„Ég verð ekkert rosalega stressuð“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2023 09:01 Sveindís Jane Jónsdóttir fer einbeitt inn í úrslitaleikinn gegn Barcelona í dag. Getty/Boris Streubel Það er hægt að nota ýmis lýsingarorð um Sveindísi Jane Jónsdóttur og eitt af því er hvað hún er svöl. Það er engin tilviljun að Wolfsburg nýtir hana til að kynna nýju treyjurnar sínar, og að hún hefur blómstrað í stórleikjum gegn Bayern München og Arsenal í vor. Og nú er komið að því að halda kúlinu í stærsta leik ársins. Sveindís, sem fagnar 22 ára afmæli á mánudaginn, spilar í dag úrslitaleik gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu, fyrir framan troðfullan leikvang í Eindhoven í Hollandi. Leikurinn, sem hefst klukkan 14, verður í beinni og opinni útsendingu DAZN um allan heim, meðal annars á Vísi. Þó að óumdeilanlega sé um að ræða stærsta leik sem Sveindís hefur spilað, og tækifæri fyrir hana til að verða þriðji Íslendingurinn til að vinna Meistaradeild Evrópu í fótbolta (á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur og Eiði Smára Guðjohnsen), er ekki á Keflvíkingnum að heyra að hún sé annað en svöl: „Ég verð ekkert rosalega stressuð fyrir leiki en það er alltaf smá fiðringur í maganum. Ég er meira spennt heldur en stressuð. Ef ég fæ að byrja þennan leik þá verður bara klikkað að labba inn á völlinn, Champions League lagið í gangi, troðfullur völlur. Þetta er náttúrulega bara draumur allra og ég get ekki beðið,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Klippa: Sveindís um stóru stundina „Þær fá alla pressuna á sig“ Wolfsburg steinlá gegn Barcelona fyrir ári síðan, þegar liðin mættust í tveggja leikja undanúrslitaeinvígi, en fyrri leikurinn fór 5-1 fyrir framan yfir 90.000 manns á Camp Nou. Börsungar spila nú til úrslita í keppninni þriðja árið í röð, hafa endurheimt bestu knattspyrnukonu heims því Alexia Putellas er komin af stað eftir meiðsli, og Sveindís viðurkennir að spænska liðið sé sigurstranglegra. „Í fyrra töpuðu þær úrslitaleiknum svo þær koma örugglega betur gíraðar núna, og vilja væntanlega ekki tapa tveimur úrslitaleikjum í röð. Það er þá líka meiri pressa á þeim. Þær fá alla pressuna á sig. Við erum „underdogs“. Ég held að það hjálpi okkur líka. Putellas er komin til baka og hefur verið að koma inn á í spænsku deildinni. Hún gæti mögulega byrjað inn á en ég held að það sé allt eins gott fyrir okkur að hún geri það. Hún er ekki komin í 100% leikform svo ég held að það breyti ekki miklu fyrir okkur hvort hún byrji leikinn eða komi inn á. Við hugsum fyrst og fremst um okkur sjálfar, og ef við spilum okkar leik er allt opið. Við gerðum það ekki í fyrri leiknum á móti þeim í fyrra. Ef við spilum betur en þá, þá eigum við alveg séns,“ segir Sveindís sem verður dyggilega studd af fjölskyldu og vinum í Eindhoven í dag. „Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur“ Wolfsburg hefur lengi verið í fremstu röð í Evrópu en tapað síðustu þremur úrslitaleikjum sínum í Meistaradeildinni, árin 2016, 2018 og 2020. Hungrið er því mikið í þýska félaginu. „Það eru ekki margar í hópnum sem hafa unnið Meistaradeildina, þó að einhverjar hafi gert það. Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur, að taka þátt í svona risaleik, þó við séum með mjög mikla reynslu. Það er mjög mikið hungur í okkur, við erum allar með augun á verðlaununum, vitum hvað við ætlum að gera og komum ótrúlega stemmdar í leikinn. Við viljum gera það sem við gerðum í seinni leiknum á móti þeim í fyrra þegar við sýndum að við getum alveg unnið Barcelona,“ segir Sveindís. Sveindís Jane Jónsdóttir smellir kossi á bikarinn eftir að hafa orðið bikarmeistari í Þýskalandi með Wolfsburg á dögunum.Getty/Alex Grimm Hún hefur þegar orðið þýskur bikarmeistari á þessari leiktíð, en þurfti rétt að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Íslendingaliðsins Bayern München. Voru það vonbrigði? „Já og nei. Við bætum það vonandi upp með því að vinna Meistaradeildartitil, sem er aðeins stærri titill. Við tókum bikarmeistaratitilinn en auðvitað viljum við vinna deildina líka. En við stóðum okkur bara ekki nógu vel í deildinni og áttum það ekki skilið eftir allt saman. Mér finnst við ekki vera með verra lið en Bayern, sem við sáum vinna Barcelona í Meistaradeildinni, svo við vitum að þetta er alveg jafnt. Við erum ekkert langt á eftir Barcelona þó við séum „underdogs“ í þessum úrslitaleik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 í dag að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Sjá meira
Sveindís, sem fagnar 22 ára afmæli á mánudaginn, spilar í dag úrslitaleik gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu, fyrir framan troðfullan leikvang í Eindhoven í Hollandi. Leikurinn, sem hefst klukkan 14, verður í beinni og opinni útsendingu DAZN um allan heim, meðal annars á Vísi. Þó að óumdeilanlega sé um að ræða stærsta leik sem Sveindís hefur spilað, og tækifæri fyrir hana til að verða þriðji Íslendingurinn til að vinna Meistaradeild Evrópu í fótbolta (á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur og Eiði Smára Guðjohnsen), er ekki á Keflvíkingnum að heyra að hún sé annað en svöl: „Ég verð ekkert rosalega stressuð fyrir leiki en það er alltaf smá fiðringur í maganum. Ég er meira spennt heldur en stressuð. Ef ég fæ að byrja þennan leik þá verður bara klikkað að labba inn á völlinn, Champions League lagið í gangi, troðfullur völlur. Þetta er náttúrulega bara draumur allra og ég get ekki beðið,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Klippa: Sveindís um stóru stundina „Þær fá alla pressuna á sig“ Wolfsburg steinlá gegn Barcelona fyrir ári síðan, þegar liðin mættust í tveggja leikja undanúrslitaeinvígi, en fyrri leikurinn fór 5-1 fyrir framan yfir 90.000 manns á Camp Nou. Börsungar spila nú til úrslita í keppninni þriðja árið í röð, hafa endurheimt bestu knattspyrnukonu heims því Alexia Putellas er komin af stað eftir meiðsli, og Sveindís viðurkennir að spænska liðið sé sigurstranglegra. „Í fyrra töpuðu þær úrslitaleiknum svo þær koma örugglega betur gíraðar núna, og vilja væntanlega ekki tapa tveimur úrslitaleikjum í röð. Það er þá líka meiri pressa á þeim. Þær fá alla pressuna á sig. Við erum „underdogs“. Ég held að það hjálpi okkur líka. Putellas er komin til baka og hefur verið að koma inn á í spænsku deildinni. Hún gæti mögulega byrjað inn á en ég held að það sé allt eins gott fyrir okkur að hún geri það. Hún er ekki komin í 100% leikform svo ég held að það breyti ekki miklu fyrir okkur hvort hún byrji leikinn eða komi inn á. Við hugsum fyrst og fremst um okkur sjálfar, og ef við spilum okkar leik er allt opið. Við gerðum það ekki í fyrri leiknum á móti þeim í fyrra. Ef við spilum betur en þá, þá eigum við alveg séns,“ segir Sveindís sem verður dyggilega studd af fjölskyldu og vinum í Eindhoven í dag. „Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur“ Wolfsburg hefur lengi verið í fremstu röð í Evrópu en tapað síðustu þremur úrslitaleikjum sínum í Meistaradeildinni, árin 2016, 2018 og 2020. Hungrið er því mikið í þýska félaginu. „Það eru ekki margar í hópnum sem hafa unnið Meistaradeildina, þó að einhverjar hafi gert það. Þetta er mjög stórt fyrir margar af okkur, að taka þátt í svona risaleik, þó við séum með mjög mikla reynslu. Það er mjög mikið hungur í okkur, við erum allar með augun á verðlaununum, vitum hvað við ætlum að gera og komum ótrúlega stemmdar í leikinn. Við viljum gera það sem við gerðum í seinni leiknum á móti þeim í fyrra þegar við sýndum að við getum alveg unnið Barcelona,“ segir Sveindís. Sveindís Jane Jónsdóttir smellir kossi á bikarinn eftir að hafa orðið bikarmeistari í Þýskalandi með Wolfsburg á dögunum.Getty/Alex Grimm Hún hefur þegar orðið þýskur bikarmeistari á þessari leiktíð, en þurfti rétt að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Íslendingaliðsins Bayern München. Voru það vonbrigði? „Já og nei. Við bætum það vonandi upp með því að vinna Meistaradeildartitil, sem er aðeins stærri titill. Við tókum bikarmeistaratitilinn en auðvitað viljum við vinna deildina líka. En við stóðum okkur bara ekki nógu vel í deildinni og áttum það ekki skilið eftir allt saman. Mér finnst við ekki vera með verra lið en Bayern, sem við sáum vinna Barcelona í Meistaradeildinni, svo við vitum að þetta er alveg jafnt. Við erum ekkert langt á eftir Barcelona þó við séum „underdogs“ í þessum úrslitaleik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 í dag að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Sjá meira