Kominn með nóg eftir óþverra helgarinnar: Íhugar að yfirgefa Spán Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 11:30 Vinicius Jr. í leiknum gegn Valencia á dögunum Vísir/Getty Vinicus Jr., leikmaður Real Madrid á Spáni, íhugar nú alvarlega að yfirgefa félagið og spænsku úrvalsdeildina eftir að hafa fengið sig fullsaddan af aðgerðarleysi deildarinnar gegn kynþáttaníði. Vinicius upplifir sig einan í baráttunni. Hópur stuðningsmanna Valencia tók sig til og beindu apahljóðum í áttina að Vinicius Junior í leik Valencia gegn Real Madrid á dögunum. Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem Vinicius verður fyrir kynþáttaníð í leik í spænsku úrvalsdeildinni en forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa fengið á sig mikla gagnrýni fyrir aðgerðaleysi sitt er kemur að því að taka á kynþáttaníði í deildinni. Upplifun Vinicius Jr. af leiknum gegn Valencia á dögunum, sem og pirringur hans gagnvart aðgerðarleysi spænsku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttaníð, hafa orðið til þess að hann efast nú um framtíð sína hjá Real Madrid að sögn The Athletic. Vinicius upplifir sig einan í sinni baráttu og í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í færslu á samfélagsmiðlum, má greina sterk skilaboð. „Ég er sterkur og mun fara alla leið í því að berjast gegn kynþáttaníð. Jafnvel þó það sé langt frá þessum stað.“ The Athletic setti sig við einstaklinga sem starfa náið með Vinicius og vildu fá svör við því hvort leikmaðurinn væri að ýja að brottför frá Real Madrid og spænsku úrvalsdeildinni. Umræddir heimildarmenn vildu koma fram undir nafnleynd og höfðu þetta að segja: „Já, þegar að þú stendur einn í baráttunni...Fram til þessa dags var ekki möguleiki á því (að Vinicius færi frá Real Madrid), frá deginum í dag er möguleikinn til staðar.“ Forseti deildarinnar drullaði yfir Vinicius Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brást í gær við ummælum Vinícius Junior sem sagði að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum. Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Spænski boltinn Tengdar fréttir Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Hópur stuðningsmanna Valencia tók sig til og beindu apahljóðum í áttina að Vinicius Junior í leik Valencia gegn Real Madrid á dögunum. Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem Vinicius verður fyrir kynþáttaníð í leik í spænsku úrvalsdeildinni en forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa fengið á sig mikla gagnrýni fyrir aðgerðaleysi sitt er kemur að því að taka á kynþáttaníði í deildinni. Upplifun Vinicius Jr. af leiknum gegn Valencia á dögunum, sem og pirringur hans gagnvart aðgerðarleysi spænsku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttaníð, hafa orðið til þess að hann efast nú um framtíð sína hjá Real Madrid að sögn The Athletic. Vinicius upplifir sig einan í sinni baráttu og í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í færslu á samfélagsmiðlum, má greina sterk skilaboð. „Ég er sterkur og mun fara alla leið í því að berjast gegn kynþáttaníð. Jafnvel þó það sé langt frá þessum stað.“ The Athletic setti sig við einstaklinga sem starfa náið með Vinicius og vildu fá svör við því hvort leikmaðurinn væri að ýja að brottför frá Real Madrid og spænsku úrvalsdeildinni. Umræddir heimildarmenn vildu koma fram undir nafnleynd og höfðu þetta að segja: „Já, þegar að þú stendur einn í baráttunni...Fram til þessa dags var ekki möguleiki á því (að Vinicius færi frá Real Madrid), frá deginum í dag er möguleikinn til staðar.“ Forseti deildarinnar drullaði yfir Vinicius Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brást í gær við ummælum Vinícius Junior sem sagði að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum. Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. 23. maí 2023 07:59