Barcelona varð í gær spænskur meistari í knattspyrnu í 27.skipti í sögu félagsins. Það varð ljóst eftir 4-2 sigur liðsins á erkifjendunum í Espanyol
Rígurinn á milli Barcelona og Espanyol hefur ávallt verið mikill og því hefur það verið extra sætt fyrir Börsunga að tryggja sér spænska meistaratitilinn á RCDE leikvanginum, heimavelli Espanyol.
Þegar Ricardo Bengoetxea, dómari leiksins, flautaði til leiksloka í gærkvöldi brutust út gífurleg fagnaðarlæti meðal leikmanna og þjálfarateymis Barcelona.
Fagnaðarlætin stóðu lengi yfir og á endanum gat Ultras-stuðningsmannahópur Espanyol ekki setið á sér lengur.
Þeir brutu sér leið inn á völlinn og stefndu að leikmönnum Börsunga sem áttuðu sig fljótt á stöðunni og sprettu í áttina að leikmannagöngunum.
Allir komust þeir undan æstum bullunum en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan:
Espanyol ultras chasing Barcelona players off the pitch after winning the league.
— TheSecretScout (@TheSecretScout_) May 14, 2023
pic.twitter.com/9OjuKBeh7j