Risaleikur í kvöld: „Mín arfleifð er þegar orðin einstök“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 17:00 Pep Guardiola tekur utan um Erling Haaland sem hefur spilað stórkostlega undir hans stjórn á leiktíðinni. Getty/Michael Regan Manchester City hefur komið sér í frábært færi á að vinna þrennuna, og þar með Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Eitt allra þyngsta prófið á lokasprettinum þreytir liðið í kvöld, í sannkölluðum stórleik gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Madrid í síðustu viku og því verður allt í járnum þegar flautað verður til leiks í Manchester í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Guardiola hefur tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu sem knattspyrnustjóri, með Barcelona árin 2009 og 2011, en City hefur aldrei náð að landa Evrópumeistaratitlinum þrátt fyrir mikla titlasöfnun í Englandi síðustu ár. „Ég hef verið í þessari stöðu oft áður,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins í kvöld. Ekki var að heyra á honum að það að vinna Meistaradeildina með City væri nauðsynleg viðbót í ferilskrána. Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior „Þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt“ „Mín arfleifð er þegar orðin einstök. Ég er búinn að segja leikmönnunum að njóta augnabliksins – við erum ótrúlega heppnir að vera hérna. Þetta er í okkar höndum. Þetta veltur á okkur. Við þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt – bara vinna einn leik til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Kevin De Bruyne fagnar markinu mikilvæga í fyrri leiknum gegn Real Madrid, sem endaði 1-1. Vinícius Júnior hafði komið Real yfir.Getty/Julian Finney „Ég er með ótrúlega tilfinningu fyrir þeim. Hvað sem gerist þá er ég svo þakklátur þeim fyrir að koma mér og stuðningsmönnum City aftur á þennan stað,“ sagði Guardiola um leikmenn sína. Sigurliðið í kvöld mun mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 10. júní en Inter sló AC Milan út, samtals 3-0, og spilar til úrslita í fyrsta sinn í þrettán ár. Geta orðið meistarar um helgina City getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Chelsea, og reyndar verður City meistari á laugardaginn ef að Arsenal tapar á útivelli gegn Nottingham Forest. Ef City verður ekki meistari um helgina á liðið enn eftir tvo leiki til að landa titlinum, gegn Brighton og Brentford á útivelli. Liðið spilar svo bikarúrslitaleik við Manchester United á Wembley 3. júní, og ef vel fer í kvöld leikur liðið svo gegn Inter laugardagskvöldið 10. júní. Leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Madrid í síðustu viku og því verður allt í járnum þegar flautað verður til leiks í Manchester í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Guardiola hefur tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu sem knattspyrnustjóri, með Barcelona árin 2009 og 2011, en City hefur aldrei náð að landa Evrópumeistaratitlinum þrátt fyrir mikla titlasöfnun í Englandi síðustu ár. „Ég hef verið í þessari stöðu oft áður,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins í kvöld. Ekki var að heyra á honum að það að vinna Meistaradeildina með City væri nauðsynleg viðbót í ferilskrána. Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior „Þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt“ „Mín arfleifð er þegar orðin einstök. Ég er búinn að segja leikmönnunum að njóta augnabliksins – við erum ótrúlega heppnir að vera hérna. Þetta er í okkar höndum. Þetta veltur á okkur. Við þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt – bara vinna einn leik til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Kevin De Bruyne fagnar markinu mikilvæga í fyrri leiknum gegn Real Madrid, sem endaði 1-1. Vinícius Júnior hafði komið Real yfir.Getty/Julian Finney „Ég er með ótrúlega tilfinningu fyrir þeim. Hvað sem gerist þá er ég svo þakklátur þeim fyrir að koma mér og stuðningsmönnum City aftur á þennan stað,“ sagði Guardiola um leikmenn sína. Sigurliðið í kvöld mun mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 10. júní en Inter sló AC Milan út, samtals 3-0, og spilar til úrslita í fyrsta sinn í þrettán ár. Geta orðið meistarar um helgina City getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Chelsea, og reyndar verður City meistari á laugardaginn ef að Arsenal tapar á útivelli gegn Nottingham Forest. Ef City verður ekki meistari um helgina á liðið enn eftir tvo leiki til að landa titlinum, gegn Brighton og Brentford á útivelli. Liðið spilar svo bikarúrslitaleik við Manchester United á Wembley 3. júní, og ef vel fer í kvöld leikur liðið svo gegn Inter laugardagskvöldið 10. júní. Leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti