Búinn að fá nóg af því að vera bendlaður við bölvun tengda Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2023 23:31 Yaya er búinn að fá nóg. Nordic Photos/Getty Images Yaya Touré, fyrrverandi miðjumaður Manchester City, er búinn að fá sig fullsaddan af því að fólk sé að bendla hann við umræðu um „bölvun“ sem fylgi enska knattspyrnuliðinu í Meistaradeild Evrópu. Annað kvöld fara Englandsmeistarar Manchester City til Madrídar þar sem þeir mæta Spánar- og Evrópumeisturum Real Madríd í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust einnig á síðustu leiktíð en þá hafði Real betur. Dimitri Seluk, fyrrverandi umboðsmaður Touré, lenti upp á kant við Pep Guardiola, þjálfara Man City, árið 2018 þegar þjálfarinn ákvað að losa sig við Touré. Seluk sagðist hafa ráðið seiðkarla (e. shamans) frá Afríku til að leggja bölvun á Guardiola sem yrði þess valdandi að hann myndi ekki vinna Meistaradeildina meðan hann væri þjálfari Man City. Seluk dúkkaði upp í fjölmiðlum á nýjan leik í aðdraganda leiksins gegn Real Madríd annað kvöld og sagði að bölvuninni hefði verið lyft og Man City gæti loks farið alla leið í keppni þeirra bestu. Hinn 39 ára gamli Touré, sem lagði skóna á hilluna árið 2020, hefur fengið nóg af því að nafn sitt beri á góma í hvert skipti sem Seluk opnar á sér munninn. Hann hefur beðið fjölmiðla um að „halda áfram“ og þá segir hann einnig að staðalímyndir sem þessar séu skaðlegar. My former agent is being quoted by the media about a curse . Please don t associate me with this nonsense and lazy stereotypes about African curses!? Media move on please. This man does not represent me in any way. Amplifying these stereotypes is harmful.— Yaya Touré (@YayaToure) May 8, 2023 „Aftur hefur verið vitnað í fyrrverandi umboðsmann minn í fjölmiðlum vegna „bölvunar,“ segir Touré á Twitter-síðu sinni. Hann heldur áfram. „Vinsamlegast verið ekki að bendla mig við þessa þvælu og lötu staðalímyndir um bölvanir frá Afríku. Fjölmiðlar, haldið áfram. Þessi maður hefur ekkert með mig að gera á neinn hátt. Að ýta undir staðalímyndir sem þessar er skaðlegt,“ sagði Touré að endingu. Yaya Touré lék með liðum á borð við Olympiacos, Monaco, Barcelona og Manchester City á ferli sínum. Hann fjölda titla með bæði Barcelona og Man City. Þá var hann fyrirliði Fílabeinstrandarinnar þegar landið varð Afríkumeistari árið 2015. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Annað kvöld fara Englandsmeistarar Manchester City til Madrídar þar sem þeir mæta Spánar- og Evrópumeisturum Real Madríd í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust einnig á síðustu leiktíð en þá hafði Real betur. Dimitri Seluk, fyrrverandi umboðsmaður Touré, lenti upp á kant við Pep Guardiola, þjálfara Man City, árið 2018 þegar þjálfarinn ákvað að losa sig við Touré. Seluk sagðist hafa ráðið seiðkarla (e. shamans) frá Afríku til að leggja bölvun á Guardiola sem yrði þess valdandi að hann myndi ekki vinna Meistaradeildina meðan hann væri þjálfari Man City. Seluk dúkkaði upp í fjölmiðlum á nýjan leik í aðdraganda leiksins gegn Real Madríd annað kvöld og sagði að bölvuninni hefði verið lyft og Man City gæti loks farið alla leið í keppni þeirra bestu. Hinn 39 ára gamli Touré, sem lagði skóna á hilluna árið 2020, hefur fengið nóg af því að nafn sitt beri á góma í hvert skipti sem Seluk opnar á sér munninn. Hann hefur beðið fjölmiðla um að „halda áfram“ og þá segir hann einnig að staðalímyndir sem þessar séu skaðlegar. My former agent is being quoted by the media about a curse . Please don t associate me with this nonsense and lazy stereotypes about African curses!? Media move on please. This man does not represent me in any way. Amplifying these stereotypes is harmful.— Yaya Touré (@YayaToure) May 8, 2023 „Aftur hefur verið vitnað í fyrrverandi umboðsmann minn í fjölmiðlum vegna „bölvunar,“ segir Touré á Twitter-síðu sinni. Hann heldur áfram. „Vinsamlegast verið ekki að bendla mig við þessa þvælu og lötu staðalímyndir um bölvanir frá Afríku. Fjölmiðlar, haldið áfram. Þessi maður hefur ekkert með mig að gera á neinn hátt. Að ýta undir staðalímyndir sem þessar er skaðlegt,“ sagði Touré að endingu. Yaya Touré lék með liðum á borð við Olympiacos, Monaco, Barcelona og Manchester City á ferli sínum. Hann fjölda titla með bæði Barcelona og Man City. Þá var hann fyrirliði Fílabeinstrandarinnar þegar landið varð Afríkumeistari árið 2015.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti