Börsungar unnu stórsigur | Atlético Madrid heldur í við nágranna sína Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2023 19:00 Ansu Fati skoraði tvö fyrir Barcelona í dag. David Ramos/Getty Images Níu leikir í næstsíðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu voru leiknir samtímis í dag. Barcelona vann öruggan 3-0 sigur gegn Mallorca og Atlético Madrid getur enn stolið öðru sætinu af nágrönnum sínum í Rea Madrid eftir 2-1 sigur gegn Real Sociedad. Það var Ansu Fati sem kom Börsungum yfir gegn Mallorca strax á fyrstu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Gavi. Gestirnir gerðu sér svo enn erfiðara fyrir þegar Amath Ndiaye fékk að líta beint rautt spjald á 14. mínútu leiksins og Mallorca þurfti því að spila manni færri það sem eftir lifði leiks. Börsungar nýttu sér liðsmuninn og Ansu Fati bætti öðru marki sínu við tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Robert Lewandowski og staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu svo endanlega út um leikinn þegar um tuttugu mínútur voru eftir þegar Gavi kom boltanum í netið eftir undirbúning Ousmane Dembele. Niðurstaðan því 3-0 sigur Barcelona sem hefur nú þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn. 🚨 FULL TIME!!!!!!!!!!#BarçaMallorca #FinsAviatSCN pic.twitter.com/4S5L8gojcA— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 28, 2023 Þá vann Atlético Madrid mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Real Sociedad á sama tíma. Antoine Griezmann og Nahuel Molina sáu um markaskorun heimamanna áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir gestina. Atlético Madrid er nú í þriðja sæti deildarinnar með 76 stig þegar ein umferð er eftir af tímabilinu, einu stigi minna en nágrannar þeirra í Real Madrid sem sitja í öðru sæti. Real Sociedad situr hins vegar í fjórða sæti með 68 stig og getur hvorki farið ofar né neðar í lokaumferðinni. Úrslit dagsins Almeria 0-0 Real Valladolid Athletic Bilbao 0-1 Elche Atlético Madrid 2-1 Real Sociedad Barcelona 3-0 Mallorca Cadiz 1-0 Celta Vigo Getafe 2-1 Osasuna Girona 1-2 Real Betis Rayo Vallecano 2-1 Villarreal Valencia 2-2 Espanyol Spænski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Sjá meira
Það var Ansu Fati sem kom Börsungum yfir gegn Mallorca strax á fyrstu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Gavi. Gestirnir gerðu sér svo enn erfiðara fyrir þegar Amath Ndiaye fékk að líta beint rautt spjald á 14. mínútu leiksins og Mallorca þurfti því að spila manni færri það sem eftir lifði leiks. Börsungar nýttu sér liðsmuninn og Ansu Fati bætti öðru marki sínu við tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Robert Lewandowski og staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu svo endanlega út um leikinn þegar um tuttugu mínútur voru eftir þegar Gavi kom boltanum í netið eftir undirbúning Ousmane Dembele. Niðurstaðan því 3-0 sigur Barcelona sem hefur nú þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn. 🚨 FULL TIME!!!!!!!!!!#BarçaMallorca #FinsAviatSCN pic.twitter.com/4S5L8gojcA— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 28, 2023 Þá vann Atlético Madrid mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Real Sociedad á sama tíma. Antoine Griezmann og Nahuel Molina sáu um markaskorun heimamanna áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir gestina. Atlético Madrid er nú í þriðja sæti deildarinnar með 76 stig þegar ein umferð er eftir af tímabilinu, einu stigi minna en nágrannar þeirra í Real Madrid sem sitja í öðru sæti. Real Sociedad situr hins vegar í fjórða sæti með 68 stig og getur hvorki farið ofar né neðar í lokaumferðinni. Úrslit dagsins Almeria 0-0 Real Valladolid Athletic Bilbao 0-1 Elche Atlético Madrid 2-1 Real Sociedad Barcelona 3-0 Mallorca Cadiz 1-0 Celta Vigo Getafe 2-1 Osasuna Girona 1-2 Real Betis Rayo Vallecano 2-1 Villarreal Valencia 2-2 Espanyol
Almeria 0-0 Real Valladolid Athletic Bilbao 0-1 Elche Atlético Madrid 2-1 Real Sociedad Barcelona 3-0 Mallorca Cadiz 1-0 Celta Vigo Getafe 2-1 Osasuna Girona 1-2 Real Betis Rayo Vallecano 2-1 Villarreal Valencia 2-2 Espanyol
Spænski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Sjá meira