Biðst afsökunar og skipuleggur sárabót Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 23:50 Frá tónleikum Bjarkar á Coachella í Kaliforníufylki fyrir skemmstu. Getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir biður aðdáendur sínar afsökunar á að aflýsa þremur tónleikum á Íslandi í sumar. Hún segist ætla að skipuleggja sárabótaviðburð. „Kæru aðdáendur. Mér þykir þetta svo miður,“ segir Björk í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Mig langaði svo mjög að halda tónleika á Íslandi.“ Á hún við þrenna tónleika sem halda átti í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Áttu þetta að vera tónleikar í röðinni Cornucopia sem vakið hafa mikla athygli. Björk kallar Cornucopiu talrænt leikhús þar sem hún flytur lög af tveimur síðustu plötum sínum, Útópíu og Fossoru. Áheyrendur eru umkringdir tugum talrænna skjáa með kór og hljóðfæraleikurum sem spila á alls kyns hljóðfæri, sumum sérsmíðuðum. Tæknilegt vandamál „Eins og þið hafið sennilega heyrt þá höfum við reynt ítrekað að koma með Cornucopiu til landsins í júní en það hefur reynst erfitt að finna stað sem þetta getur gengið á. Að flytja sýninguna yfir Atlantshafið til lítillar eyju með 390.000 íbúum hefur reynst krefjandi,“ segir Björk. Áður hafði umboðsskrifstofa Bjarkar greint frá því að vandamál hafi komið upp við framleiðslu tónleikanna og ekki hafi verið hægt að leysa vandamálið í tæka tíð. Hefur miðasalan Tix sent póst á alla miðahafa og hafið endurgreiðsluferli. „Við erum staðráðin í að leita allra ráða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og munum yfirfara okkar verkferla með það í huga,“ sagði umboðsskrifstofan í gær þegar tilkynnt var að hætt væri við tónleikana. „Við vonumst enn til að geta fundið leið til að láta tónleikana verða að veruleika á næsta ári. En þar sem það gæti tekið einhverjar vikur eða mánuði að leysa öll tækni- og skipulagsmál, erum við tilneydd á þessum tímapunkti til að aflýsa og endurgreiða.“ Helgin fer í að gróa og róa Björk segir að dagurinn í dag hafi farið í að takmarka skaðann. Það sé þó krefjandi. Einkum hugsi hún til þeirra erlendu aðdáenda sem hafi ætlað að koma til landsins til að sjá tónleikana. Aðdáanda sem eru búnir að kaupa sér flugmiða og gistingu. „Mig langar til að skipuleggja eitthvað sérstakt fyrir fólkið sem er að fljúga sérstaklega fyrir þetta og getur ekki breytt miðunum,“ segir Björk. „Ég ætlaði að skrifa þetta þegar allt væri komið á hreint en ég þarf sennilega að nota helgina í að gróa og róa allt niður. Ég læt ykkur vita snemma í næstu viku hvað mun gerast.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Björk Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
„Kæru aðdáendur. Mér þykir þetta svo miður,“ segir Björk í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Mig langaði svo mjög að halda tónleika á Íslandi.“ Á hún við þrenna tónleika sem halda átti í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Áttu þetta að vera tónleikar í röðinni Cornucopia sem vakið hafa mikla athygli. Björk kallar Cornucopiu talrænt leikhús þar sem hún flytur lög af tveimur síðustu plötum sínum, Útópíu og Fossoru. Áheyrendur eru umkringdir tugum talrænna skjáa með kór og hljóðfæraleikurum sem spila á alls kyns hljóðfæri, sumum sérsmíðuðum. Tæknilegt vandamál „Eins og þið hafið sennilega heyrt þá höfum við reynt ítrekað að koma með Cornucopiu til landsins í júní en það hefur reynst erfitt að finna stað sem þetta getur gengið á. Að flytja sýninguna yfir Atlantshafið til lítillar eyju með 390.000 íbúum hefur reynst krefjandi,“ segir Björk. Áður hafði umboðsskrifstofa Bjarkar greint frá því að vandamál hafi komið upp við framleiðslu tónleikanna og ekki hafi verið hægt að leysa vandamálið í tæka tíð. Hefur miðasalan Tix sent póst á alla miðahafa og hafið endurgreiðsluferli. „Við erum staðráðin í að leita allra ráða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og munum yfirfara okkar verkferla með það í huga,“ sagði umboðsskrifstofan í gær þegar tilkynnt var að hætt væri við tónleikana. „Við vonumst enn til að geta fundið leið til að láta tónleikana verða að veruleika á næsta ári. En þar sem það gæti tekið einhverjar vikur eða mánuði að leysa öll tækni- og skipulagsmál, erum við tilneydd á þessum tímapunkti til að aflýsa og endurgreiða.“ Helgin fer í að gróa og róa Björk segir að dagurinn í dag hafi farið í að takmarka skaðann. Það sé þó krefjandi. Einkum hugsi hún til þeirra erlendu aðdáenda sem hafi ætlað að koma til landsins til að sjá tónleikana. Aðdáanda sem eru búnir að kaupa sér flugmiða og gistingu. „Mig langar til að skipuleggja eitthvað sérstakt fyrir fólkið sem er að fljúga sérstaklega fyrir þetta og getur ekki breytt miðunum,“ segir Björk. „Ég ætlaði að skrifa þetta þegar allt væri komið á hreint en ég þarf sennilega að nota helgina í að gróa og róa allt niður. Ég læt ykkur vita snemma í næstu viku hvað mun gerast.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Björk Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43
Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27