Bayern München hrifsaði titilinn úr höndum Dortmund Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 15:34 Jamal Musiala skoraði sigurmark Bayern. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayern München er þýskur meistari í knattspyrnu ellefta árið í röð eftir dramatískan 2-1 útisigur gegn Köln í lokaumferð deildarinnar í dag. Dortmund þurfti sigur gegn Mainz til að halda toppsætinu og tryggja sér titilinn, en liðið þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli og misstu þar með titilinn frá sér. Spennustig heimamanna í Borussia Dortmund var greinilega nokkuð hátt er liðið mætti til leiks gegn Mainz og gestirnir tóku forystuna strax á 15. mínútu með marki frá Andreas Hanche-Olsen. Sebastien Haller fékk hins vegar gullið tækifæri til að jafna metin fyrir Dortmund af vítapunktinum stuttu síðar. Hollendingurinn lét þó verja frá sér og til að nudda salti í sárinn skoruðu gestirnir annað mark sitt fimm mínútum síðar og staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn. Þeim tókst að minnka muninn þegar Raphaël Guerreiro kom boltanum í netið á 69. mínútu áður en Niklas Süle jafnaði metin á sjöttu mínútu uppbótartíma. Dortmund náði hins vegar ekki að pota inn sigurmarkinu og niðurstaðan því 2-2 jafntefli, sem þýddi að Dortmund þurfti að treysta á að Köln tæki stig af Bayern München til að titillinn væri þeirra. 😫😔😣 pic.twitter.com/I62zzuI9fk— Borussia Dortmund (@BVB) May 27, 2023 Í leik Köln og Bayern var það Kingsley Coman sem kom gestunum í Bayern yfir strax á áttundu mínútu leiksins og lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Dejan Ljubicic jafnaði þó metin fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til leiksloka og stuðningsmenn Dortmund fögnuðu ekki minna en stuðningsmenn heimamanna. Leikmenn Bayern eru þó með svarta beltið í því að vinna titla og Jamal Musiala tryggði liðinu sigur með marki á 89. mínútu og um leið þýska meistaratitilinn. 🏆 🏆 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆 #MiaSanMeister #FCBayern #MiaSanMia— FC Bayern München (@FCBayern) May 27, 2023 Úrslit dagsins Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Spennustig heimamanna í Borussia Dortmund var greinilega nokkuð hátt er liðið mætti til leiks gegn Mainz og gestirnir tóku forystuna strax á 15. mínútu með marki frá Andreas Hanche-Olsen. Sebastien Haller fékk hins vegar gullið tækifæri til að jafna metin fyrir Dortmund af vítapunktinum stuttu síðar. Hollendingurinn lét þó verja frá sér og til að nudda salti í sárinn skoruðu gestirnir annað mark sitt fimm mínútum síðar og staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn. Þeim tókst að minnka muninn þegar Raphaël Guerreiro kom boltanum í netið á 69. mínútu áður en Niklas Süle jafnaði metin á sjöttu mínútu uppbótartíma. Dortmund náði hins vegar ekki að pota inn sigurmarkinu og niðurstaðan því 2-2 jafntefli, sem þýddi að Dortmund þurfti að treysta á að Köln tæki stig af Bayern München til að titillinn væri þeirra. 😫😔😣 pic.twitter.com/I62zzuI9fk— Borussia Dortmund (@BVB) May 27, 2023 Í leik Köln og Bayern var það Kingsley Coman sem kom gestunum í Bayern yfir strax á áttundu mínútu leiksins og lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Dejan Ljubicic jafnaði þó metin fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til leiksloka og stuðningsmenn Dortmund fögnuðu ekki minna en stuðningsmenn heimamanna. Leikmenn Bayern eru þó með svarta beltið í því að vinna titla og Jamal Musiala tryggði liðinu sigur með marki á 89. mínútu og um leið þýska meistaratitilinn. 🏆 🏆 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆 #MiaSanMeister #FCBayern #MiaSanMia— FC Bayern München (@FCBayern) May 27, 2023 Úrslit dagsins Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC
Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC
Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira