manchester City. Noel er einnig mikill aðdáandi Erling Håland en þessi mynd var tekinn af þeim félögum um daginn eftir 4-1 sigur City á Arsenal, og nú hefur Noel lofað að endurskapa myndina á tónleikum, sjálfur í hlutverki Håland. Noel Gallagher and Erling Haaland at the Etihad last night pic.twitter.com/sdwGsPRiFE— Oasis Mania (@OasisMania) April 27, 2023 Alla jafna missir Noel aldrei af úrslitaleik Meistaradeildarinnar og passar vel upp á að vera ekki bókaður í lok maí, en í ár gleymdi hann að gera ráð fyrir að dagsetningin færðist til vegna HM. „Ég er samningsbundinn um að spila á þessum tónleikum og það er í góðu lagi. Ég horfi á leikinn á bar í San Diego. Ef City vinnur og Håland skorar þrennu þá fer ég á svið á brókinni.“ - sagði Noel í samtali við vefsíðu Manchester City. Noel hefur gengið í gegnum súrt og sætt sem aðdáandi City til margra ára, en hann segir að tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar 2021 sé sennilega það sárasta sem hann hefur upplifað sem aðdáandi liðsins. „Það lá eitthvað í loftinu þennan dag. Þegar ég vaknaði um morguninn hugsaði ég hvað ég þoli ekki þegar ensk lið mætast í úrslitunum, því það er alltaf glatað að horfa á þá leiki.“ Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu á milli Manchester City og Inter, laugardaginn 10. júní, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn kl. 18:15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira