„Alveg galið hvað þær takast vel á við þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 12:00 Glódís Perla Viggósdóttir fylgist glaðbeitt með fyrirliðanum Linu Magull fá kampavínsbað eftir að meistaratitillinn var í höfn hjá Bayern München um liðna helgi. Getty/Sven Hoppe Glódís Perla Viggósdóttir nýtur þess í botn að vera með íslensku liðsfélagana Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Bayern München. Hún segir ekki mega vanmeta þeirra þátt í meistaratitlinum sem liðið fagnaði á sunnudaginn. „Þær eru algjörir snillingar, báðar tvær. Ótrúlega duglegar,“ segir Glódís um þær Karólínu og Cecilíu sem jafnframt eru liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu. Glódís lék hverja einustu mínútu á meistaratímabili Bayern í Þýskalandi í vetur. Hún er reynslumest íslenska tríósins, 27 ára gömul, og hefur unnið sig inn í mikið leiðtogahlutverk hjá þessu stórliði. Karólína, sem er 21 árs, og Cecilía sem er aðeins 19 ára, hafa hins vegar spilað mun minna. Karólína var fyrst þeirra til að koma til Bayern, í ársbyrjun 2021, en hún spilaði sjö deildarleiki í vetur, alla sem varamaður. Cecilía varði mark varaliðs Bayern í næstefstu deild og var stöku sinnum á varamannabekk aðalliðsins. Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir virðast ná einkar vel saman í München.Getty/Christian Hofer „Þær hafa kannski ekki fengið þær mínútur sem þær hefðu viljað en það er alveg galið hvað þær takast vel á við þetta. Sterkar andlega. Ég er ótrúlega stolt af þeim eftir þetta ár, og þær eiga hundrað prósent í þessum titli líka, þó að þær hafi ekki spilað eins mikið og þær hefðu viljað. Þær hafa alltaf gefið hundrað prósent fyrir liðið, og það er líka ótrúlega gaman að hafa þær utan fótboltans og geta verið saman. Talað íslensku,“ segir Glódís, eða „mamma Gló“ eins og hún hefur verið kölluð: „Svo er það alltaf sagt en þær hugsa alveg jafnmikið um mig,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís um Karólínu og Cecilíu Hún tekur undir það að Karólína og Cecilía séu í góðum málum þrátt fyrir að spila minna en þær hefðu ef til vill óskað: „Þær eru búnar að vera að æfa gríðarlega vel undanfarna mánuði og það hefði verið gaman að fá að sjá þær spila meira. En þetta er frábært æfingaumhverfi og þær eru að læra gríðarlega mikið, og styrkjast klárlega af þessu. Þetta er auðvitað ákveðið mótlæti líka, sem styrkir mann á endanum. Ég veit að þær munu læra helling af þessu og þetta mun hjálpa þeim á þeirra ferli í framtíðinni.“ Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Þær eru algjörir snillingar, báðar tvær. Ótrúlega duglegar,“ segir Glódís um þær Karólínu og Cecilíu sem jafnframt eru liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu. Glódís lék hverja einustu mínútu á meistaratímabili Bayern í Þýskalandi í vetur. Hún er reynslumest íslenska tríósins, 27 ára gömul, og hefur unnið sig inn í mikið leiðtogahlutverk hjá þessu stórliði. Karólína, sem er 21 árs, og Cecilía sem er aðeins 19 ára, hafa hins vegar spilað mun minna. Karólína var fyrst þeirra til að koma til Bayern, í ársbyrjun 2021, en hún spilaði sjö deildarleiki í vetur, alla sem varamaður. Cecilía varði mark varaliðs Bayern í næstefstu deild og var stöku sinnum á varamannabekk aðalliðsins. Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir virðast ná einkar vel saman í München.Getty/Christian Hofer „Þær hafa kannski ekki fengið þær mínútur sem þær hefðu viljað en það er alveg galið hvað þær takast vel á við þetta. Sterkar andlega. Ég er ótrúlega stolt af þeim eftir þetta ár, og þær eiga hundrað prósent í þessum titli líka, þó að þær hafi ekki spilað eins mikið og þær hefðu viljað. Þær hafa alltaf gefið hundrað prósent fyrir liðið, og það er líka ótrúlega gaman að hafa þær utan fótboltans og geta verið saman. Talað íslensku,“ segir Glódís, eða „mamma Gló“ eins og hún hefur verið kölluð: „Svo er það alltaf sagt en þær hugsa alveg jafnmikið um mig,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís um Karólínu og Cecilíu Hún tekur undir það að Karólína og Cecilía séu í góðum málum þrátt fyrir að spila minna en þær hefðu ef til vill óskað: „Þær eru búnar að vera að æfa gríðarlega vel undanfarna mánuði og það hefði verið gaman að fá að sjá þær spila meira. En þetta er frábært æfingaumhverfi og þær eru að læra gríðarlega mikið, og styrkjast klárlega af þessu. Þetta er auðvitað ákveðið mótlæti líka, sem styrkir mann á endanum. Ég veit að þær munu læra helling af þessu og þetta mun hjálpa þeim á þeirra ferli í framtíðinni.“
Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00