Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2023 07:00 Glódís Perla Viggósdóttir varð á dögunum þýskur meistari með Bayern München. Mark Wieland/Getty Images „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. Bayern tryggði sér titilinn í lokaumferð þýsku deildarinnar með ótrúlegum 11-1 sigri gegn Potsdam. Glódís Perla var lykilleikmaður á tímabilinu þar sem hún spilaði í hjarta varnarinnar með alla sína leiðtogahæfileika og fékk þar að blómstra í sínu hlutverki. Hún segir það ótrúlega tilfinningu þegar titillinn var loks í höfn. „Það var bara ótrúlega góða tilfinning. Þetta var mjög skrýtið tímabil að mörgu leyti og ég held að við sjálfar höfum ekkert endilega átt von á því meirihlutann af tímabilinu að þetta væri séns,“ sagði Glódís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo snérist allt við á lokasprettinum og það er bara geggjað að ná að klára þetta á okkar heimavelli með mikið af mörkum og í skemmtilegum leik með okkar stuðningsfólki. Þetta var bara geggjaður dagur.“ Klippa: Ég vil bara vinna meistaradeildina „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina“ Mörg félög í Evrópu hafa áhuga á því að reyna að klófesta Glódísi frá Bayern og má þar nefna Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Glódís segist þó ekki vera á förum frá Bayern. „Ég er bara með samning áfram við Bayern München við erum núna bara að fagna því að hafa unnið,“ sagði Glódís. „Eins og ég segi þá er ég samningsbundin í eitt ár í viðbót og þetta er ekkert sem ég er að skoða akkúrat núna.“ En hvert er næsta skref hjá landsliðsfyrirliðanum með einu stærsta félagsliði heims? „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina eins og líklega hjá öllum sem eru að spila á mínu stigi. Það er svona það sem ég væri rosalega til í klára áður en ég hætti í fótbolta. Hvar er besti möguleikinn á að gera það er ekki hægt að segja, en það er eitthvað sem mun vonandi gerast fyrir mig. Það er algjörlega mitt stærsta markmið,“ sagði Glódís að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira
Bayern tryggði sér titilinn í lokaumferð þýsku deildarinnar með ótrúlegum 11-1 sigri gegn Potsdam. Glódís Perla var lykilleikmaður á tímabilinu þar sem hún spilaði í hjarta varnarinnar með alla sína leiðtogahæfileika og fékk þar að blómstra í sínu hlutverki. Hún segir það ótrúlega tilfinningu þegar titillinn var loks í höfn. „Það var bara ótrúlega góða tilfinning. Þetta var mjög skrýtið tímabil að mörgu leyti og ég held að við sjálfar höfum ekkert endilega átt von á því meirihlutann af tímabilinu að þetta væri séns,“ sagði Glódís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo snérist allt við á lokasprettinum og það er bara geggjað að ná að klára þetta á okkar heimavelli með mikið af mörkum og í skemmtilegum leik með okkar stuðningsfólki. Þetta var bara geggjaður dagur.“ Klippa: Ég vil bara vinna meistaradeildina „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina“ Mörg félög í Evrópu hafa áhuga á því að reyna að klófesta Glódísi frá Bayern og má þar nefna Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Glódís segist þó ekki vera á förum frá Bayern. „Ég er bara með samning áfram við Bayern München við erum núna bara að fagna því að hafa unnið,“ sagði Glódís. „Eins og ég segi þá er ég samningsbundin í eitt ár í viðbót og þetta er ekkert sem ég er að skoða akkúrat núna.“ En hvert er næsta skref hjá landsliðsfyrirliðanum með einu stærsta félagsliði heims? „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina eins og líklega hjá öllum sem eru að spila á mínu stigi. Það er svona það sem ég væri rosalega til í klára áður en ég hætti í fótbolta. Hvar er besti möguleikinn á að gera það er ekki hægt að segja, en það er eitthvað sem mun vonandi gerast fyrir mig. Það er algjörlega mitt stærsta markmið,“ sagði Glódís að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira