Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 12:02 Dusan Vlahovic og félagar í Juventus komust í undanúrslit Evrópudeildarinnar en féllu úr leik eftir framlengingu gegn Sevilla. Getty/Nicolo Campo Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. Réttarhöldin fara fram í dag og samkvæmt frétt Reuters er búist við niðurstöðu síðdegis. FIGC prosecutor Giuseppe Chine has asked for Juventus to be handed an 11-point deduction in their new capital gains trial.https://t.co/jUhQMN9oX1 #Juventus #FIGC #SerieA #Calcio— Football Italia (@footballitalia) May 22, 2023 Juventus á einmitt leik fyrir höndum í kvöld, á útivelli gegn Empoli. Ef engin stig verða dregin af Juventus er liðið svo gott sem öruggt um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, því liðið er með 69 stig í 2. sæti. Eftir leiki kvöldsins verða tvær umferðir eftir. En verði ellefu stig tekin af Juventus dregst liðið niður í 7. sæti, eins og staðan er núna, og þyrfti kraftaverk til að komast í hóp fjögurra efstu liðanna og í Meistaradeildina. Liðið gæti hins vegar náð inn í Evrópudeildina eða Sambandsdeildina. Tímabilið hefur verið rússíbani fyrir Juventus vegna málsins. Fimmtán stig voru dregin af liðinu í janúar en íþróttamálayfirvöld í landinu felldu þá refsingu úr gildi í apríl og fyrirskipuðu ný réttarhöld, svo Juventus fékk þá aftur stigin og komst í Meistaradeildarsæti. Af Juventus er það einnig að frétta að hörð barátta virðist ætla að verða um framherja félagsins, Dusan Vlahovic. Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Bayern München og Manchester United séu í kapphlaupi um kappann en að ekki sé rétt að Chelsea hafi gert tilboð í hann, eins og fréttir hafa verið um, þó að áhugi sé á honum. Understand Chelsea haven t sent 80m bid for Dusan Vlahovi , as of now. He s one of many strikers appreciated at the club but no bid/talks. #CFCBayern and Man United remain in the race for Vlahovi but still waiting for Juventus decision. https://t.co/dJ3dfw7mwk pic.twitter.com/EtbrhDjJBy— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 21, 2023 Ítalski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Réttarhöldin fara fram í dag og samkvæmt frétt Reuters er búist við niðurstöðu síðdegis. FIGC prosecutor Giuseppe Chine has asked for Juventus to be handed an 11-point deduction in their new capital gains trial.https://t.co/jUhQMN9oX1 #Juventus #FIGC #SerieA #Calcio— Football Italia (@footballitalia) May 22, 2023 Juventus á einmitt leik fyrir höndum í kvöld, á útivelli gegn Empoli. Ef engin stig verða dregin af Juventus er liðið svo gott sem öruggt um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, því liðið er með 69 stig í 2. sæti. Eftir leiki kvöldsins verða tvær umferðir eftir. En verði ellefu stig tekin af Juventus dregst liðið niður í 7. sæti, eins og staðan er núna, og þyrfti kraftaverk til að komast í hóp fjögurra efstu liðanna og í Meistaradeildina. Liðið gæti hins vegar náð inn í Evrópudeildina eða Sambandsdeildina. Tímabilið hefur verið rússíbani fyrir Juventus vegna málsins. Fimmtán stig voru dregin af liðinu í janúar en íþróttamálayfirvöld í landinu felldu þá refsingu úr gildi í apríl og fyrirskipuðu ný réttarhöld, svo Juventus fékk þá aftur stigin og komst í Meistaradeildarsæti. Af Juventus er það einnig að frétta að hörð barátta virðist ætla að verða um framherja félagsins, Dusan Vlahovic. Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Bayern München og Manchester United séu í kapphlaupi um kappann en að ekki sé rétt að Chelsea hafi gert tilboð í hann, eins og fréttir hafa verið um, þó að áhugi sé á honum. Understand Chelsea haven t sent 80m bid for Dusan Vlahovi , as of now. He s one of many strikers appreciated at the club but no bid/talks. #CFCBayern and Man United remain in the race for Vlahovi but still waiting for Juventus decision. https://t.co/dJ3dfw7mwk pic.twitter.com/EtbrhDjJBy— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 21, 2023
Ítalski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira