Biðjast afsökunar á afleitum Gollum-leik Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2023 18:00 Aðdáendur Hringadróttinssögu eru ekki hrifnir af nýjasta Gollum. skjáskot Framleiðendur tölvuleiksins Hringadróttinssaga: Gollum hafa beðið aðdáendur afsökunar á leiknum sem virðist haldinn mýmörgum göllum. Grafík leiksins er með eindæmum léleg. Leikurinn, sem kom úr þann 25. maí síðastliðinn, hverfist um eina goðsagnakenndustu persónu Hringadróttinsbókanna, Gollum. Í leiknum geta spilarar stjórnað Gollum, sem áður hét Sméagol, og skriðið um ýmsa áfangastaði Miðgarðs, sögusvið bóka Tolkien. Hér að neðan má sjá stiklu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YYrJdAdi1WI">watch on YouTube</a> Leikurinn hefur fengið vægast sagt slæma dóma og keppast gagnrýnendur við að gera lítið úr leiknum. Í gagnrýni Guardian segir að leikurinn sé ófrumlegur, óáhugaverður og í grundvallaratriðum gallaður ævintýraleikur sem tekst ekki að fanga neitt spennandi við heim Tolkien. Samt sem áður virðast spilarar til í að prófa leikinn, en í Bretlandi var leikurinn á meðal 10 mest keyptu í vikunni. Degi eftir að leikurinn var gefinn út bað framleiðandinn, Deadalic, afsökunar á leiknum á Twitter. Kveðst framleiðandinn harma það mjög að leikurinn standist ekki væntingar spilara og lofar úrbótum. A few words from the " The Lord of the Rings: Gollum™ " team pic.twitter.com/adPamy5EjO— The Lord of the Rings: Gollum (@GollumGame) May 26, 2023 Von er á gagnrýni Leikjavísis um leikinn á næstunni. Leikjavísir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Leikurinn, sem kom úr þann 25. maí síðastliðinn, hverfist um eina goðsagnakenndustu persónu Hringadróttinsbókanna, Gollum. Í leiknum geta spilarar stjórnað Gollum, sem áður hét Sméagol, og skriðið um ýmsa áfangastaði Miðgarðs, sögusvið bóka Tolkien. Hér að neðan má sjá stiklu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YYrJdAdi1WI">watch on YouTube</a> Leikurinn hefur fengið vægast sagt slæma dóma og keppast gagnrýnendur við að gera lítið úr leiknum. Í gagnrýni Guardian segir að leikurinn sé ófrumlegur, óáhugaverður og í grundvallaratriðum gallaður ævintýraleikur sem tekst ekki að fanga neitt spennandi við heim Tolkien. Samt sem áður virðast spilarar til í að prófa leikinn, en í Bretlandi var leikurinn á meðal 10 mest keyptu í vikunni. Degi eftir að leikurinn var gefinn út bað framleiðandinn, Deadalic, afsökunar á leiknum á Twitter. Kveðst framleiðandinn harma það mjög að leikurinn standist ekki væntingar spilara og lofar úrbótum. A few words from the " The Lord of the Rings: Gollum™ " team pic.twitter.com/adPamy5EjO— The Lord of the Rings: Gollum (@GollumGame) May 26, 2023 Von er á gagnrýni Leikjavísis um leikinn á næstunni.
Leikjavísir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira