Veðrið meira og minna eins út mánuðinn Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 21. maí 2023 20:04 Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að veðrið verði líklega eins út mánuðinn. Stöð 2 „Ég myndi nú halda að þetta væri svona á þessum nótum, kannski aðeins skárra þegar líður á vikuna. En svona samt í þessum takti eiginlega meira og minna út mánuðinn,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Veðrið hefur verið óspennandi víða um land, í það minnsta á Suður-, Vestur- og Norðurlandi en norðausturhornið hefur sloppið sæmilega til. Á Egilsstöðum mældist til að mynda 20 stiga hiti á föstudaginn. Veðrið virðist ekki ætla að breytast í bráð, en hér að neðan er mynd af korti Veðurstofunnar sem sýnir hádegi föstudagsins næstkomandi; tuttugu og eins stiga hiti og sólarglæta á Egilsstöðum og norðar, en rigning og rok annars staðar. Úrkoma hefur verið töluvert yfir meðallagi í maí.Veðurstofan „Þetta er orðið hvimleitt fyrir marga en þeir sem búa á norðausturhorninu, þeim finnst þetta fínt. Þar er þurrt og bjart og sæmilega hlýtt á meðan við eru hérna í hagléljum og strekkingsvindi,“ segir veðurfræðingurinn enn fremur. Óli Þór segir að meðalhitinn hafi verið tiltölulega hár miðað við maímánuði fyrri ára. Norðanáttin hafi þó áður verið algengari, sem oft fylgir kuldi og næturfrost, ólíkt suðvestanáttinni sem nú sé ríkjandi. En hvað útskýrir þetta veðurfar? „Ein aðalástæðan er sú að hæðin, sem að öllu jafna – og er flesta vetur yfir Asóreyjum, hún situr þar enn; ætti svona að vera farin að hnika sér af stað til Spánar en virðist ekki hafa neinn áhuga á því. Og fyrir vikið þá komast lægðirnar ekkert aðra leið en hérna yfir suðurodda Grænlands og upp Grænlandssund, og þar af leiðandi liggjum við í suðvestanáttinni eftir lægðirnar,“ segir Óli Þór veðurfræðingur að lokum. Veður Tengdar fréttir Heitasti dagur ársins í dag Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00. 19. maí 2023 17:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Veðrið hefur verið óspennandi víða um land, í það minnsta á Suður-, Vestur- og Norðurlandi en norðausturhornið hefur sloppið sæmilega til. Á Egilsstöðum mældist til að mynda 20 stiga hiti á föstudaginn. Veðrið virðist ekki ætla að breytast í bráð, en hér að neðan er mynd af korti Veðurstofunnar sem sýnir hádegi föstudagsins næstkomandi; tuttugu og eins stiga hiti og sólarglæta á Egilsstöðum og norðar, en rigning og rok annars staðar. Úrkoma hefur verið töluvert yfir meðallagi í maí.Veðurstofan „Þetta er orðið hvimleitt fyrir marga en þeir sem búa á norðausturhorninu, þeim finnst þetta fínt. Þar er þurrt og bjart og sæmilega hlýtt á meðan við eru hérna í hagléljum og strekkingsvindi,“ segir veðurfræðingurinn enn fremur. Óli Þór segir að meðalhitinn hafi verið tiltölulega hár miðað við maímánuði fyrri ára. Norðanáttin hafi þó áður verið algengari, sem oft fylgir kuldi og næturfrost, ólíkt suðvestanáttinni sem nú sé ríkjandi. En hvað útskýrir þetta veðurfar? „Ein aðalástæðan er sú að hæðin, sem að öllu jafna – og er flesta vetur yfir Asóreyjum, hún situr þar enn; ætti svona að vera farin að hnika sér af stað til Spánar en virðist ekki hafa neinn áhuga á því. Og fyrir vikið þá komast lægðirnar ekkert aðra leið en hérna yfir suðurodda Grænlands og upp Grænlandssund, og þar af leiðandi liggjum við í suðvestanáttinni eftir lægðirnar,“ segir Óli Þór veðurfræðingur að lokum.
Veður Tengdar fréttir Heitasti dagur ársins í dag Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00. 19. maí 2023 17:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Heitasti dagur ársins í dag Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00. 19. maí 2023 17:37