Hélt hún væri með lágþrýsting en fékk heilablóðfall Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2023 19:29 Sigga Kling er í fullu fjöri! Vísir/Vilhelm Sigga Kling, spákona og skemmtikraftur með meiru, er ekki dauð! Hún mætti í Bakaríið á Bylgjunni í dag til að kveða niður flökkusögur um ótímabært fráfall sitt en hið sanna í málinu er að hún fékk á dögunum heilablóðfall í kjölfar blóðtappa. Sigga segir atburðarásina hafa farið af stað fyrir um þremur vikum, þegar hún upplifði mikinn slappleika. „Og ég gat bara ekkert; ég átti að skemmta í Garðarholti í afmæli og ég mæti alltaf... með 40 stiga hita, skiptir ekki máli, alveg sama hvað hefur komið upp á. Og ég hélt ég væri með lágan blóðþrýsting; ég hafði aldrei fengið það en mér fannst það svona lýsa sér á Google, það gæti verið... ég bara gat ekkert. Svo fer ég út í bílinn að keyra og svo sé ég allt tvöfalt, þrefalt, fjórfalt og ég finn að ég á erfitt með að tala og svona. Og það hangir á mér andlitið í speglinum. En ég held ennþá að þetta sé lágur blóðþrýstingur,“ sagði Sigga. Hún fór að lokum heim og að sofa og fannst hún bara frekar hress þegar hún vaknaði. „En svo bara versnar þetta og versnar og maður vill nú síður fara á bráðamóttökuna; ég verð bara að segja það að það er náttúrulega ekki endilega góð skemmtun. Svo klukkan þrjú þá er Stína systir komin með lakkrís, því það var eina ráðið til að hækka blóðþrýsting.“ Það fylgdi ekki sögunni hvort það hefði reynt á lakkrísinn en skömmu síðar voru sjúkraflutningamenn mættir á staðinn. Blóðþrýstingurinn var fínn en „eins og það hefði verið setið á andlitinu á mér í viku,“ segir Sigga. Í ljós kom að hún hafði fengið „meðalstóran“ blóðtappa sem hefði stöðvað blóðflæði til heilans og leitt til heilablóðfalls. Sem Sigga hafði áður tengt við „eitthvað bara blóðslettur eða eitthvað inni...“ segir hún. Sigga gengst við því að hafa ekki verið auðveldasti sjúklingurinn á Landspítalanum þessa daga og útskrifað sjálfa sig tvisvar. Nú sé hún á alls konar lyfjum sem hún geymir í eggjabakka. „Það er gott ráð.“ „En svo eru komnar svo miklar flökkusögur,“ segir hún um tilefni þess að hún stígur fram í útvarpinu og opinberar sjúkrasögu sína. „Og við erum líka hrædd við allt; það eru komnar flökkusögur um að ég hafi verið á skemmtun og sjúkrabílarnir og eitthvað. Og það er líka komin flökkusaga um að ég sé dauð,“ segir hún. Aðspurð segir hún það hins vegar fjarri sanni. „Nei, en það er eins og ég hafi breyst. Ég er með þrjá punkta á heilanum , hvíta, sem er skemmdin og mér finnst ... ég er bara svo hrifin af doppum. Í alvörunni, ég elska doppur!“ Sigga lét, svona til vonar og vara, laga á sér augabrúnirnar og hárið til að líta vel út í kistunni en hún segir að eftir þrjár ömurlegar vikur séu síðustu dagar búnir að vera sérdeilis fínir. Núna vill hún vekja Íslendinga til meðvitundar um einkenni heilblóðfalls og annarra sjúkdóma. Hún hafi komist að því að í Danmörku til að mynda viti allir hver einkenni heilablóðfalls eru en til samanburðar hafi það tekið hana sólahring að leita sér aðstoðar af því að hún hélt hún væri með lágan blóðþrýsting! Hún nefnir hjartaáfall og gallsteinakast sem dæmi um aðra sjúkdóma hvers einkenni er nauðsynlegt að þekkja. „Fólk þarf að vita þessa hluti til að geta greint sig sjálft.“ Til viðbótar við það að fræðast loksins um einkenni heilablóðfalls komst Sigga að því að það getur haft ýmsar aukaverkanir í för með sér, til að mynda þunglyndi, sem hún reyndar slapp við. Hún grét til dæmis, að eigin sögn, yfir öllu. Krakkarnir hringdu og ég var að tala við þau og ég grét og grét... og þau voru bara: „Guð minn góður, mömmu líður svo illa...“ En þetta er ekki ég; ég er ekki að gráta,“ segir Sigga. Hún segist fagna maí; boðbera nýs lífs og biður fólk vinsamlegast að slá ekki grasið! Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Sigga segir atburðarásina hafa farið af stað fyrir um þremur vikum, þegar hún upplifði mikinn slappleika. „Og ég gat bara ekkert; ég átti að skemmta í Garðarholti í afmæli og ég mæti alltaf... með 40 stiga hita, skiptir ekki máli, alveg sama hvað hefur komið upp á. Og ég hélt ég væri með lágan blóðþrýsting; ég hafði aldrei fengið það en mér fannst það svona lýsa sér á Google, það gæti verið... ég bara gat ekkert. Svo fer ég út í bílinn að keyra og svo sé ég allt tvöfalt, þrefalt, fjórfalt og ég finn að ég á erfitt með að tala og svona. Og það hangir á mér andlitið í speglinum. En ég held ennþá að þetta sé lágur blóðþrýstingur,“ sagði Sigga. Hún fór að lokum heim og að sofa og fannst hún bara frekar hress þegar hún vaknaði. „En svo bara versnar þetta og versnar og maður vill nú síður fara á bráðamóttökuna; ég verð bara að segja það að það er náttúrulega ekki endilega góð skemmtun. Svo klukkan þrjú þá er Stína systir komin með lakkrís, því það var eina ráðið til að hækka blóðþrýsting.“ Það fylgdi ekki sögunni hvort það hefði reynt á lakkrísinn en skömmu síðar voru sjúkraflutningamenn mættir á staðinn. Blóðþrýstingurinn var fínn en „eins og það hefði verið setið á andlitinu á mér í viku,“ segir Sigga. Í ljós kom að hún hafði fengið „meðalstóran“ blóðtappa sem hefði stöðvað blóðflæði til heilans og leitt til heilablóðfalls. Sem Sigga hafði áður tengt við „eitthvað bara blóðslettur eða eitthvað inni...“ segir hún. Sigga gengst við því að hafa ekki verið auðveldasti sjúklingurinn á Landspítalanum þessa daga og útskrifað sjálfa sig tvisvar. Nú sé hún á alls konar lyfjum sem hún geymir í eggjabakka. „Það er gott ráð.“ „En svo eru komnar svo miklar flökkusögur,“ segir hún um tilefni þess að hún stígur fram í útvarpinu og opinberar sjúkrasögu sína. „Og við erum líka hrædd við allt; það eru komnar flökkusögur um að ég hafi verið á skemmtun og sjúkrabílarnir og eitthvað. Og það er líka komin flökkusaga um að ég sé dauð,“ segir hún. Aðspurð segir hún það hins vegar fjarri sanni. „Nei, en það er eins og ég hafi breyst. Ég er með þrjá punkta á heilanum , hvíta, sem er skemmdin og mér finnst ... ég er bara svo hrifin af doppum. Í alvörunni, ég elska doppur!“ Sigga lét, svona til vonar og vara, laga á sér augabrúnirnar og hárið til að líta vel út í kistunni en hún segir að eftir þrjár ömurlegar vikur séu síðustu dagar búnir að vera sérdeilis fínir. Núna vill hún vekja Íslendinga til meðvitundar um einkenni heilblóðfalls og annarra sjúkdóma. Hún hafi komist að því að í Danmörku til að mynda viti allir hver einkenni heilablóðfalls eru en til samanburðar hafi það tekið hana sólahring að leita sér aðstoðar af því að hún hélt hún væri með lágan blóðþrýsting! Hún nefnir hjartaáfall og gallsteinakast sem dæmi um aðra sjúkdóma hvers einkenni er nauðsynlegt að þekkja. „Fólk þarf að vita þessa hluti til að geta greint sig sjálft.“ Til viðbótar við það að fræðast loksins um einkenni heilablóðfalls komst Sigga að því að það getur haft ýmsar aukaverkanir í för með sér, til að mynda þunglyndi, sem hún reyndar slapp við. Hún grét til dæmis, að eigin sögn, yfir öllu. Krakkarnir hringdu og ég var að tala við þau og ég grét og grét... og þau voru bara: „Guð minn góður, mömmu líður svo illa...“ En þetta er ekki ég; ég er ekki að gráta,“ segir Sigga. Hún segist fagna maí; boðbera nýs lífs og biður fólk vinsamlegast að slá ekki grasið!
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira