Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan en gestur fundarins verður Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, ásamt fulltrúum matvælaráðuneytis.
Í skýrslu Matvælastofnunar, sem birt var 8. maí síðastliðinn, kom fram að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland á síðasta ári hafi verið skotinn oftar en einu sinni. Sagði í skýrslunni að meta þyrfti hvort veiðar á stórhvelum gætu uppfyllt markmið laga um velferð dýra.
Áætlað er að fundurinn standi til klukkan 9:20.