Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 18:03 Bjarni Benediktsson (t.h.) og Sólveig Anna Jónsdóttir (t.v.) hafa ólíka sýn á atkvæðagreiðslu Eflingar um úrgöngu úr Starfsgreinasambandinu. Vísir/samsett Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Eflingar greiddu atkvæði með tillögu stjórnar félagsins um að það gangi úr Starfsgreinasambandinu. Kjörsókn var hins vegar aðeins rúm fimm prósent. Dræm þátttaka er jafnan í atkvæðagreiðslum stéttarfélaga en kjörsóknin nú var lítil jafnvel á þann mælikvarða. Til samanburðar tóku rúmlega fimmtán prósent félagsmanna þátt í stórnarkjöri þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir var aftur kjörin formaður í febrúar í fyrra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kjörsóknina að umtalsefni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Sólveig Anna fagni því að félagsfólk hennar sé sammála forystunni um að ganga úr SGS jafnvel þó að 95 prósent þess hafi ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Úrgangan hafi verið samþykkt með samþykki 3,5 prósent félagsmanna. „Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir „ættu“ að tilheyra,“ skrifar Bjarni. Íslenskt launafólk ætti að hafa frelsi til þess að velja sér félag eða standa utan þeirra ef það kýs það frekar. Stjórnarskráin tryggi rétt fólks til þess að vera ekki í félagi. Sjálfstæðismenn hafi lagt fram sérstakt þingmál um það á yfirstandandi þingi. Ég les frétt um að í kosningu innan Eflingar hafi verið samþykkt að félagið segi sig úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Í fréttinni kemur fram að 733 hafi greitt atkvæði með því að yfirgefa SGS en 292 hafi verið á móti. Formaðurinn fagnar því að félagsfólk sé sammála forystu félagsins um málið. Þó er það svo að 95% félagsmanna mættu ekki í atkvæðagreiðsluna. Og svo voru 1,4% á móti. Málið var því útkljáð með samþykki 3,5% félagsmanna. Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir ,,ættu" að tilheyra. Íslensku launafólki ætti að tryggja frelsi til að velja sér félag og standa utan félags kjósi það þann valkost, enda er frelsið til að vera ekki í félagi meðal þess sem stjórnarskránni er ætlað að tryggja. Um þetta höfum við sjálfstæðismenn lagt fram sérstakt þingmál á yfirstandandi þingi. Hér er fréttin: https://www.visir.is/.../ursogn-eflingar-ur-sgs-samthykkt Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök ASÍ Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Tæplega sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Eflingar greiddu atkvæði með tillögu stjórnar félagsins um að það gangi úr Starfsgreinasambandinu. Kjörsókn var hins vegar aðeins rúm fimm prósent. Dræm þátttaka er jafnan í atkvæðagreiðslum stéttarfélaga en kjörsóknin nú var lítil jafnvel á þann mælikvarða. Til samanburðar tóku rúmlega fimmtán prósent félagsmanna þátt í stórnarkjöri þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir var aftur kjörin formaður í febrúar í fyrra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kjörsóknina að umtalsefni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Sólveig Anna fagni því að félagsfólk hennar sé sammála forystunni um að ganga úr SGS jafnvel þó að 95 prósent þess hafi ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Úrgangan hafi verið samþykkt með samþykki 3,5 prósent félagsmanna. „Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir „ættu“ að tilheyra,“ skrifar Bjarni. Íslenskt launafólk ætti að hafa frelsi til þess að velja sér félag eða standa utan þeirra ef það kýs það frekar. Stjórnarskráin tryggi rétt fólks til þess að vera ekki í félagi. Sjálfstæðismenn hafi lagt fram sérstakt þingmál um það á yfirstandandi þingi. Ég les frétt um að í kosningu innan Eflingar hafi verið samþykkt að félagið segi sig úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Í fréttinni kemur fram að 733 hafi greitt atkvæði með því að yfirgefa SGS en 292 hafi verið á móti. Formaðurinn fagnar því að félagsfólk sé sammála forystu félagsins um málið. Þó er það svo að 95% félagsmanna mættu ekki í atkvæðagreiðsluna. Og svo voru 1,4% á móti. Málið var því útkljáð með samþykki 3,5% félagsmanna. Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir ,,ættu" að tilheyra. Íslensku launafólki ætti að tryggja frelsi til að velja sér félag og standa utan félags kjósi það þann valkost, enda er frelsið til að vera ekki í félagi meðal þess sem stjórnarskránni er ætlað að tryggja. Um þetta höfum við sjálfstæðismenn lagt fram sérstakt þingmál á yfirstandandi þingi. Hér er fréttin: https://www.visir.is/.../ursogn-eflingar-ur-sgs-samthykkt
Ég les frétt um að í kosningu innan Eflingar hafi verið samþykkt að félagið segi sig úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Í fréttinni kemur fram að 733 hafi greitt atkvæði með því að yfirgefa SGS en 292 hafi verið á móti. Formaðurinn fagnar því að félagsfólk sé sammála forystu félagsins um málið. Þó er það svo að 95% félagsmanna mættu ekki í atkvæðagreiðsluna. Og svo voru 1,4% á móti. Málið var því útkljáð með samþykki 3,5% félagsmanna. Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir ,,ættu" að tilheyra. Íslensku launafólki ætti að tryggja frelsi til að velja sér félag og standa utan félags kjósi það þann valkost, enda er frelsið til að vera ekki í félagi meðal þess sem stjórnarskránni er ætlað að tryggja. Um þetta höfum við sjálfstæðismenn lagt fram sérstakt þingmál á yfirstandandi þingi. Hér er fréttin: https://www.visir.is/.../ursogn-eflingar-ur-sgs-samthykkt
Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök ASÍ Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira