Forseti La Liga drullar yfir Vinícius Junior Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2023 14:31 Javier Tebas og Vinícius Junior deila fyrir opnum tjöldum. vísir/getty Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brugðist við ummælum Vinícius Junior, leikmanns Real Madrid, um að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum. Vinícius varð fyrir kynþáttaníði í 1-0 tapi Real Madrid fyrir Valencia í gær. Brassinn var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hann braut á leikmanni Valencia, Hugo Duro. Fyrr í leiknum hafði hópur stuðningsmanna Valencia beint apahljóðum að Vinícius. Eftir leikinn sendi Vinícius rasistunum og spænsku úrvalsdeildinni tóninn. „Deildin sem gat einu sinni státað sig af Ronaldinho, Ronaldo, [Cristiano] Ronaldo og [Lionel] Messi tilheyrir rasistum í dag,“ skrifaði Vinícius á Instagram í gærkvöldi. „Þetta var ekki í fyrsta sinn, ekki annað og ekki þriðja. Rasismi hefur verið samþykktur í La Liga. Deildinni finnst þetta eðlilegt, spænska knattspyrnusambandinu líka og móherjar nýta sér það. Þetta fallega land sem bauð mig velkominn og ég elska er núna álitið rasískt. Ég finn til með Spánverjum sem eru ekki sammála en í dag er Spánn álitið rasískt land í Brasilíu. Því miður gerist þetta í hverri viku. En ég er sterkur og mun berjast allt til loka gegn rasistunum.“ Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Tebas sagði jafnframt að níu tilkynningar um kynþáttaníð í spænsku úrvalsdeildinni hefðu borist á þessu tímabili. Átta þeirra beindust gegn Vinícius. 1. Neither Spain nor @LaLiga is racist, it is unfair to say this.2. At @LaLiga we report and go after racism in the strongest possible way within our remit.3. We have reported nine instances of racist insults this season (eight have been against @vinijr). We always identify https://t.co/KFXHOJv6cb— Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) May 22, 2023 Jafnframt sagði Tebas að Vinícius hefði ekki mætt á tvo fundi sem hann óskaði eftir þar sem farið hefði verið yfir aðgerðir spænsku úrvalsdeildarinnar gegn rasisma. Tebas sagði ennfremur að Vinícius ætti að vera betur upplýstur áður en hann gagnrýndi og móðgaði La Liga. Ya que los que deberían no te explican qué es y qué puede hacer @LaLiga en los casos de racismo, hemos intentado explicártelo nosotros, pero no te has presentado a ninguna de las dos fechas acordadas que tú mismo solicitaste. Antes de criticar e injuriar a @LaLiga, es necesario https://t.co/pLCIx1b6hS pic.twitter.com/eHvdd3vJcb— Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) May 21, 2023 Vinícius brást við þessum ummælum Tebas og sagði að enn og aftur gagnrýndi hann sjálfan í stað þess að gagnrýna rasistana. Hann sagði jafnframt að Tebas væri ekkert skárri en rasistarnir. „Ég er ekki vinur þinn til að tala um rasisma. Ég vil aðgerðir og refsingar. Hasstög hreyfa ekki við mér,“ skrifaði Vinícius á Twitter. Mais uma vez, em vez de criticar racistas, o presidente da LaLiga aparece nas redes sociais para me atacar. Por mais que você fale e finja não ler, a imagem do seu campeonato está abalada. Veja as respostas do seus posts e tenha uma surpresa...Omitir-se só faz com que você se https://t.co/RGO9AZ24IA— Vini Jr. (@vinijr) May 21, 2023 Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira
Vinícius varð fyrir kynþáttaníði í 1-0 tapi Real Madrid fyrir Valencia í gær. Brassinn var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hann braut á leikmanni Valencia, Hugo Duro. Fyrr í leiknum hafði hópur stuðningsmanna Valencia beint apahljóðum að Vinícius. Eftir leikinn sendi Vinícius rasistunum og spænsku úrvalsdeildinni tóninn. „Deildin sem gat einu sinni státað sig af Ronaldinho, Ronaldo, [Cristiano] Ronaldo og [Lionel] Messi tilheyrir rasistum í dag,“ skrifaði Vinícius á Instagram í gærkvöldi. „Þetta var ekki í fyrsta sinn, ekki annað og ekki þriðja. Rasismi hefur verið samþykktur í La Liga. Deildinni finnst þetta eðlilegt, spænska knattspyrnusambandinu líka og móherjar nýta sér það. Þetta fallega land sem bauð mig velkominn og ég elska er núna álitið rasískt. Ég finn til með Spánverjum sem eru ekki sammála en í dag er Spánn álitið rasískt land í Brasilíu. Því miður gerist þetta í hverri viku. En ég er sterkur og mun berjast allt til loka gegn rasistunum.“ Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Tebas sagði jafnframt að níu tilkynningar um kynþáttaníð í spænsku úrvalsdeildinni hefðu borist á þessu tímabili. Átta þeirra beindust gegn Vinícius. 1. Neither Spain nor @LaLiga is racist, it is unfair to say this.2. At @LaLiga we report and go after racism in the strongest possible way within our remit.3. We have reported nine instances of racist insults this season (eight have been against @vinijr). We always identify https://t.co/KFXHOJv6cb— Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) May 22, 2023 Jafnframt sagði Tebas að Vinícius hefði ekki mætt á tvo fundi sem hann óskaði eftir þar sem farið hefði verið yfir aðgerðir spænsku úrvalsdeildarinnar gegn rasisma. Tebas sagði ennfremur að Vinícius ætti að vera betur upplýstur áður en hann gagnrýndi og móðgaði La Liga. Ya que los que deberían no te explican qué es y qué puede hacer @LaLiga en los casos de racismo, hemos intentado explicártelo nosotros, pero no te has presentado a ninguna de las dos fechas acordadas que tú mismo solicitaste. Antes de criticar e injuriar a @LaLiga, es necesario https://t.co/pLCIx1b6hS pic.twitter.com/eHvdd3vJcb— Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) May 21, 2023 Vinícius brást við þessum ummælum Tebas og sagði að enn og aftur gagnrýndi hann sjálfan í stað þess að gagnrýna rasistana. Hann sagði jafnframt að Tebas væri ekkert skárri en rasistarnir. „Ég er ekki vinur þinn til að tala um rasisma. Ég vil aðgerðir og refsingar. Hasstög hreyfa ekki við mér,“ skrifaði Vinícius á Twitter. Mais uma vez, em vez de criticar racistas, o presidente da LaLiga aparece nas redes sociais para me atacar. Por mais que você fale e finja não ler, a imagem do seu campeonato está abalada. Veja as respostas do seus posts e tenha uma surpresa...Omitir-se só faz com que você se https://t.co/RGO9AZ24IA— Vini Jr. (@vinijr) May 21, 2023
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira