„Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2023 22:30 Ederson, Pep Guardiola og Kyle Walker fagna að leik loknum. Mateo Villalba/Getty Images Pep Guardiola viðurkenndi að leikmenn hans myndu fá að fagna því að Manchester City væri komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Fagnaðarlætin verða þó ekki of löng þar sem Man City getur tryggt sér enska meistaratitilinn á sunnudag. Man City valtaði fyrir Real Madríd í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum lauk með 4-0 sigri Manchester-liðsins og var síst of stór. Lærisveinar Pep voru þarna að hefna fyrir ófarirnar frá því á síðustu leiktíð þegar Real sló þá úr leik á dramatískan hátt og vann svo Meistaradeildina eftir sigur á Liverpool. „Mér leið eins og við værum að spila með ár af sársauka í maganum eftir það sem gerðist í fyrra. Var mjög grátlegt hvernig við féllum úr leik þá. Í dag sýndum við úr hverju við erum gerðir og hvað í okkur býr. Okkur líður mjög vel fyrir framan fólkið okkar,“ sagði Pep í viðtali eftir leik. „Að fólk hafi gagnrýnt karakter þessara leikmanna. Þessi hópur hefur undanfarið ár sýnt úr hverju hann er gerður, hversu sérstakur hann er. Ég vil hrósa öllum hjá félaginu, það hafa allir unnið að því að koma okkur hingað (í úrslit Meistaradeildarinnar). „Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Ekki of mikið en á sunnudag getum við tryggt okkur sigur í ensku úrvalsdeildinni. Á morgun verður morgunmatur með fjölskyldum leikmanna og starfsliðsins. Svo förum við að undirbúa leikinn á sunnudag.“ Um byrjun leiksins „Leikmennirnir voru frábærir. Á þessu stig og í svona leikjum þá mætir Bernardo Silva alltaf til leiks. Hann er einn af bestu leikmönnum sem ég hef séð á ævi minni.“ pic.twitter.com/xlvjudCbaa— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 „Við þurftum ekki að koma til baka eftir að lenda 3-1 undir. Þurftum bara að vinan einn leik, vera við sjálfir. Madríd er magnað lið en við unnum þá 2020. Það sem gerðist á síðustu leiktíð gerðist. Við vorum ekki með heppnina með okkur í liði. Í dag leið okkur þannig að leikmenn væru tilbúnir bæði andlega og líkamlega. Ég fann ekki fyrir spennu né stressi, mér leið eins og við værum tilbúnir.“ „Að spila úrslitaleik gegn ítölsku liði er ekki besta gjöfin. Þeir eru samkeppnishæfir. Við höfum hins vegar nægan tíma til að undirbúa okkur og munum gefa allt sem við eigum til að vinna,“ sagði Pep að endingu. CITY! pic.twitter.com/GBfEe514gv— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 Man City mætir Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 10. júní í Istanbúl í Tyrklandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Man City valtaði fyrir Real Madríd í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum lauk með 4-0 sigri Manchester-liðsins og var síst of stór. Lærisveinar Pep voru þarna að hefna fyrir ófarirnar frá því á síðustu leiktíð þegar Real sló þá úr leik á dramatískan hátt og vann svo Meistaradeildina eftir sigur á Liverpool. „Mér leið eins og við værum að spila með ár af sársauka í maganum eftir það sem gerðist í fyrra. Var mjög grátlegt hvernig við féllum úr leik þá. Í dag sýndum við úr hverju við erum gerðir og hvað í okkur býr. Okkur líður mjög vel fyrir framan fólkið okkar,“ sagði Pep í viðtali eftir leik. „Að fólk hafi gagnrýnt karakter þessara leikmanna. Þessi hópur hefur undanfarið ár sýnt úr hverju hann er gerður, hversu sérstakur hann er. Ég vil hrósa öllum hjá félaginu, það hafa allir unnið að því að koma okkur hingað (í úrslit Meistaradeildarinnar). „Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Ekki of mikið en á sunnudag getum við tryggt okkur sigur í ensku úrvalsdeildinni. Á morgun verður morgunmatur með fjölskyldum leikmanna og starfsliðsins. Svo förum við að undirbúa leikinn á sunnudag.“ Um byrjun leiksins „Leikmennirnir voru frábærir. Á þessu stig og í svona leikjum þá mætir Bernardo Silva alltaf til leiks. Hann er einn af bestu leikmönnum sem ég hef séð á ævi minni.“ pic.twitter.com/xlvjudCbaa— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 „Við þurftum ekki að koma til baka eftir að lenda 3-1 undir. Þurftum bara að vinan einn leik, vera við sjálfir. Madríd er magnað lið en við unnum þá 2020. Það sem gerðist á síðustu leiktíð gerðist. Við vorum ekki með heppnina með okkur í liði. Í dag leið okkur þannig að leikmenn væru tilbúnir bæði andlega og líkamlega. Ég fann ekki fyrir spennu né stressi, mér leið eins og við værum tilbúnir.“ „Að spila úrslitaleik gegn ítölsku liði er ekki besta gjöfin. Þeir eru samkeppnishæfir. Við höfum hins vegar nægan tíma til að undirbúa okkur og munum gefa allt sem við eigum til að vinna,“ sagði Pep að endingu. CITY! pic.twitter.com/GBfEe514gv— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 Man City mætir Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 10. júní í Istanbúl í Tyrklandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira