Enski boltinn

Ætla að fá Kane fyrir Benzema

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Kane var næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili.
Harry Kane var næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. getty/Gareth Copley

Real Madrid gæti reynt að fá Harry Kane til að fylla skarð Karims Benzema sem er á förum frá félaginu.

Benzema lék sinn síðasta leik fyrir Real Madrid þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

Benzema skilur eftir sig stórt skarð enda verið hjá Real Madrid í fjórtán ár og er næstmarkahæstur í sögu félagsins.

Til að fylla í skarðið gæti Real Madrid reynt að kaupa Kane frá Tottenham. Talið er að Real Madrid muni bjóða hundrað milljónir punda í enska landsliðsfyrirliðann.

Kane, sem verður þrítugur á árinu, hefur verið þrálátlega orðaður við önnur félög, meðal annars Manchester United. En nú er Real Madrid komið inn í myndina og gæti reynt að freista Kanes og Tottenham.

Ef Real Madrid kaupir ekki Kane gæti félagið reynt að fá Kai Havertz frá Chelsea. Hann er töluvert ódýrari kostur fyrir Madrídinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×